Þriðjudagur, 17. desember 2024
Næstu kosningar: 2025
Það getur tekið tíma fyrir þrjá aðila að verða sammála um verkefnalistann til fjögurra ára. Ég skil það.
En um leið ætla ég að spá því, lauslega, að Íslendinga bíði Alþingiskosninga á næsta ári. Árið 2025.
Það er af því að stjórn mun myndast sem lætur ekki grundvallaratriði stjórnarflokka flækjast fyrir sér, með innanborðs fullt af fólki sem kann ekkert að haga sér í stjórnmálum - lítur á þau sem stökkpall til að fá athygli umfram allt - og mun sprengja allt í klessu.
Ég vona að mér skjátlist. Vona jafnvel að formanni Samfylkingar muni takast að smala köttunum og tryggja einhvers konar atlögu að verðbólgu og hallarekstri ríkissjóðs.
En spyr um leið: Hvaða veðbanki leyfir mér að veðja á sprungna stjórn árið 2025?
Viðræðurnar stranda ekki á neinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mun nást sátt um stóru málin? Skattahækkun S og F? Held ekki.
Evrópumál V? Held ekki.
Félagsmál og almanntryggingar F? Held ekki.
Innflytjendamál F? Held ekki.
Munu valkyrjurnar ná sman um skiptingu ráðuneyta? Ekki spurning.
Bjarni (IP-tala skráð) 18.12.2024 kl. 00:23
Ég ætla að spá því samá og þú Geir, -en öfugt við þig þá ætla ég rétt að vona að okkur skjátlist ekki, því nóg er komið af stöðugleikanum, þjóðarsáttunum og innflutta regluverkinu.
Magnús Sigurðsson, 18.12.2024 kl. 05:30
Það munu einhverjir kjörnir þingmenn í þessum flokkum hlaupast undan merkjum
spurnigin er hversu margir og hvenær það gerist
Grímur Kjartansson, 18.12.2024 kl. 15:20
Grímur,
Það kemur ekki að sök - meirihlutinn rúmar alveg nokkra slíka. Það verður eitthvað meira og stærra sem rekur fleyg á milli flokkanna. En sjáum hvað setur. Kannski maður biðji einhverja veðmálasíðuna um að stilla upp einhverjum líkum til að veðja á.
Geir Ágústsson, 18.12.2024 kl. 15:38
Ég er sammála þessu, enda gef ég þessarri svokölluðu ríkisstjórn ekki tíma nema til vors, og á ekki von á, að hún verði mjög langlíf, enda spurning, hvernig þeim tekst að koma sér saman um nokkur mál. Mér líst líka illa á þennan montrass í forsætisráðherrastólnum, og svo Þorgerði í fjármálaráðherrastólnum, sem hefur ESB og Evruna á heilanum, og hljómar eins og biluð hljómplata, þegar hún tönglast sífellt á því, að krónan sé ónýt, og ekkert vit í öðru, en að taka upp Evru, þó að krónan hafi bjargað öllu því, sem bjargast hefur, hér á landi til þessa. Þetta er alveg ömurlegt að horfa upp á þetta gerast, en á ekki von á því, að þetta endist nema til vorsins, og við skulum vona það.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2024 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.