Næstu kosningar: 2025

Það getur tekið tíma fyrir þrjá aðila að verða sammála um verkefnalistann til fjögurra ára. Ég skil það.

En um leið ætla ég að spá því, lauslega, að Íslendinga bíði Alþingiskosninga á næsta ári. Árið 2025.

Það er af því að stjórn mun myndast sem lætur ekki grundvallaratriði stjórnarflokka flækjast fyrir sér, með innanborðs fullt af fólki sem kann ekkert að haga sér í stjórnmálum - lítur á þau sem stökkpall til að fá athygli umfram allt - og mun sprengja allt í klessu.

Ég vona að mér skjátlist. Vona jafnvel að formanni Samfylkingar muni takast að smala köttunum og tryggja einhvers konar atlögu að verðbólgu og hallarekstri ríkissjóðs.

En spyr um leið: Hvaða veðbanki leyfir mér að veðja á sprungna stjórn árið 2025?


mbl.is Viðræðurnar stranda ekki á neinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Mun nást sátt um stóru málin? Skattahækkun S og F? Held ekki.

Evrópumál V? Held ekki.

Félagsmál og almanntryggingar F? Held ekki.

Innflytjendamál F? Held ekki.

Munu valkyrjurnar ná sman um skiptingu ráðuneyta? Ekki spurning.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.12.2024 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband