Öllu lofað, til hægri og vinstri

Ég hlustaði á fyrstu mínútur blaðamannafundar um daginn þar sem ný ríkisstjórn var kynnt til leiks og stjórnarsáttmálinn um leið og ég verð að viðurkenna að ég botna ekki upp né niður í því sem núna tekur við.

Vil nú samt skjóta því að að dómsmálaráðherrann verður frábær - gömul skólasystir mín úr MR sem er allt í senn fyndin, klár og vinnusöm og hefur lengi talað fyrir öflugri löggæslu (sem þýðir væntanlega að innfluttum glæpamönnum verði varpað af landi brott).

Hvað um það. 

Mér lýst vel á að það eigi að taka á hallarekstrinum (meðal annars sem aðgerð gegn verðbólgu) en síður að það eigi fyrst og fremst að gera með því að hækka skatta. Um leið virðist skína í gegn að það á að bæta kaupmátt ýmissa hópa með meiri bótum frekar en lægri sköttum og auknum kaupmætti. Ekki er kastað skugga á loftslagsþvæluna, því miður, en gott að það eigi að taka á stöðnuninni í orkuframleiðslu og -dreifingu - ferli sem núverandi stjórn er vissulega byrjuð að hnika aðeins áfram. 

Bland í poka, satt að segja. 

Vonandi verður ein stór breyting frá því sem áður hefur verið í því að ráðherrar fái ekki að þeytast um bæinn og lofa milljónum og milljörðum hingað og þangað, meira að segja ekki formaður Flokks fólksins. Það virtist hafa verið hið þögula samkomulag í fráfarandi stjórn til að halda friðinn. Forsætisráðherra þarf að haga málum öðruvísi. 

Stjórn sem talar eins og bæði hægristjórn og vinstristjórn, aftur. Töluðu kjósendur ekki skýrar en það?


mbl.is Ekki auðvelt að fylla í spor Þórdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það eru til tvær tegundir af fólki, skynsemisverur og tilfinningaverur. Vinstra fólk eru án undantekninga tilfinningaverur. Geta ekki rökstutt skoðanir sínar og reiðist og móðgast ef einhver er ósammála þeim. Lýtur á andstæðar skoðanir sem persónulega árás. Víðáttuvitlausa vinstrinu þykir því sjálfsagt að banna skoðanir sem særa tilfinningar þeirra. Afleiðingin er ritskoðun undir pilsfaldi ríkisins. Þar finna snjókornin skjól.

P.s. Seinfeld er fyrir skynsamt fólk með fágaðan húmor. Friends er fyrir pu××ies.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.12.2024 kl. 16:40

2 identicon

Framangreind átti við um pistil þinn á undan. Biðst afsökunar, eyddu henni og þessari líka,

Sólstöðukveðja.

Bjarni (IP-tala skráð) 22.12.2024 kl. 17:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bætur almannatrygginga og skattlagning þeirra eru tvær hliðar á sama peningi. Hækkun bóta hefur sömu áhrif á ríkissjóð og lækkun skatta á þær. Útkoman úr reikningsdæminu er að öllu jöfnu sú sama í báðum tilvikum. Þegar hægri menn tala um lækkun skatta til að bæta lífskjör þeirra verst settu eru þeir í raun að meina það sama og aðrir sem kalla það hækkun bóta. Fyrir þau sem þurfa að reiða sig á bætur til framfærslu eru það ráðstöfunartekjur eftir skatta sem skipta máli fyrir lífskjör en ekki upphæð skattstofnsins.

Svipað má segja um barnabætur og vaxtabætur. Þrátt fyrir að þær séu kallaðar "bætur" eru þær í raun ekkert annað en skattaafsláttur fyrir fólk sem ríkið hefur ákveðið að ívilna fjárhagslega. Þegar álagning skatta er gerð upp árlega eru þessar "bætur" í raun bara frádráttur frá álögðum skatti. Útkoman úr reikningsdæminu er sú sama óháð því hvað ívilnunin kallast.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2024 kl. 17:29

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Gummi: þetta er sálrænt.  Það að segjast ætla að lækka skatta hefur ekki sömu tilfinningalegu áhrifin og að segjast ætla að hækka betur.

Bætur hljóma svo sweet.

Fólk áttar sig ekkert á að skattahækkun grefur undan kaupmættinum.  Fólk er svo stupid.

Annars efast ég um að það verði tekið á neinum hallarekstri.  Sýndist á manifestóinu þeirra að planið væri það sama og venjulega: að eyða framleiðandi atvinnuvegum.

Lýst ekkert á þetta lið.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.12.2024 kl. 19:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ásgrímur. Það var einmitt punkturinn hjá mér að munurinn er bara sálrænn. Ég er slíkur raunhyggjumaður að fyrir mér er þetta bara reikningsdæmi og það breytir engu fyrir sálina mína hvað orð eru notuð yfir útkomuna.

Ég hef einhverntíma um ævina fengið "bætur", læt það liggja milli hluta hverskyns bætur það voru. Þegar uppgjörið frá skattinum kom eftir árið leit það þannig út að ég hafði greitt X krónur í skatta og fengið Y krónur í bætur. Það þýddi í raun að ég hafði greitt samtals X-Y krónur í skatta því upphæð bótanna var í raun bara ígildi skattaafsláttar.

Ef ég hefði ekki verið launþegi heldur til dæmis á örorkubótum hefði dæmið litið þannig út að ég hefði fengið Y krónur í bætur og af þeim dregnar X krónur í skatta. Það hefði í raun þýtt það sama og ég hefði fengið Y-X krónur í bætur því upphæðin X var aldrei greidd úr ríkissjóði.

Persónulega hefði ég ekkert á móti því ef þetta yrði einfaldað til muna fyrir almenning með því að sleppa öllum þessum reiknikúnstum sem gera launaseðlana óþarflega flókna. Fólk myndi þá bara fá launin sín útborguð punktur og basta en launaskattar yrðu í staðinn lagðir á þá sem greiða launin. Ef ríkið vill svo ívilna mér eða einhverjum öðrum með bótum mætti það bara millifæra samsvarandi hluta innheimtra skatta inn á bankareikninga viðkomandi. Með réttri útfærslu gæti útkoman orðið nákvæmlega sú sama í krónum talið en á móti yrði flækjustigið miklu minna fyrir venjulegt fólk. Launaseðlar í núverandi mynd yrðu óþarfir og skattframtalið barnaleikur, sem myndi eflaust spara mörgum stórfé og slík einföldun gæti því orðið þjóðhagslega hagkvæm. Sennilega yrði líka hægt að fækka starfsfólki hjá skattinum talsvert og þess vegna má telja ólíklegt að svona tillaga muni koma úr þeirra herbúðum.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2024 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband