Miðvikudagur, 11. desember 2024
Blaðamenn bregðast enn og aftur
Af hverju í ósköpunum eru vestrænir blaðamenn að éta hráa mykjuna sem vellur úr munni yfirlýstra hryðjuverkamanna? Er það af því þeim tókst að steypa af stalli einhverjum sem okkur á Vesturlöndum er kennt að hata?
Núna enduróma vestrænir blaðamenn orðum hryðjuverkaleiðtogans sem kallar sig bráðabirgðaforsætisráðherra Sýrlands sem verður væntanlega jafnmikið til bráðabirgða og tímabundnir skattar á Íslandi.
Óvissa ríkir nú í landinu og vilja nýir ráðamenn því fullvissa trúarlega minnihlutahópa landsins að þeir skuli ekki kúgaðir. ...
Einmitt vegna þess að við erum íslömsk, munum við tryggja réttindi alls fólks og allra trúarhópa í Sýrlandi. segir Bashir sem uppreisnarmennirnir skipuðu sem bráðabirgðaleiðtoga ríkisstjórnarinnar. ...
Ákall mitt er til allra Sýrlendinga erlendis: Sýrland er nú frjálst land sem hefur áunnið sér stolt sitt og reisn. Komið til baka. sagði Bashir. Við verðum að endurreisa, endurfæðast og við þurfum hjálp allra.
Lygar í hverju orði. Það verður engum hlíft. Nú þegar stefnir í stórkostlegar manngerðar hamfarir.
Vissulega hafa átök í Sýrlandi undanfarin ár kostað mörg líf og stökkt milljónum á flótta en það sem stefnir í núna er eitthvað af allt annarri stærðargráðu, og myndböndin eru byrjuð að streyma á netið. Þar má sjá menn dregna af bílum á eftir götu á meðan þeir eru lamdir með svipum. Þar má sjá vopnaða menn labba í gegnum þorp og skjóta þar óbreytta borgara sem hafa sér það eitt til sakar unnið að vera af annarri trú. Og allt þetta á meðan bráðabirgðaforsætisráðherra hvetur Sýrlendinga á flótta til að snúa aftur.
Bjuggust með við einhverju öðru?
Síðan hvenær hafa hryðjuverkasveitir hagað sér öðruvísi en hryðjuverkasveitir?
Það þarf ekki að styðja Assad til að vera á móti ástandinu eins og það er að þróast núna. Og þaðan af síður þarf ekki að trúa orði úr munni þeirra sem flæmdu Assad frá völdum.
En að við veljum okkur alltaf svona hlið - á móti þessu eða þessum (sem fellur að utanríkisstefnu Bandaríkjanna) og þar með hlynnt öllu sem er andstæða þess - er barnaleg afstaða sem leiðir til mannlegra hörmunga.
Aftur og aftur.
Réttindi allra trúarhópa skulu tryggð í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:08 | Facebook
Athugasemdir
"Af hverju í ósköpunum eru vestrænir blaðamenn að éta hráa mykjuna sem vellur úr munni yfirlýstra hryðjuverkamanna?"
Er ekki augljósa skýringin á því að bæði hryðjuverkamennirnir og blaðamennirnir eru kostaðir af vestrænu valdi?
Magnús Sigurðsson, 11.12.2024 kl. 21:16
Magnús,
Ekki ósanngjörn spurning. Ég sé núna að Rússar eru að athafna sig á einu svæði, Bandaríkjamenn á öðru. Einnig að Grikkir séu að boða þörf á að vernda kristna hópa í Sýrlandi. Þetta er að stefna í sláturhús, og fjölmiðlar okkar klappa (og vopnaframleiðendur, auðvitað).
Geir Ágústsson, 12.12.2024 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.