Fimmtudagur, 2. janúar 2025
Sýndarmennska en skemmtileg samt
Ríkisstjórnin biður nú almenningi að senda inn tillögur um hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana inn á samráðsgátt.
Þetta er mögulega bara sýndarmennska. Til að hagræða í raun er ekki nóg að sameina stofnanir og færa fólk á milli. Nei, það þarf hreinlega að taka verkefni af hinu opinbera og annaðhvort einkavæða framkvæmd þeirra eða hætta með öllu að sinna þeim. Afnema eyðublöð og leyfi fyrir hinu og þessu, hætta með öllu að sinna einhverju sem er sinnt í dag.
Snúa aftur til fyrri tíma sem var einu sinni lýst svo vel í viðtali:
Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekkert gera fyrr en öll leyfi eru komin.
Skipta út tíu manns sem fara yfir umsóknir og gefa út leyfi og leysa af með einum eftirlitsmanni, og bíl. Þannig tókst Reykvíkingum að byggja upp Grafarvoginn á mettíma, og hann stendur enn.
Og telur einhver að hið opinbera muni í raun og veru segja upp hundruðum opinberra starfsmanna til að hagræða? Auðvitað ekki.
En auðvitað má ganga lengra. Hætta að gefa út aðalnámskrá fyrir skólastigin og leyfa skólastjórum og kennurum að velja námsefni fyrir börnin. Er þetta ekki sprenglært fagfólk í skólunum sem ríkið er búið að kenna allt sem kunna þarf og gefa út gráður í kjölfarið? Það ætti að vita betur en einhver möppudýr innan ráðuneytis.
Hið opinbera gæti líka dregið í auknum mæli úr beinum framlögum til skóla og spítala og eyrnamerkja í staðinn fé til hvers nemenda eða sjúklings og leyfa skólum, heilsugæslustöðvum og slíku að keppa, í samkeppnisumhverfi, um peningana. Eitt símtal til Svíþjóðar til að fá tilbúna framkvæmdaáætlun fyrir slíkt.
Hérna er íslensk reynsla af liðskiptiaðgerðum líka verðmæt. Slíkar aðgerðir kosta minna en þær framkvæmdar á ríkisspítölunum þótt skurðstofurnar séu svipaðar og bæklunarskurðlæknarnir jafnvel þeir sömu í báðum tilvikum.
Hið opinbera gæti svo hringt til Sviss og spurt hvernig einu ríkasta hagkerfi heims tekst að fjármagna sig á töluvert lægri sköttum en Norðurlöndin. Stjórnmál eru svo fyrirferðalítil í Sviss að ég skora á hvern sem er að finna frétt um þau. Mér tókst það ekki um daginn. Ekkert nema viðskiptafréttir og slíkt.
Með nægjanlegri hagræðingu gæti ríkisvaldið mögulega komist af án allra grænu skattanna sem eins og allir vita renna bara í gæluverkefni og vitleysu en ekki á neinn hátt í raunveruleg umhverfismál. Skattarnir eru grænir af því það er liturinn á fimmþúsundkallinum, ekki af því þeir þjóna náttúrunni.
Kannski er um sýndarmennsku að ræða en hún sýnir þá eitt mjög vel og það er að hið opinbera hefur ekki hugmynd um það hvar peningar fossa ofan í holræsakerfið. Hressandi hreinskilni það, sama hvað.
Biðja almenning um tillögur um hagræðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú auðvelt. 1. Selja RÚV.2. Aðskilja ríki og kirkju og segja upp samningi sem skuldbindur ríkið að greiða laun starfsmanna kirkjunnar. 3. Ríkið hætti að innheimta sóknargjöld trú- og lífsskoðunarfélaga. 4. Ríkið hætti að styrkja stjórnmálaflokka. 5. Listamannalaun verði aflögð.6. Fækka ráðuneytum.7 .Leggja niður sendiráð ríkja sem ekki uppfylla mannréttindaákvæði.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 2.1.2025 kl. 21:23
Jósef,
Þetta eru fínar hugmyndir en bara dropi í hafið. RÚV kostar hvað? 6 milljarða? Hvað er það miðað við milljarðana, og þjáningarnar, að láta spítala geyma aldrað fólk á göngum sínum frekar en að það fái nauðsynlega þjónustu, alúð og aðhlynningu á hjúkrunarheimilum? Hvað með 20 milljarðana sem fara í að fóðra erlenda graða unga karlmenn sem elta unglingsstelpur landsins heim til sín? Og svo er það hið ósýnilega tap í samfélaginu, svo sem jafnlaunavottunin sem kostar mikið og skilar engu, en krefst herskara opinberra starfsmanna fyrir utan að sjúga úr hirslum fyrirtækja.
Stóru upphæðirnar eru víða en blasa ekki alltaf við.
Að því sögðu: Styð hugmyndir þínar.
Geir Ágústsson, 2.1.2025 kl. 22:55
Ekki borga krónu í NATO. Láta Bandaríkin sjá um okkur eins og þeir gerðu áður fyrr. Þetta eru smáaurar fyrir Bandaríkin. Við segjum þeim að við eigum ekki efni né mannskap í nokkurt stríð. Við eigum ekki efni á einni rellu fyrir Landhelgisgæsluna!! Bandaríkin munu aldrei láta aðra þjóð hertaka okkur. Staðsetning okkar er alltof mikilvæg fyrir Bandaríkin.
Haraldur G Borgfjörð, 3.1.2025 kl. 08:32
Svíar hættu í síðasta mánuði öllum fjárframlögum til UNRWA - því eru íslendingar enn að borga í þessa hít
Sammála um Jafnlaunavottunina og svo er líka einhver sjálfbærniskýrsla sem öll fyrirtæki þurfa að standa skil á. Allt álíka gagnlegt og kynjaða hagstjórnin sem tröllreið allri fjárlagagerð hjá hinu opinbera fyrir nokkrum árum en er nú gleymd og grafinn
Grímur Kjartansson, 3.1.2025 kl. 09:21
Að sjálfsögðu varð eitthvað útundan í upptalningunni hjá mér en það er nú bara vegna þess að ég er orðinn svo gleyminn enda kominn á lögaldurinn. Bæti við borgarlínunni og síðan má minnast á að það er löngu kominn tími á að fulltrúar okkar ( þingmennirnir) sinni starfu sínu heiman frá sér í gegnum tölvuna. Það þarf ekki lengur að vera með þessa stórbyggingu niður á Austurvelli. Þá er hægt að selja þetta húsnæði eða breyta því aftur í fangelsi. Nú, eða eins og gert var við kaupfélagshúsið í Haganesi ( fljótum) og búa til fullkomið hljóðver svo reykvíkingar eigi nú eitt slíkt líka. Ekki bara við fljótamenn.
jósef Ásmundsson (IP-tala skráð) 3.1.2025 kl. 14:36
Kolefnistrú kostar beint um 20 milljarða, óbeint meira, sennilega fimmfalt.
Hælisleitendur kosta 20 milljarða, lágmark.
Almenn sóun i kerfinu er minnst helmingurinn af öllum kostnaði.
En það eina sem við fáum úr þessu, held ég, er að þeir sem fara yfir þetta sjá hvað fólkið vill, og það mun líklega orsaka andlegt áfall hjá þeim öllum. Það sem fólk vill, að sjá á þeim lista sem er þegar kominn, á nefnilega ekkert heima á sömu plánetu og það sem stjórnin er alltaf að tala um.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.1.2025 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning