Þegar sjálfsagðir innviðir fá grænt ljós

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, hefur undirritað samning við orkufyrirtækið Rarik um að fyrirtækið taki að sér að leggja háspennulögn úr Kelduhverfi að Dettifossi og Grímsstöðum á fjöllum.

Þetta er að sögn til að minnka losun á gróðurhúsalofttegundum en er í raun bara sjálfsögð innviðaframkvæmd: Að tengja landshluta við raforkukerfið.

Ætli það létti aðeins leyfisveitingar að segja að eitthvað sé gert til að laga veðrið frekar en hleypa fólki að innviðum? Maður fer að halda það. Og þá opnast jú aldeilis fyrir möguleikana!

Mögulega festast sjálfsagðar framkvæmdir ekki í kerfinu svo árum skiptir ef þær eru rökstuddar með tilvísun í veðrið frekar en mannlegar þarfir.

Svo sem að reisa stíflur og byggja vatnsfallsvirkjanir og leggja nýjar háspennulínur til að hvíla díselrafstöðvarnar við fiskvinnslurnar.

Rask á umhverfi á meðan á framkvæmdum stendur? Sjónmengun? Gleymdu því. Menn eru hérna að minnka útblástur á koltvísýringi! 

Hverfur þá ekki öll andspyrnan í skuggahernum hjá ýmsum opinberum stofnunum sem reynir í dag að stöðva allar framkvæmdir í orkuframleiðslu?

Mögulega.

Þetta er snilldarbragð hjá veðurmálaráðherra og til fyrirmyndar. Kerfið látið snúa upp á sjálft sig, og fólk fær orku.

Meira svona takk.


mbl.is Leggja háspennulögn að Dettifossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Umhverfisráðherra verður nú að reyna skrá sín afrek 
áður en hann hverfur alveg af sviðinu líkt og Kamala Harris
sem ekki hefur sést né heyrst neitt til af eftir forsetakosningarnar

hún er þó enn varaforseti USA og gæti enn orðið forseti í nokkra daga ef Biden skyldi hrökkva upp af,

Grímur Kjartansson, 19.12.2024 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband