Óskrifuð regla brotin

Allir sem eru ekki fæddir í gær vita að innan hins opinbera viðgengst gengdarlaus sóun sem jaðrar stundum við spillingu. Menn skrifa á sig aksturs- og dagpeninga, kaupa út á kennitölur, fá aðra til að stimpla sig út (hef sjálfur gert slíkt fyrir samstarfsmann á mínum stutta tíma hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir meira en 20 árum síðan), og svo auðvitað þetta óbeina tap sem felst í að starfsmenn mæta ekki eða vinna ekki þegar þeir mæta. Setja bara jakkann á stólbakið og fara svo að sinna eigin erindum. 

En það hefur verið óskrifuð regla að tala ekki upphátt um þetta. Svona er þetta bara! Nú fyrir utan að ég veit ekki til þess að menn geti komið ábendingum nafnlaust áfram og hvað þá þannig að menn viti að tekið er alvarlega á slíkum ábendingum. Er opinber starfsmaður virkilega að fara taka fyrir mál annars opinbers starfmanns af einhverri festu? Bræðralag opinberra starfsmanna er vafalaust vegið hærra en einhverjar milljónir hér og þar af fé annarra.

Ekki veit ég hvað varð til að bræðralagið var svikið. Kannski var einfaldlega gengið lengra en venjulega og þá fannst einhverjum nóg komið. En það mun koma mér mjög á óvart ef þessu verði fylgt eftir svo máli skiptir innan opinbers rekstur sem er ekki einu sinni fullvissa um hvað margir vinna við.

En gaman á meðan umræðan endist. 


mbl.is Sakar yfirmann hjá Vegagerðinni um fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég rak einmittt augun í þetta á listanum.  Inn á milli leiðbeininga um að leggja RÚV niður og fækka aðstoðarmönnum ráðherra.

Finnst þetta bara ekkert ótrúverðug saga hjá manninum.  Örugglega dregið úr frekar en hitt.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2025 kl. 18:30

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Þetta er örugglega alveg dagsönn saga enda hlýtur að vera vilji til að skoða þetta betur úr því maðurinn á annað borð fór í þessa vegferð inn á samráðsgátt. Og finnst líka að hann hafi líklega dregið úr en bætt í. 

Nú er að poppa í skál og sjá hvort eitthvað gerist. Ég held ekki. Þorgerður Katrín nú þegar byrjuð að gera lítið úr tillögum með því að tala um að "einhverjir gullmolar" geti fundist þarna. Sem sagt: Mest af þessu bara gamalkunnugt suð. Glætan að hún vilji missa ráðherrabílinn. 

Geir Ágústsson, 5.1.2025 kl. 21:03

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ráðherrabílarnir eru sennilega með því minnsta sem hægt er að spara.

Mér finnst áhugavert hve margir vilja losna við RúV.  Það og aðstoðarmenn ráðherra eru fólki greinilega hugleikin atriði.

Mér finnst jákvætt að sjá hvað fólk er að hugsa.  Hvað er svo falið, það er annað... hef mínar grunsemdir um hvað megnið af því er.

En, já.  Nú vofir þetta yfir stjórninni.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.1.2025 kl. 22:50

4 identicon

Spurning hvernig starfsmaðurinn komst í tímaskriftir yfirmannsins. En þetta er staðreynd því miður. Ríkisstjórnin mun sennilega ekki fara leiðir sem koma henni illa og samrýmast ekki skoðunum hennar. Þetta er allt flokkspólitík, því miður.

jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 6.1.2025 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband