Ekki láta brjálað fólk flæma þig til dauða

Sólon Guðmundsson flugmaður var borinn til grafar fyrr í dag. Hann tók eigið líf í lok sumars. Sólon var 28 ára gamall og starfaði hjá Icelandair en var sagt upp störfum skömmu fyrir andlátið. Ástæðan: Ásakanir ónafngreindra einstaklinga innan vinnustaðar hans. Meira um málið hér.

Kannski hefði flugmaðurinn brugðist öðruvísi við í dag. Skæruliðarnir siðlausu sem hafa fengið að valsa um og ásaka mann og annan um hvaðeina, jafnvel nafnlaust og innistæðulaust, rekast núna á veggi. Menn svara í auknum mæli fyrir sig.

Svona var þetta ekki fyrir nokkrum mánuðum síðan. Það var nóg að ásaka og liðlausar starfsmannadeildir æddu af stað til að skamma fólk - nei ég meina unga karlmenn - og að lokum vísa þeim úr starfi. 

Sumir mætti tvíefldir til baka, og sem dæmi má nefna Frosta Logason hjá brotkast, en aðrir buguðust undan óréttlætinu, skiljanlega.

Innan samfélags okkar leynast nefnilega siðlausir stuðningsmenn dauðdaga og fátæktar. Þeir vilja láta ákveðna einstaklinga hverfa á einn eða annan hátt. Þeir vilja svipta menn lífsviðurværinu, þagga niður í þeim og koma þeim frá. Sé dauðsfall afleiðing slíkrar herferðar þá þegja þeir og brosa í laumi. Viðbjóður, vægast sagt.

En ekki lengur.

Brjálað fólk mun ekki lengur fá að hrinda fólki í dauðann. Við öll ættum að sjá það núna. Þess í stað á að hrópa á móti þegar dauðakirkjan hrópar á fólk. 

Auðvitað eru til nauðgarar, ofbeldisfólk (af báðum kynjum) og tuddar. En það hafa lengi verið til ferli til að taka á hegðun slíks fólks. Réttarkerfi, jafnvel. Því má væntanlega stinga í samband aftur. Siðlausa liðið getur þá sakað hina og þessa um hvað sem er og þær ásakanir teknar fyrir, vegnar og metnar og að lokum úrskurðað. Saklaus uns sekt er sönnuð.

Vonandi er sá tími runninn upp. Núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að vera fullnægjandi að geta borið ásakanir á nafngreinda aðila undir nafnleynd.  Feminismin náð þeim árangri sem stefnt var að, dauðadómur án sektarkenndar.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.12.2024 kl. 00:00

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þetta var reynt á Ingó veðurguð, en hann stóð

það af sér feministum til mikillar armæðu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.12.2024 kl. 00:40

3 identicon

Þöggun! Ritskoðun! Er svo öskraði þegar spyrnt er á móti ásökunum. Og menn eins og Geir standa fullir af frelsishugsjón fremstir í þeim kór.

Vagn (IP-tala skráð) 13.12.2024 kl. 08:34

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hinn gullni meðalvegur er vandrataður
en klárlega verður aldrei hægt að ger öllum til hæfis
Þú hefur lýst áhyggjum af hvernig stjórnarfariðí Sýrlandi verði og víst er að hefndarþorsti gegn "gömlu" óréttlæti mun þurfa einhvern farveg.
Ef til vill tími til dusta rykið af hvernig Nelson Mandela reyndi að leysa málin í Suður Afríku

Grímur Kjartansson, 13.12.2024 kl. 09:06

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Alvarlegar ásakanir eiga heima hjá lögreglunni. Minniháttar ásakanir, ágreining og einelti er yfirmanna að leysa að því gefnu að það eigi ekki uppruna hjá þeim sjálfum. Því miður ráða ekki allir yfirmenn við þessa skyldu sína. Það eru fjölmörg dæmi um að kallaðir séu til sálfræðingar til að uppræta ósómann. Erfiðast er að uppræta eineltið, því það er oft ósýnilegt eða fær meðvirkni annarra með sér í lið. 

Ragnhildur Kolka, 13.12.2024 kl. 14:46

6 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Geir er að lýsa bakslaginu, frá dómstóli götunnar og hinu fullkomna óréttlæti. Því miður þarf að reisa minnisvarða um ljótleika femínismans. Til dæmis er ekki búið að gera kvikmyndir um þetta eða skrifa bækur um þetta svo ég viti til. 

Menningarmafían á Vesturlöndum hefur aldrei í mannkynssögunni borið nafn með slíkri rentu, því mafían á Ítalíu er samansafn kórdrengja og engla í samanburði. 

Það þarf vissulega að úthrópa grimmdarfemínisma með því að setja þetta í þannig samhengi að fórnarlömbin fái samúð, eins og Sólon og fleiri. Ég fylgdist með umræðunni á DV. Fyrst í stað þögðu hatursöflin. Þá fékk Sólon fullkomna samúð allra. Síðan komu öfgafemínistarnir úr felum og fóru að efast um þetta og segja að alltaf eigi að trúa "fórnarlömbunum" (konum). Slíkar alhæfingar og fanatismi liggja til grundvallar mörgum verstu voðaverkum. mannkynssögunnar. Fanatík er öfgahyggja.

Þetta er einn af þessum eðalpistlum sem Geir hefur skrifað, takk fyrir það fyrir hönd allra sem þjást vegna þessa, en fórnarlömbin eru miklu fleiri en þeir sem deyja og gefast upp endanlega á lífinu.

Ingólfur Sigurðsson, 13.12.2024 kl. 23:03

7 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Eitt má ekki gleymast. Umræðan á DV fór öll að snúast um að kenna yfirmönnum Icelandair um þetta og enn er þetta í þeim skotgröfum. 

Það eru ekki hinir réttu sökudólgar heldur auðvitað öfgafemínistarnir. Þaðan kom þetta að "trúa alltaf" fórnarlömbum, að karlar séu alltaf svín, (nema svínbeygðir í duftið) og slíkt.

Yfirmennirnir í Icelandair eru hluti af sýktu þjóðfélagi sem er orðið hálfdautt af femínisma.

Ingólfur Sigurðsson, 13.12.2024 kl. 23:07

8 identicon

Sorglegt. að við séum ekki komin lengra en svo að menn geti ásakað menn nafnlaust. Enn sorglegra þegar fyrirtæki hlaupa upp til handa og fóta á þann hátt sem Icelandair gerði. Eitt er að senda menn í leyfi á meðan málið er rannsakað, en að hafa lífsviðurværi af fólki. 

Sama gerist nú varðandi trans málefnin. Reynt var að segja fólki upp. Menn lagðir í einelti vegna skoðana sinna. Samstarfsmenn safna undirskriftum til að losna við óæskilega skoðanir, þó svo þær fylgi sannleikanum. Aðrir vilja bara að fólk hætti á vinnustaðnum til að trufla ekki að trans-hugmyndafræðin fái að blómstra óáreitt. Barnvænt samfélag átti að segja kennara upp - formannslif.blog.is

Sem betur fer geta menn nú slegið aðeins frá sér. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2024 kl. 11:40

9 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Eitt sem er áhugavert í öllu þessu sorglega máli, eru athugasemdaþræðir á FB, þar sem hundruðir kvenna um allt land lýsa skömm sinni á öfga-femínismanum.

Guðjón E. Hreinberg, 14.12.2024 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband