Laugardagur, 21. desember 2024
Níundi áratugurinn leysti vandamál, þeir fyrstu á 21. öldinni bjuggu þau til
Flestir sem þetta lesa þekkja eflaust Seinfeld-þættina sem voru mjög vinsælir þættir á 9. og 10. áratug 20. aldar og í óformlegri samkeppni við Frienda-þættina á tímabili. Sumir áhorfendur voru jafnvel ákaflega með og á móti, á meðan flestir horfðu á hvoru tveggja, eða aðeins meira á annað en hitt, eins og ég (með Seinfeld í miklu meira uppáhaldi en Friends).
Hvað um það.
Seinfeld-þættirnir voru kannski á yfirborðinu léttir grínþættir en voru það í raun ekki. Þeir tóku á ýmsum álitamálum á fyndinn hátt og fóru í létta krufningu á þeim. Markmiðið var að fá fólk til að hlægja, en til að gera það var oft gott að spegla efni þáttanna í því sem kraumaði í höfði fólks. Hvað má og hvað ekki og þess háttar.
Sem dæmi má nefna þætti þar sem ein aðalpersónan er alveg gjörsamlega brjáluð yfir því að fólk gangi um í pelsum, en í seinni þætti viðurkennir persónan að slíkt viðhorf taki of mikinn tíma og nennir ekki að spá í því lengur.
Í öðru samhengi er talað um viðhorf fólks til fóstureyðinga. Er hægt að stunda viðskipti við fyrirtæki þar sem eigendur eru á einni skoðun frekar en annarri? Er hægt að stofna til sambands við manneskju sem er á annarri skoðun en maður sjálfur?
Ekki óumdeild mál en niðurstaðan yfirleitt sú sama: Við skulum ferðast um í þessum heimi með okkar skoðanir og ef við veljum að útiloka fólk og fyrirtæki á grundvelli þeirra skoðana þá er það á okkar eigin kostnað. Þeir sem vilja skera á góða vini, möguleg sambönd og góðan varning geta gert það. Gott og vel, og þeirra einkamál.
Eins og það á að vera.
Seinfeld-þættirnir eru ekki mjög áberandi í dag þótt þá megi sjá á Netflix. En ég hef sagt við marga að þeir myndi að hluta mína lífsheimspeki. Á meðal atriða í þeirri heimspeki er að við getum öll haft okkar skoðanir á hinu og þessu en að það þýði ekki að við getum ekki setið saman, spjallað saman og unnið saman.
Viltu að eitthvað svæði sé teppalagt með sprengjum, sem ég er ekki sammála, en um leið að krakkar okkar leiki saman? Ég get unnið með því.
Viltu að velferðarkerfið eigi í auknum mæli að styðja við erlenda karlmenn sem hafa ekki greitt krónu til þess, sem ég er ósammála, en um leið að það væri gaman að drekka kaffibolla saman við tækifæri? Ég get fallist á það.
Mér finnst eins og að uppvaxtarár mín hafi verið full af boðskap umburðarlyndis, fjölbreytileika og opinskárrar umræðu um það hvernig ólíkt fólk getur unnið og starfað saman þrátt fyrir ólíkar persónulegar skoðanir á hinu og þessu. Málfrelsi og kímnigáfa og allt þetta.
Og um leið finnst mér að upphaf 21. aldarinnar hafi verið stanslaus vegferð í átt að sundrungu, hatri og skautun.
Nokkuð sem er kannski að fara róa sig með kjöri Trumps og útrýmingu á íslenskum öfga-vinstriflokkum, meðal annarra viðburða.
Það væri gott mál.
Á þessum stað verður haldið áfram að halda á lofti bæði skoðunum og kaldhæðni, með sterka Seinfeld-taug í gegnum allt saman.
Njóttu, tjáðu þig í athugasemdum, eða farðu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:06 | Facebook
Athugasemdir
Friends hófu göngu sína 1994, á tíunda áratugnum. Og segja mætti að mikill uppgangur hægri afla á þessari öld hafi verið stanslaus vegferð í átt að sundrungu, hatri og skautun. Breivik var, til dæmis, ekki vinstri maður.
Vagn (IP-tala skráð) 21.12.2024 kl. 20:17
Ekki veit ég hvar Breivik stóð, en það er staðreynd að hann slátraði heilli kynslóð af fasistum.
Gerir það hann að hægri-manni?
Ásgrímur Hartmannsson, 21.12.2024 kl. 20:50
Vagn,
Rétt hjá þér að samkeppni Seinfeld og Friends fór fram á 10. áratug, ég hef lagfært textann aðeins.
Hvernig þú nærð að tengja saman Breivik og Seinfeld, eða Seinfeld við "hægri öfl", er kannski efni í aðra umræðu.
Geir Ágústsson, 21.12.2024 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning