Fjölmiðill fæðist!

Morgunblaðið greinir nú frá því að þingmaður og ráðherra skrásetji lögheimili sitt í eyðidal til að - og það er mín túlkun - sjúga til sín háar fjárhæðir í styrki. 

Þetta er blaðamennska sem skiptir máli.

Eftir örfáa daga mun viðkomandi þingmaður og ráðherra breyta öllum skráningum og skattgreiðendur spara milljónir á ári. Vegna eins manns.

Að hugsa sér ef Morgunblaðið heldur áfram að bora svona í kerfið. Kannski fjölmiðillinn endi á því að núlla út ríkisstyrkina sem hann þiggur á örfáum vikum eða mánuðum!

Sem er svolítið kaldhæðnin í þessu. Fjölmiðlar þiggja ríkisstyrki. Með því að bora í kerfið hætta þeir á að slíkir styrkir til sín minnki og hækki jafnvel í tilviki fjölmiðla sem dásama kerfið. 

Kannski er fjölmiðill samt að fæðast, það er að segja einn af þeim sem teljast til meginstefsins. Morgunblaðið hefur vissulega sýnt takta seinustu mánuði og jafnvel misseri með viðtalsþáttum sínum og svolitlum áhuga á vellíðan skattgreiðandans. Ekki sérstaklega góður í uppgjöri við veirutíma og ýmislegt annað, en enginn er fullkominn.

Kannski svokölluð Trump-áhrif séu byrjuð að birtast á Íslandi. Það er óformlegt heiti á uppgjöri við pólitískan rétttrúnað og hugrekki til að segja það sem má ekki segja. Svo sem að skattlagning geti ekki breytt veðrinu og að koltvísýringur sé lífsandinn sjálfur.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Með lögheimili í Lokinhamradal og aldrei búið þar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir; og margfaldar þakkir fyrir samskiptin, á liðnum árum: hjer á síðu þinni !

Þjer að segja Geir; vil jeg ekki trúa öðru en að Eyjólfur endurgreiði þessa landsbyggðrstyrki sína:: hverja hann hefur þegið (ef virkilega satt reynist vera) á sínum þingmanns ferli.

Að öðrum kosti; mun hann ekki teljazt 2faldur í roðinu - heldur, og miklu fremur MARGFALDUR að allri gerð, og það á regin skjön við heilbrigt siðferði og drengskap.

Lengi; skal manninn reyna Geir, var einhvern tíma á orði haft - og það fyrir all löngu til orðið það hugtak, síðuhafi mæti.

Með beztu kveðjum; sem ávallt, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 21:35

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Það er fjöldi þingmanna sem hefur gert þetta áratugum saman úr öllum flokkum og verið fjallað um ítarlega í fjölmiðlum aftur og aftur.  Ekkert nýtt hérna.  

Arnór Baldvinsson, 8.1.2025 kl. 04:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Óskar,

Takk fyrir innlitið og athugasemdina og sömuleiðis fyrir samskiptin. Þessi Eyjólfur mun ekkert endurgreiða. Hann hleypur frá öllu. Er hann ekki búinn að draga aðeins úr andstöðu sinni við bóku 35? Jafnvel gefa til kynna að hann muni styðja það mál sem hann mælti svo eindregið gegn? Atkvæði til hans er atkvæði sóað.

Arnór,

Það er auðvitað rétt en sjaldan er svo augljóst að "lögheimili" manns er einfaldlega ekki hæft til búsetu. Ef þetta væri hugguleg íbúð á Ísafirði - gott og vel, það er fræðilega mögulegt að maðurinn sé þar með heimili - en þetta hér er bara svindl og svínarí.

Annars er ég hérna líka að reyna hvetja Morgunblaðið áfram. Blaðamenn skynja ekki alltaf hvað telst fréttnæmt. Að uppræta spillingu og bruðl með almannafé ætti að vera ofarlega á dagskrá.

Geir Ágústsson, 8.1.2025 kl. 08:18

4 identicon

Ætli Inga reki ekki Eyjólf úr flokknum fyrir þetta svínarí og endi þennan stuldinn úr ríkissjóði 

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 10:48

5 identicon

Einu af því sem enga umfjöllun fær er að fólk sem er með skráð lögheimil annars staðar en það býr er að borga útsvar til sveitarfélags sem það býr ekki í en á væntanlega rétt á þjónustu þar, sem það síðan nýtir ekki.

Það hinsvegar borgar ekki útsvar til þess sveitafélags sem það býr í en nýtur þeirrar þjónustu sem þar er boðið uppá, án þess að borga krónu fyrir.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband