Þetta með jafnrétti kynjanna

Á Vesturlöndum gilda sömu lög fyrir alla, konur og karla. Bannað er að mismuna eftir tegund kynfæra nema þegar það er beinlínis lögskylda (jákvæð mismunun svokölluð).

Þetta hefur leitt til nokkurs sem fáir bjuggust kannski við: Að þar sem jafnrétti kynjanna er hvað mest, þar myndast í auknum mæli stéttir sem mætti alveg kalla karla- og kvennastéttir - stéttir þar sem fólk er yfirgnæfandi af öðru kyninu.

Og þetta fer í taugarnar á mörgum. 

Af hverju eru hjúkrunarfræðingar og kennarar yfirgnæfandi kvenmenn? Af hverju eru slökkviliðsmenn og járnsmiðir yfirgnæfandi karlmenn? Sumt má kannski skrifa á gamalt og gott innsæi sem segir að strákar hafi gaman af hlutum á meðan stelpur hafi gaman af fólki. Sumt má skrifa á líkamlegt erfiði í starfi sem gerir það aðeins erfiðara fyrir kvenfólk en karlmenn. Sumt má kannski skrifa á hefðir og venjur, eða á að einhverjir líti upp til einhvers ættingja eða foreldris og vilji feta í sömu fótspor.

Eftir standa þægilegu skrifstofustörfin þar sem allir sitja bókstaflega við sama borð.

Af hverju eru ennþá skökk kynjahlutföll þar? Hefst nú löng og mótsagnakennd skýring á því úr viðtali við lögmann og meðeiganda lögmannsstofu (feitletrun mín):

Það er áhyggju­efni að kon­ur virðast síður end­ast í lög­manns­stétt­inni. Hlut­fall kven­kyns lög­manna er rúm­lega 32% og hef­ur nán­ast staðið í stað í 10 ár þrátt fyr­ir að fleiri kon­ur út­skrif­ist úr laga­deild­um en karl­ar.

Þá er áhuga­vert að hlut­fall kven­kyns lög­manna með rétt­indi til mál­flutn­ings fyr­ir Hæsta­rétti er um 15% og hef­ur sömu­leiðis lítið breyst síðan 2014. Ég kann ekki skýr­ing­ar á þessu en það má velta því upp hvort kven­kyns lög­menn fái sömu tæki­færi. Ef til vill fá kon­ur síður verk­efni í gegn­um tengslanet eða þær jafn­vel gleym­ast við val á lög­mönn­um.

Ef skoðuð eru munn­lega flutt mál í Hæsta­rétti á ár­inu 2023 þá voru ein­ung­is 10% lög­manna á lög­manns­stof­um sem fluttu þar mál kon­ur. Dæm­in eru mun fleiri. Þá sjald­an það ger­ist að ég flytji mál á móti kven­kyns lög­manni þá eru þær alltaf mjög vel und­ir­bún­ar og flytja mál­in ákaf­lega vel og skipu­lega. Á þess­um tím­um sem við lif­um í dag er langt í land hér í jafn­rétti kynj­anna.

Hérna stendur ekki steinn yfir steini, sem kemur á óvart því ég hélt að lögmenn væru umfram aðra betri í að byggja upp málflutning svo hann standist skoðun.

Geymum það aðeins að kannski höfði langir og einmanalegir vinnudagar síður til kvenna en karla þótt kaupið sé gott. Hvað annað er hér boðið upp á?

Jú, að kvenmenn gleymist. Gleymist! Eru lögmannsstofurnar virkilega að sóa miklum mannauði því hæfir starfsmenn hreinlega gleymast? Fái ekki tækifæri til að skara fram úr þótt allar hendur séu á lofti og markmiðin rædd fram og til baka í árlegum frammistöðuviðtölum? 

Og þegar kvenfólk fær tækifæri, er það einhver hörmung? Nei, þvert á móti, því kvenkyns lögmenn eru alltaf mjög vel undirbúnir og flytja málin ákaflega vel og skipulega“, gefið auðvitað að þeir „gleymist“ ekki býst ég við.

Er ekki búið að benda hér á risavaxið viðskiptatækifæri? Að stofna lögmannsstofu og fylla af kvenmönnum sem fá öll heimsins tækifæri til að spreyta sig, taka málflutningsréttindi og mynda þar með bestu lögmannsstofu landsins þar sem lögmennirnir eru „alltaf mjög vel undirbúnir og flytja málin ákaflega vel og skipulega“.

Að vísu nefnir eigandi lögmannsstofunnar sem hér talar ekki að hann hafi komið auga á þetta viðskiptatækifæri, bara að þetta sé vandamál sem hann og aðrir stjórnendur lögmannsstofa láti draga úr hagnaði sínum, ár eftir ár - af því hæfileikaríkt fólk gleymist, sjáðu til.

Ég held að það séu alveg nákvæmlega jafnmargir lögmenn af kvenkyni og framboð er á. Ekki allir sem klára lögmanninn í háskóla vilja vinna langa vinnudaga í lokaðri skrifstofu og þurfa svo að standa í dómssal með tugi manns að góna á sig. Vilja kannski frekar aðstoða fólk beint, svo sem að aðstoða fólk í skilnaðarferli við að stíga varlega til jarðar og aðstoða mæður við að gera börn sín föðurlaus og föðurinn að öreiga. Aðstoða fólk beint og milliliðalaust, með notkun þekkingar sinnar.

En sjáum nú til hvort einhver hafi gripið viðskiptatækifærið sem blasir hérna við: Að koma í vinnu hinum gleymda og hæfa mannauði og slá samkeppnina af borðinu.


mbl.is Svipmynd: Langt í land í jafnrétti kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef kyn lögfræðinga í ríkisrekstrinum og hjá sveitarfélögum yrði skoðað held ég að konur séu þar fjölmennari en karlar. Kannski sækja konur í meira öryggi en karlar og starf hjá ríkinu er vel tryggt, bæði veikindalega séð og starfsöryggi. Síðan má spyrja um verkalýðsfélögin, kynjamismuninn þar.

Held að konur ætli sér þangað sem þær vilja, láta ekki gleyma sér.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2024 kl. 12:43

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Lögfræði er listin að skilja hismið frá kjarnanum. Konur geta gert það eins vel og karlar en það getur tekið þær lengri tíma því þær eru uppteknari af smáatriðunum. Eiginleiki sem fær þær til að fara í aðhlynningar og kennslustörf. Þær eru líka átakafælnari en karlar, þ.e. hvað varðar bein atök. Konur eiga auðveldara með að setja sig inn í aðstæður skjólstæðinga sinna og því henntar þeim betur að vinna í nánu sambandi með hagsmuni skjólstæðinganna eins og í skilnaðarmálum, A sviði skilnaða er ekkert jafnrétti sérstaklega ef börn eru í myndinni og þar er réttarkerfið hlyntara konum. Aðalatriðið er þó líklega að konur (almennt) vilja ekki taka vinnuna með sér heim. 

Ragnhildur Kolka, 15.12.2024 kl. 13:54

3 identicon

Það er þráhyggja hjá mörgum að reyna stöðugt að slá sig til riddara með innantómu og rakalausu væli um óréttlæti sem einhver hópur þarf að sæta. Sá hópur getur verið breytilegur, en hópurinn "konur" hefur verið mjög vinsæll meðal réttlætisriddaranna en LBGQ og afgangurinn af öllu helvítis stafrófinu er að koma sterkur inn.

Konur þurfa að passa sig á því að stafróið velti þeim ekki úr sessi sem mestu fórnarlömb feðraveldisins.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.12.2024 kl. 14:32

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mín reynsla er að 90% allra mannauðsstjóra (starfsmannastjóra)  á Íslandi séu í dag kvenkyns

og sumar þeirra eru ekki hæfar 

Grímur Kjartansson, 15.12.2024 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband