Persónur og kerfi

Vega­gerðin hyggst ekki svara nán­ar fyr­ir­spurn um hvort eitt­hvað hafi verið hæft í orðum starfs­manns sem sagði bruðlað með fé í deild sem hann starfaði í hjá stofn­un­inni árið 2021. Vega­gerðin met­ur málið sem svo að þarna sé um að ræða svör sem gætu verið per­sónu­grein­an­leg.

Gott og vel. Ekki á að skola nöfnum upp á yfirborðið byggt á ásökun einni. Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð. 

En hvað átti sá sem varð vitni að mögulegri spillingu eða misnotkun á opinberu fé að gera annað en að segja eitthvað upphátt? Er hið opinbera með einhverja farvegi til að taka á fólki sem mokar fé í eigin vasa án heimildar? Ekki hef ég orðið var við slíkt.

Hver er þá valkosturinn? Að taka ekki á neinu? Það virðist líklegt. Ríkisstarfsmenn að verja ríkisstarfsmenn.

Nú eru auðvitað til fín kerfi eins og Opnir reikningar og upplýsingalög þar sem fyrirspurnir má senda en þeim ekki svarað. En þetta eru krókaleiðir. 

Hér er komin prófraun. Ríkisstjórnin segist vilja stoppa í götin á baðkarinu svo vatnið flæði ekki hraðar úr því en við er búist í gegnum eitt niðurfall. Þetta er orðin hálfgerð spennusaga í raun. Hvað gerist núna? Verður tekið á þessu eina litla máli sem er orðið opinbert? Mun renna upp fyrir einhverjum að þetta eina litla mál er bara dæmi um kerfisbundna og víðtæka misnotkun á skattfé? Verður einhver dreginn til ábyrgðar eða halda allir sínum ávísanaheftum og titlum?

Ríkisstjórnin hafði kannski bara ætlað sér að fá nokkrar hugmyndir um sparnað en fékk í fangið heilt bræðralag opinberra starfsmanna sem soga til sín fé og launað frí á kostnað almennings og þarf núna að eiga við það.

Er við hæfi að poppa og fylgjast með sýningunni eða vitum við að útsendingu verður hætt fljótlega?


mbl.is Vegagerðin svarar ekki ásökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Mín spá: stjórnin fellur hrapallega á þessu prófi, og reynir eins og hún getur að sópa þessu undir teppið.

Á meðan er víst að fleiri svona hlutir komi upp á yfirborðið.

Við vitum alveg að þetta er ekkert einsdæmi, er almenn regla frekar en annað. Að taka á þessu myndir valda framförum.

En ríkið er krabbamein, og krabbamein vilja ekki láta lækna sig.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2025 kl. 21:56

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sópunin er nú þegar hafin á aðdáunarverðum hraða. Ríkisstjórnin er jú með málefnaskrá og getur hafnað öllu sem stendur ekki nú þegar á henni. 

En fyrsta atriðið í Skaupinu a.m.k. komið á sinn stað. 

Geir Ágústsson, 7.1.2025 kl. 13:31

3 identicon

Nú veit ég ekkert um þetta mál en af lestri sparnaðartillögu frá einhverjum dúdda útí bæ. Og þín vitneskja virðist ekki byggð á breiðari grunni.

Þeir einu sem vita hverjir fá dagpeninga og hverjir fá greidda yfirvinnu eru þeir sem fá hana greidda og svo starfsfólk launadeildar.

Nú vill svo til að starfsfólk launadeildar hjá stórum rekstraraðila hafa varla mikla yfirsýn yfir hvaða einstakir starfsmenn sinna á vinnustaðnum og er í raun ekki þeirra hlutverk. Hafi þeir slíka yfirsýn hafa þeir því verið að vasast í einhverju öðru en að vinna vinnuna sína.

Ekki gleypa við öllu sem þú lest á netinu. Hvað næst? Starfsmenn Vegagerðarinnar éta gæludýr nágrannana?  Þér fellur betur að boða frelsi Friedmans og svo kúvenda og dásama skíthæla eins og putin.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 14:25

4 identicon

Er ekki nokkuð seint að koma með ásakanir, án sannana að virðist, rúmum þrem árum eftir meint bruðl yfirmanns?

En það væri örugglega hægt að spara milljarða ef allar gróusögurnar, slúðrið og flökkusögurnar væru sannar og réttar. Og einhver gæti svo gert góðverk og kennt verkfræðingum að snúa sér undan vindi þegar þeir pissa, það mundi spara þeim mikinn þvott og sápa er ekki ókeypis. Þar sem er reykur...og sjaldan lýgur almannarómur.

Vagn (IP-tala skráð) 7.1.2025 kl. 17:25

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég fagna því að hérna mæti menn á ritvöllinn og dragi úr sannleiksgildi manns sem mætti kalla "whistleblower" eða uppljóstrari en sat á sér of lengi eða er hreinlega að ljúgja. 

Því það er mikilvægt að komast að því hvernig kerfið bregst við svona ábendingum, eða hvað menn vilja kalla það, og skoði málin.

Gerir ekkert? Líklegt. Lygar allt saman!

Rannsaki? Kannski, en endar á að sópa undir teppið.

Búi til kerfi þar sem menn geta uppljóstrað án þess að verða hengdir upp eins og skreið og látnir þorna upp í næstu sólarglætu? Varla.

Geir Ágústsson, 7.1.2025 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband