Er þá ekki hægt að lækka skatta?

Árið 2024 var það kaldasta á þessari öld á Íslandi að sögn veðurfræðinga og rímar eflaust ágætlega við upplifun fólks þegar það keyrir í gegnum snjóskafla og horfir á borgarísjaka út um stofugluggann hjá sér. 

Okkur er að auki sagt að þetta sé þveröfugt við stöðuna á jörðinni allri þar sem leiddar hafa verið að því líkur að 2024 verði hlýjasta ár sögunnar.

Hlýjasta ár sögunnar, hvorki meira né minna! Hlýrra en þegar afkomendur norrænna manna héldu úti sauðfjárbúskap á Grænlandi. Hlýrra en þegar Rómverjar ræktuðu vínber í Englandi. Hlýjasta ár sögunnar!

En óháð því hvort hitastigið breytist upp eða niður þá færð þú að borga brúsann. Það ef nefnilega eitthvað sem þú - já þú! - getur gert til að hreinlega breyta veðrinu. Já, breyta veðrinu!

Þú getur látið taka af þér bílinn, kjötið, ferðalögin, umbúðirnar, plaströrin og innflutning frá Kína og stuðlar þannig að því að veðrið breytist. Já, að hugsa sér! Veðrið breytist! Er það ekki alveg magnað?

Þú getur látið meira og meira af launatekjum þínum renna í hina og þessa sjóði, í að byggja vindmyllur og moka ofan í skurði, og veðrið breytist. Já, þú last rétt! Veðrið breytist!

Það mun hlýna minna, eða kólna hraðar, eða öfugt, eða hvað það nú er sem þarf að breytast eða breytast hægar eða breytast ekki.

Er þetta ekki alveg ótrúlegt?

Ekki spá í því að Kínverjar byggja eins og eitt og jafnvel tvö kolaorkuver á viku, í hverri viku, og Indverjar eitthvað svipað. Það hefur engin áhrif á veðrið. En að þú hafir bíl til umráða er vandamálið og þú getur leyst það með því að láta taka af þér bílinn, eða eldsneytið. Þannig breytir þú veðrinu og plánetan þakkar fyrir sig.

Og auðvitað stjórnmálamennirnir. 

Takk fyrir að stuðla að breyttu veðri. Eða heldur þú að það finnist verðugri markmið?


mbl.is Árið 2024 kaldasta ár aldarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill og sýnir hversu langt er hægt að

ganga í heimskunni um manngert veðurfar.

Því miður eru of margir á þingi sem misst hafa vitið

og trúa þessari þvælu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 2.1.2025 kl. 12:38

2 Smámynd: Haraldur G Borgfjörð

Eigum við ekki að fá endurgreiðslu!!

Haraldur G Borgfjörð, 2.1.2025 kl. 13:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Held að það væri ráð að biðja um endurgreiðslu. Búið að lofa hlýindum svo áratugum skiptir og ef eitthvað hefur verið að kólna síðan um aldamótin. Hérna í Danmörku er enginn merkjanlegur munur frá ári til árs, í dag er t.d. snjóþekja yfir öllu sem var ekki seinasta vetur (nema 1-2 daga í einu). Hvar er öll hlýnunin!

Geir Ágústsson, 2.1.2025 kl. 16:39

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ef ég skil kolefnistrúarmenn rétt, þá er hiti það sama og kuldi, og líf það sama og dauði.

Það eina slæma eru breytingar, og til þess að hindra breytingar þarf ríkið alla peningana.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.1.2025 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband