Fyrst að skemma, svo að plástra

Í Evrópusambandinu hefur um áraraðir verið gerð aðför að hagkerfinu og samkeppnishæfninni. Er það gert með ýmsum leiðum, svo sem:

  • Að tefja fyrir framkvæmdum í orkuöflun, svo sem með því að bora ekki eftir olíu og gasi (og Norðmenn græða)
  • Að byggja upp viðkvæmar aðfangakeðjur sem treysta á að allir séu alltaf vinir (og Norðmenn græða)
  • Að setja í sífellu fyrirvara við fríverslunarsamninga svo þeir ýmist dagi uppi eða leiði hreinlega ekki til neinnar fríverslunar
  • Að bæta í sífellu við skattheimtuna og fjármagna með henni aðgerðir til að breyta veðrinu eða vopnaskak
  • Að galopna landamærin og breyta heilu borgarhlutunum í framandi miðstöðvar þar sem vestræn gildi eru talin vera guðlast
  • Að flæma framleiðslu út úr álfunni með sköttum og reglum sem um leið koma í veg fyrir að fjárfestar sýni álfunni nokkurn áhuga

Bætum svo við þessari eilífu skömm sem við eigum að hafa vegna fjarlægrar fortíðar okkar sem nýlenduherra og þrælahaldara. Vestræn og kristin samfélög mega skammast sín á meðan þeir sem í dag stunda þrælahald (meðal annars á eigin konum) og fleygja samkynhneigðum fram af húsþökum eru velkomnir í hlýjan faðminn og veglegar bótagreiðslur.

Það er eins og það komi yfirvöldum á óvart að þegar göt eru boruð í skipsskrokkinn að þá fari hann að taka á sig vatn og fer svo að sökkva. 

Og þá eru góð ráð dýr. Allt í einu þarf að veita ríkisstyrki til fyrirtækja sem voru gullgæsir fyrir ekki löngu síðan. Sértækar aðgerðir, svo sem ýmsar ívilnanir, eru sömuleiðis boðaðar. 

Stjórnmálamenn elska auðvitað svona ringulreið því það setur þá í hringamiðjuna - fær þá til að líða eins og merkilegt fólk sem er að bjarga málunum. Auðvitað er það ekki svo. Þeir gætu gert gagn með því að hætta að bora göt á skipsskrokkinn en það gera þeir ekki - þeir eru einfaldlega að skemma og plástra á sama tíma.

Það er gegn svona sjálfseyðileggingu sem kjósendur víða um heim eru núna að bregðast við, frá Milei í Argentínu og Trump í Bandaríkjunum til PVV í Hollandi og AfD í Þýskalandi. Hvort það leiði til raunverulegra úrbóta á eftir að koma í ljós. En eitthvað er almenningur að reyna að gera við þessa handónýtu stjórnmálastétt sem hefur valsað um seinustu áratugi í sínum alheilaga pólitíska rétttrúnaði. 


mbl.is ESB mun hjálpa evrópsku bílarisunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Nýjasta er að nú á að styðja við bílaiðnaðinn þegar búið er að gefa út að hætta með eldsneytisbíla 2035. Misstu þeir af því að enginn vill rafmagnsbílana?

Rúnar Már Bragason, 23.12.2024 kl. 12:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það á líka að skella svimandi sektum á bílaframleiðendur ef þeir ná ekki að koma rafmagnsbílum í 30% af hlutfalli seldra bíla. Sem þýðir að fyrirtækin þurfa sennilega að framleiða þessa bíla með stórkostlegu tapi. 

Það er ekki heil brú í þessu. 

Geir Ágústsson, 23.12.2024 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband