Fjölmiðill fæðist!

Morgunblaðið greinir nú frá því að þingmaður og ráðherra skrásetji lögheimili sitt í eyðidal til að - og það er mín túlkun - sjúga til sín háar fjárhæðir í styrki. 

Þetta er blaðamennska sem skiptir máli.

Eftir örfáa daga mun viðkomandi þingmaður og ráðherra breyta öllum skráningum og skattgreiðendur spara milljónir á ári. Vegna eins manns.

Að hugsa sér ef Morgunblaðið heldur áfram að bora svona í kerfið. Kannski fjölmiðillinn endi á því að núlla út ríkisstyrkina sem hann þiggur á örfáum vikum eða mánuðum!

Sem er svolítið kaldhæðnin í þessu. Fjölmiðlar þiggja ríkisstyrki. Með því að bora í kerfið hætta þeir á að slíkir styrkir til sín minnki og hækki jafnvel í tilviki fjölmiðla sem dásama kerfið. 

Kannski er fjölmiðill samt að fæðast, það er að segja einn af þeim sem teljast til meginstefsins. Morgunblaðið hefur vissulega sýnt takta seinustu mánuði og jafnvel misseri með viðtalsþáttum sínum og svolitlum áhuga á vellíðan skattgreiðandans. Ekki sérstaklega góður í uppgjöri við veirutíma og ýmislegt annað, en enginn er fullkominn.

Kannski svokölluð Trump-áhrif séu byrjuð að birtast á Íslandi. Það er óformlegt heiti á uppgjöri við pólitískan rétttrúnað og hugrekki til að segja það sem má ekki segja. Svo sem að skattlagning geti ekki breytt veðrinu og að koltvísýringur sé lífsandinn sjálfur.

Sjáum hvað setur.


mbl.is Með lögheimili í Lokinhamradal og aldrei búið þar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Geir; og margfaldar þakkir fyrir samskiptin, á liðnum árum: hjer á síðu þinni !

Þjer að segja Geir; vil jeg ekki trúa öðru en að Eyjólfur endurgreiði þessa landsbyggðrstyrki sína:: hverja hann hefur þegið (ef virkilega satt reynist vera) á sínum þingmanns ferli.

Að öðrum kosti; mun hann ekki teljazt 2faldur í roðinu - heldur, og miklu fremur MARGFALDUR að allri gerð, og það á regin skjön við heilbrigt siðferði og drengskap.

Lengi; skal manninn reyna Geir, var einhvern tíma á orði haft - og það fyrir all löngu til orðið það hugtak, síðuhafi mæti.

Með beztu kveðjum; sem ávallt, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 21:35

2 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Það er fjöldi þingmanna sem hefur gert þetta áratugum saman úr öllum flokkum og verið fjallað um ítarlega í fjölmiðlum aftur og aftur.  Ekkert nýtt hérna.  

Arnór Baldvinsson, 8.1.2025 kl. 04:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Óskar,

Takk fyrir innlitið og athugasemdina og sömuleiðis fyrir samskiptin. Þessi Eyjólfur mun ekkert endurgreiða. Hann hleypur frá öllu. Er hann ekki búinn að draga aðeins úr andstöðu sinni við bóku 35? Jafnvel gefa til kynna að hann muni styðja það mál sem hann mælti svo eindregið gegn? Atkvæði til hans er atkvæði sóað.

Arnór,

Það er auðvitað rétt en sjaldan er svo augljóst að "lögheimili" manns er einfaldlega ekki hæft til búsetu. Ef þetta væri hugguleg íbúð á Ísafirði - gott og vel, það er fræðilega mögulegt að maðurinn sé þar með heimili - en þetta hér er bara svindl og svínarí.

Annars er ég hérna líka að reyna hvetja Morgunblaðið áfram. Blaðamenn skynja ekki alltaf hvað telst fréttnæmt. Að uppræta spillingu og bruðl með almannafé ætti að vera ofarlega á dagskrá.

Geir Ágústsson, 8.1.2025 kl. 08:18

4 identicon

Ætli Inga reki ekki Eyjólf úr flokknum fyrir þetta svínarí og endi þennan stuldinn úr ríkissjóði 

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 10:48

5 identicon

Einu af því sem enga umfjöllun fær er að fólk sem er með skráð lögheimil annars staðar en það býr er að borga útsvar til sveitarfélags sem það býr ekki í en á væntanlega rétt á þjónustu þar, sem það síðan nýtir ekki.

Það hinsvegar borgar ekki útsvar til þess sveitafélags sem það býr í en nýtur þeirrar þjónustu sem þar er boðið uppá, án þess að borga krónu fyrir.

Bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 16:02

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Geir.

Í þessari frétt um sama mál:

Mundi ekki að hann bjó á Sauðárkróki árið 2001

...kemur fram að Eyjólfur heldur ekki heimili á Vestfjörðum heldur í Reykjavík. Hann fær því engar aukagreiðslur vegna búsetu.

Sú túlkun þín að hann sé að "sjúga til sín háar fjárhæðir í styrki" og að þetta sé "svindl og svínarí" á sér því enga stoð í staðreyndum málsins.

Þvert á móti má halda því fram að með því að þiggja engar aukagreiðslur vegna búsetu sé hann að gera einmitt hið gagnstæða.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2025 kl. 18:15

7 identicon

Þetta er eins og skets í grínmynd. Þingmaður og nú ráðherra veður uppi sem eins konar gerfi-Vestfirðingur og skráir sig í lögheimili á eyðibýli sem enginn kemst til nema fuglinn fljúgandi mestan hluta ársins. Hann viðurkennir að búa ekki þarna heldur eigi hann heima í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi aldrei verið fyrir vestan nema sem krakki í sveit fyrir mörgum áratugum. Lögheimilisskráningin er fyrir vestan er lýgi til að blekkja kjósendur til þeir haldi að þingmaðurinn sé einn af þeim. Út á þessa skráningu fær þingmaðurinn svo 185.000 á mánuði í aukagreiðslu eins og stendur á vef þingsins og mér er sagt að ekki séu einu sinni borgaðir skattar af þessu. Það eru samtals 7 til 8 milljónir síðan hann settist á þing. Flettið þessu bara upp í upplýsingum um þingmanninn á vef þingsins. Þessir pengingar eiga að dekka ef hann þarf að hafa tvö heimili vegna þess að hann er þingmaður utan frá landi en vinnur í Reykjavík. Svo er hann sveitarstjórnarráðherra en brýtur lögin með því að vera með falskt lögheimili. Skoðið bara lögin um lögheimili frá 2018. Þar segir í annari grein: Lögheimili er sá staður þar sem einstaklingur hefur fasta búsetu.

Síðan brýtur sveitarstjórnarráðherrann öll prinsipp og kannski lög líka með því að greiða ekki útsvar í því sveitarfélagi þar sem hann býr í alvöru og notar alla þjónustu sem er í Reýkjavík heldur gortar hann af því að borga það fyrir vestan þar sem hann er aldrei. Reykjavíkurborg ætti að kæra hann. Hvað segir Kristrún Flosdóttir um það að vera með svona ráðherra ísínum röðum. Raðlygara og svindlara sem brýtur lög. Þetta er sko spilling. 

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 19:33

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar Jónsson.

Hann fær engar aukagreiðslur því hann er ekki með heimili fyrir vestan, eins og ég benti á í fyrri athugasemd minni.

Hann bjó á Sauðárkróki árið 2011 sem er í Norðvesturkjördæmi.

En vissulega væri betri bragur að því ef hann væri með lögheimili skráð þar sem hann hefur raunverulega heimili í Reykjavík. Það er jafnframt eina atriðið sem er einhver fótur fyrir í athugasemd þinni.

P.S. "mér er sagt" er sjaldnast góð heimild fyrir upplýsingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2025 kl. 19:40

9 identicon

Laun og starfskjör þingmanna

Fastar húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur

Húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslur eru ætlaðar þingmönnum utan Reykjavíkurkjördæma og Suðvesturkjördæmis til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ef þingmaðurinn er með fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi þingmannsins. 

------

Þetta stendur á vef þingins sem skýring við 185.000 mánaðarlegar greiðslur vegna dvalarkostnaðar landsbyggðarþíngmanna. Skatta og skerðingalaus fjárhæð sem gæti haldið sparsömum öryrkja á floti í dágóða stund. Ráðherrann og þingmaður NV-kjördæmi rekur ekki heimili á lögheimilisstað sínum í kjördæminu og hefur engan heimiliskostnað þar. Lögheimilisskráning Barónsins á Hrafnabjörgum er úthugsað til að mjólka meiri pening út úr ríkinuu og bara svindl bæði gagnvart ríkissjóð og kjósendum í kjördæminu og svo er þetta algert vantraust á ráðherra sveitarstjórnarmála. Hann skáldar lögheimili sitt og greiðir ekki útsvar þar sem hann býr og þverbrýtur grundvallarreglur sem eru undirstöður sveitarfélaganna. ÞAð er ekki hægt að verja þetta. 

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 19:56

10 identicon

Skítt með að þyggja ekki aukagreiðslu vegna falsks lögheimilis.  Hvað með að þyggja þjónustu frá sveitarfélagi sem þú býrð í en borgar ekkert útsvar til?

Bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 20:02

11 identicon

„Ég veit ekki til þess að ég sé að græða eina krónu auka­lega í laun því ég er skráður í kjör­dæm­inu. Ég greiði hins veg­ar út­svar af laun­um mín­um til míns kjör­dæm­is en þar búa kjós­end­ur mín­ir,“ skrif­ar Eyj­ólf­ur.

---------

Þetta skrifar Barónninn á Hrafnabjörgum í svari til Moggans. En hann er að græða 185.000 á mánuði í aukagreiðslur einmitt vegna þess að hann er ranglega og lævíslega skráður á höfuðból sitt fyrir vestan þar sem bara búa melrakkar nema um hásumarið því þetta er eyðijörð og búin að vera í mörg ár. Þingmenn höfuðborgarinnar og Kragans fá ekki þessa greiðslu. Þetta er aukagreiðsla. Svo segist hann "greiða útsvar til kjördæmis síns". Bara þingmaður í svokölluðum Flokki fólksins hefði getað komið með svona heimskulegt svar. ÞEtta á að heita sveitarstjórnarráðherra en hann veit ekki einu sinni að útsvar rennur ekki til kjördæma heldur til sveitarfélagsins þar sem fólk á lögheimili. Í þessu tilfelli til Ísafjarðar reikna ég með.

Íbúar annarra sveitarfélaga í kjördæminum fá ekki að njóta rausnarlegra skattgreiðsla frá þingmanni sínum og ráðherra. Ekkert í í sveitarfélögin í Húnavatnssýslum, á Ströndum, Barðaströndina í Dali eða öll hin. Montý Pyton hefðu ekki getað skáldað þennan skít. Nýja ríkisstjórnin byrjar vel eða hitt þó heldur. Ef ríkisstjórnin ætlar að halda andliti og byggja traust verður þessi maður að segja af sér. 

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 8.1.2025 kl. 21:01

12 Smámynd: Grímur Kjartansson

Einhvern tímann ætluðu Píratar að fjalla um þetta 
en þá kom í ljós að einn úr þeirra flokki bjó í niðurgreiddri stúdentaíbúð en var skráður úti á landi og fékk deifbýlisstyrk

Svo Píratar fundu sér aðra spillingu til að benda á sem passaði þeim betur

Grímur Kjartansson, 8.1.2025 kl. 21:50

13 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég ætla að taka athugasemdir Guðmundar Ásgeirssonar alvarlega og er tilbúinn að skrifa nýjan pistil þar sem ég ét sokk minn, en aðrar athugasemdir hér benda til þess að ég þurfi að bíða aðeins með það, sé í raun þörf á því. 

Eftir stendur að skráning passar ekki við raunveruleika, og hvernig sem stendur á því - aukapeningur eða ekki - er mér illskiljanlegt, nema jú til að vera á kjörseðli fyrir fólk sem maður býr hvergi nærri. Kannski af stragetískum ástæðum: Úrvalið á Vestfjörðum er það slæmt að hálf-frægur þingmaður sem býr í Reykjavík á þar séns. 

Kysi ég þá frekar að borga bílastyrki til þingmanna sem þeysa um allt sitt kjördæmi og eru raunverulega til staðar þar en til einhverra sem skrá sig þar sem fólk þekkir formann flokksins best, og fá að fljóta með. 

Geir Ágústsson, 8.1.2025 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband