Þriðjudagur, 31. desember 2024
Ónei, ekki meira af þessum þungu áhyggjum
Georgía er lítið land, klemmt á milli Rússlands í norðri og Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklands í suðri. Þetta er sögufrægt land og þar er að finna margar menningarsögulegar gersemar. Vegna legu sinnar sem eins konar hlið á milli norðurs og suðurs við austanvert Svartahafið er sennilega ómögulegt að vita hvað erlendar hersveitir hafa farið oft um landið, og vitanlega eru stjórnmál í ríkinu lituð af valdabrölti nágrannanna á svæðinu.
En þegar utanríkisráðherra Íslands er farinn að lýsa yfir þungum áhyggjum af niðurstöðum kosninga í Georgíu þá er erfitt að komast hjá því að brosa. Það er nákvæmlega ekkert við niðurstöður slíkra kosninga sem hefur nokkur áhrif á hagsmuni Íslendinga, ekki frekar en þegar yfirvöld í Aserbaídsjan ákváðu að senda hersveitir sínar inn í hérað byggt Armenum og stökkva þar yfir hundrað þúsund íbúum á flótta, að því er virðist án sömu þungu áhyggna íslenskra yfirvalda. Annað sem virðist ekki valda íslenskum yfirvöldum áhyggjum er afnám lýðræðis í Úkraínu, en forsetinn þar telur víst ekki heppilegt að endurnýja umboð sitt frá kjósendum á meðan milljarðarnir streyma inn í hirslur hans.
Það er eitt að alþjóðlegar stofnanir myndi sér skoðun á kosningafyrirkomulagi og leggi til leiðir til úrbóta. En að utanríkisráðherra Íslands sé með þungar - já þungar! - áhyggjur af einhverju einu en ekki öðru eftir því hvað fellur að utanríkisstefnu Bandaríkjanna er svolítið innantómt og óeinlægt.
Íslendingar ættu að líta sér nær með sínar þungu áhyggjur. Kannski áherslum íslenskrar utanríkisþjónustu sé betur varið í að efla tengslin við ríkin við Norður-Atlantshaf, svo sem Færeyjar, Grænland og Noreg. Setja svolítið púður í að læra af þessum nágrönnum okkar. Læra að standa í lappirnar gegn Evrópusambandinu eins og Færeyingar, og kannski að læra af þeim hvernig er hægt að bæta samgönguinnviði án þess að setja allar framkvæmdir á áratugalanga biðlista. Læra af Grænlendingum hvernig er hægt að breyta sorpi í orku. Læra af Norðmönnum hvernig má breyta auðlindum undir hafsbotni í peninga.
Áhyggjur og áherslur utanríkisráðherra ættu kannski frekar heima við það sem er í raun utan við Ísland en ekki í litlu og fjarlægu ríki sem er og mun alltaf verða klemmt á milli ríkja í valdabaráttu.
Jafnvel þótt bandarísk yfirvöld hafi aðrar áhyggjur og hafi skilgreint önnur forgangsatriði en nákvæmlega þau sem íslensk þjóð ætti í raun að hafa.
Bara hugmynd.
Lýsa þungum áhyggjum af ástandinu í Georgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef Georgíu aldrei í huga.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.12.2024 kl. 16:11
Merkilegt að einhver hafi áhyggjur að skorti á lýðræði í Úkraínu en vera um leið málpípa Putins sem er ekkert annað enn einn einræðisherrann í Rússíá.
Rétt er að taka fram að það er hlutverk frjáls fólks að styðja þá sem sæta kúgun og ofbeldi.
Bjarni (IP-tala skráð) 31.12.2024 kl. 16:26
Bjarni,
Rússland, Úkraína, istan-ríkin og fleiri eru ekki lýðræðisríki, a.m.k ekki í vestrænum skilningi. En okkur er sagt að í Úkraínu eigi lýðræði í vök að verjast. Af hverju?
Geir Ágústsson, 31.12.2024 kl. 20:13
Gæti verið það sé vegna þess að Úkraína er lýðræðisríki sem sætir yfirgangi alræðisríkis?
Hafa flóttamenn frá Úkraínu flúið vegna stjórnarfarsins í landinu eða vegna ofbeldis nýfasistanna í rússía sem þú og aðrir bera blak af?
Það ætti að verða þeim auðvelt að upplýsa um meint harðræði núverandi valdhafa komnir í frelsið í vestri.
Og til frekari upplýsingar, FDR fór inn í sitt þriðja kjörtímabil án kosninga, það var ekki talinn vænn kostur að fara í kosningar í miðri styrjöld þá og er það ekki heldur í dag.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.1.2025 kl. 10:36
Bjarni,
Þú veist að það var framið valdarán í Úkraíni að hluta að tilstuðlan Bandaríkjanna árið 2014 og a.m.k. tvisvar búið að reyna koma á friðarsamningum í ríkinu síðan þá?
Og að það var gerð íslensk heimildarmynd um Úkraínu ekki löngu fyrir innrás Rússa þar sem heimildagerðarmaður fór alveg að mörkum innan Úkraínu þar sem yfirvöld skiptust á skotum við eigin íbúa?
Ég ætla ekki að flagga neinum fána í þessum heimshluta. Ekki Rússlands, Úkraínu, Aserbaídsjan osfrv.
Geir Ágústsson, 1.1.2025 kl. 11:36
Valdarán? Þú segir fréttir. Var það valdarán að þúsundir almennra borgara flyktust út á götur Kiev til að mótmæla stjórnvöldum? Var það valdarán þegar hundruði þeirra voru myrtir af putin-elskandi stjórnvöldum? Var það valdarán þegar almenningur kaus að fylgja frjálsri Evrópu en ekki fasískum stjórnvöldum rússíá? Og þú trúir því í alvöru að CIA hafi staðið fyrir því að hundruðir þúsunda hafi ákveðið að mótmæla stjórnvöldum og hundruðir þeirra fórnað lífinu. Vegna CIA? Í alvöru, helduru að lesendur þínir eða almenningur almennt sé að kaupa þessa þvælu?
Bjarni (IP-tala skráð) 1.1.2025 kl. 12:27
Almenningur trúir því sem hann er mataður á. Lýðræðið í Evrópu er þannig að banna fréttaflutning sem fer gegn þeirra skoðunum. Og skoðanir þeirra eru skoðanir hermangaranna fyrir vestan. Amenningur lætur gott heita.
Ragnhildur Kolka, 1.1.2025 kl. 14:25
Bjarni,
Þú ert farinn að hljóma eins og Wikipedia-færslan um Úkraínu. Kenndu veirutímar þér ekkert? Er ekki að reyna vera kaldhæðinn eða gera lítið úr þínum skoðunum. Hef raunar áhyggjur frekar en eitthvað annað.
Geir Ágústsson, 1.1.2025 kl. 18:26
Einn punktur, hve margir íbúar Úkraínu hafa flúið landið vegna stjórnarhátta í landin og hversu margir rússneskir olígarkar hafa dottið útum glugga.
Hafðu engar áhyggjur af mér, hafðu áhyggjur af þér.
Bjarni (IP-tala skráð) 1.1.2025 kl. 19:23
Hve margir íbúar Úkraínu flúðu land milli 2014-2022? Hárgreiðslukonan mín, hundapassarinn og sjúkraliðinn á Landspítalanum voru allir flúnir frá austur héruðum Úkraínu fyrir 2022.
Ragnhildur Kolka, 2.1.2025 kl. 10:24
Ragnhildur,
Ekki skemma góða barnabók þar sem er einn góður kall og einn vondur kall og ekkert grátt svæði.
Geir Ágústsson, 2.1.2025 kl. 10:41
Alveg rétt Geir. Nú er ég hætt. Lofa að spyrja ekki þjónana á veitingastöðum hvaðan þeir eru og hvenær þeir komu. Þannig viðheldur maður bernskunni.
Ragnhildur Kolka, 2.1.2025 kl. 13:22
Væntanlega hefur þetta fólk flúið vegna Úkanískra stjórnvalda en ekki loftárása rússa.
Hversu vitlaus er hægt að vera. Kannski nógu vitlaus til detta útum glugga.
Legg til að þið bæði forðist opnanlega glugga.
Já og sendið putin frænda jólakort, ekki of sein jólin í rússía eru 6. Janúar. Ekki gleyma að strjúka af myndinni af stalin frænda.
Bjarni (IP-tala skráð) 2.1.2025 kl. 14:45
Svo má auðvitað ekki gleyma því að fólk sem flytur úr eigin heimalandi eru ávalt flóttamenn að flýja einræði heima fyrir. Veit um einn slíkan íslending sem flúði til Danmerku, fyrsti stafurinn í nafninu hans er Geir.
Bjarni (IP-tala skráð) 2.1.2025 kl. 17:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning