Að festast í gíslingu ofstækisfólks

Einn besti pistlahöfundur Íslands, ef ekki sá allra besti, Björn Jón Bragason, birti í gær á DV enn eina negluna sem að þessu sinni fjallar um að festast í gíslingu ofstækisfólks. Pistillinn hefst á sögu um háseta og tengir yfir í þá stjórn sem hefur ríkt á Íslandi seinustu sjö árin og um ábyrgð þeirra sem leiddu Vinstri-græna til forystu með tilheyrandi hörmungum fyrir land og þjóð. Kjósendur hafi nú sópað þeim flokki út.

Vonandi skjátlast mér en mögulega er sagan að endurtaka sig. Ég hef á þessum vettvangi oft talað á jákvæðum nótum um Flokk fólksins og sérstaklega hið gamla slagorð flokksins - fólkið fyrst og svo allt hitt. En kannski þarf ég núna að kyngja öllu slíku hrósi og byrja að óttast. Óttast að í þeim flokki sé fólk sem er svo blint á grundvallaratriði hagfræði og mannlegra hvata að það muni teyma heila ríkisstjórn ofan í hyldýpi. Hver bæri þá ábyrgðina á tilheyrandi hörmungum? Jú, auðvitað hinir stjórnarflokkarnir. 

Vonandi skjátlast mér og að það verði loforð formanns Viðreisnar um engar skattahækkanir á laun og annað slíkt sem sigri loforð formanns Flokks fólksins um svimandi aukningu á ríkisútgjöldum. Ekki verður staðið við bæði, svo mikið er víst. 

Nema ríkisstjórn á Íslandi hafi enn og aftur fest sig í gíslingu ofstækisfólks. Það væri mjög leitt. Vonandi rætist sú spá ekki.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband