Fimmtudagur, 26. desember 2024
vísindi og Vísindin - tvennt ólíkt
Enn og aftur sést orðið grímuskylda skjóta upp kollinum í samhengi við sóttvarnir. Sem sagt, ekki sem aðferð til að stöðva stóra munndropa heldur sem aðferð til að stöðva veirur sem hanga í loftinu.
Þvert á vísindin, en að fullu samræmi við Vísindin.
Þetta segja vísindin:
Samanborið við að vera ekki með grímu getur það að vera með grímu haft lítil eða engin áhrif á hversu margir fengu flensulíka sjúkdóma (9 rannsóknir; 3507 manns); og líklega hefur það engin áhrif á hversu margir hafa fengið staðfesta flensu með prófunum á rannsóknarstofu (6 rannsóknir; 3005 manns). Óæskileg áhrif voru sjaldan tilkynnt, en þar á meðal voru óþægindi.
**********
Compared with wearing no mask, wearing a mask may make little to no difference in how many people caught a flu-like illness (9 studies; 3507 people); and probably makes no difference in how many people have flu confirmed by a laboratory test (6 studies; 3005 people). Unwanted effects were rarely reported, but included discomfort.
Hvað segja Vísindin? Þessi sem græða stórfé á að selja okkur gagnslaus og jafnvel lífshættuleg lyf og þrífast á því að við óttumst sem mest? Þau segja eitthvað annað.
Grímuskylda á spítala er kannski ekki stórt atriði í sjálfu sér en er um leið einkenni á stóru vandamáli - því að heilbrigðisyfirvöld halda áfram að gefa út gagnslaus ráð sem eiga kannski fyrst og fremst að senda skilaboð frekar en gera eitthvað uppbyggilegt eða fyrirbyggjandi.
Og þá er freistandi að spyrja sig: Hvaða fleiri blekkingar lifa ennþá góðu lífi innan heilbrigðiskerfisins? Frá ráðleggingum um mataræði til fyrirbyggjandi aðgerða gegn lífsstílssjúkdómum? Þegar traustið er farið, hvað er þá eftir?
Held því til haga að ég hef tröllatrú á læknum þegar þeir þurfa að skera upp, laga eitthvað brotið og fjarlægja eitthvað rotið, rétt eins og ég treysti vélvirkjum á bílaverkstæði alveg ljómandi vel. En í lýðheilsu, fyrirbyggjandi aðgerðum og sóttvörnum er traustið farið.
Taka upp grímuskyldu á Landspítalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er neðst í tilkynningunni:
Að auki vill farsóttanefnd hvetja starfsmenn eindregið til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu en enn eru talsverð sóknarfæri í þeirri mikilvægu ráðstöfun.
Thordis Sigurthorsdottir (IP-tala skráð) 26.12.2024 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.