Mánudagur, 30. desember 2024
Seinfeld-prófið
Eins og komið hefur fram í óteljandi skipti á þessum vettvangi þá ólst ég upp við að horfa á Seinfeld-þættina (1989-1998) og hef raunar horft á þá allar götur síðan (og fagnaði ákaft þegar þeir urðu aðgengilegir á Netflix). Mér fannst og finnst þetta vera besta skemmtiefni sem sjónvarp hefur nokkurn tímann framleitt. Þar er ekki vottur af pólitík en allt troðfullt af viðfangsefnum sem margir líta á sem pólitísk. Þar er ekki boðuð nein sérstök hugmyndafræði heldur er gert grín að flestu mannlegu.
En það er vandamál. Mörgum finnst þættirnar ekki hafa elst vel. Þar sé ekki nógu mikil fjölbreytni. Þar séu óviðeigandi brandarar.
Og gott og vel. Tímarnir breytast og það sem þótti einu sinni í lagi þykir það kannski ekki í dag. Fólk hafi tilfinningar og þær verða sífellt næmari og er þá ekki sjálfsagt að að aðlaga sig að því?
Það má vel vera en um leið getur verið að slíkt hugarfar sé leiðin til glötunar. Lof mér að leggja fyrir ykkur kæru lesendur það sem ég vil kalla Seinfeld-prófið. Það felst í því að horfa á lítið atriði úr Seinfeld (hér að neðan) þar sem ég bið þig um að fylgjast með viðbrögðum þínum.
Ég er þá ekki að meina hvort þér finnst atriðið fyndið eða ófyndið heldur hvort þú fyllist hneykslun og blöskri við atriðinu. Teljir að það eigi alls ekki heima í nútímasamfélagi. Eigi jafnvel að banna!
Gjörið svo vel:
Þú þarft ekki að skrásetja viðbrögð þín sérstaklega í athugasemd. Ég bið þig bara um að skrásetja þau í þínu eigin höfði. Ef þetta var of mikið fyrir þig þá veistu að þú tilheyrir hópi viðkvæmra blóma sem geta sem betur fer fundið sér aðra afþreyingu en Seinfeld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Athugasemdir
Seinfeld er klassík. Engin innræting,ekkert bullshit.
Þau sem vildu kristinfærslu úr skólum eru þau sömu og tróðu kynjungabók í kennsluskrána og vilja nú trans kjaftæðið þangað líka. Markmiðið er ekki menntun heldur innræting.
Bjarni (IP-tala skráð) 30.12.2024 kl. 14:24
Klassík.
Ragnhildur Kolka, 30.12.2024 kl. 17:01
Gamalt sjónvarpsefni hefur sinn sjarma. Mér finnst að alls ekki eigi að banna Seinfeld. Á sínum tíma nennti ég ekki að horfa á þetta og heldur ekki á Friends, En ég horfði á þetta brot frá byrjun til enda og ég var eitt sælubros undir lokin, fannst þetta virkilega fyndið og eiga enn vel við í dag. Þetta er passlega fyndið, svona vandræðalega fyndið einhvernveginn.
Hversu margir vilja þá banna upphaflegu X-files þættina? Höfundur þeirra þátta hefur verið sakaður um rasisma, kvenhatur og staðaltýpuímyndir, ýta undir þær. Ég er smeykur um að ef X-files verða endurræstir verði þeir hreint wók og ekki nógu mikið gömlum aðdáendum að skapi. Það sama er búið að gerast með annað sjónvarpsefni sem er búið að endurvinna í wók-anda, því miður. Maður nennir bara ekki að horfa á slíkt.
Þetta er fínt. Sígilt grín. Ekkert til að móðgast yfir fyrir mig.
Ingólfur Sigurðsson, 30.12.2024 kl. 17:01
Ingólfur,
Það er kenning hjá mér að 9. áratugur 20. aldar hafi verið sá umburðalyndasti nokkurn tímann og að í kjölfarið hafi tekið við skautun og klofningur. Kannski það nái að jafna sig núna.
Geir Ágústsson, 30.12.2024 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning