Miðvikudagur, 11. desember 2024
Kristnir í hakkavélina, eða hvað?
Ég ætla að taka undir með Jóni Magnússyni um að það er of snemmt að fagna valdaráni róttækra, íslamskra hryðjuverkamanna í Sýrlandi. Það sem er mögulega framundan núna er undirbúningur á þjóðarhreinsunum til að losna við hina mörgu ekki-múslíma í Sýrlandi (margir nú þegar byrjaðir að flýja land) og í sama mund innleiðing á sharía-löggjöfinni sem talíbarnar og aðrir slíkir eru svo þekktir fyrir. Nema það taka við löng borgarstyrjöld stríðandi hreyfinga eins og í tilviki Líbíu.
Hver veit? Ekki ég.
En Assad var vondi kallinn, ekki satt? Hann naut jú stuðnings Rússa!
Við þurfum því auðvitað að hafa neikvæða afstöðu til Assad. Hann var jú einræðisherra!
Flótti hans er auðvitað hið besta mál. Hann var jú þyrnir í augum Bandarikjamanna!
Ég ætla að leyfa mér að mæla með og jafnvel hrósa fréttaskýringu DV í þessu samhengi.
Og um leið hvorki að klappa né kvíða, í bili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er allavega betri greining en var í Morgunblaðinu í morgun þar sem einungis var fjallað um hve Rússar séu vondir.
En annars virðast stórir áhrifaþættir gleymast
1. Lífsnauðsynlegur fjárhagsstuðningur til uppbyggingar - þar er hægt að setja skilyrði og læra af mistökum sem gerð voru í Afganistan
2. Mannauður sem flytur aftur heim til Sýrlands - með umburðalyndi í farteskinu
Grímur Kjartansson, 11.12.2024 kl. 10:45
Grímur,
Það eina sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa sagt er að þeir ætli ekki að vera alveg jafnslæmir og talíbanar - úr greiningu RT:
Also, why does it seem like he and Ukrainian leader Vladimir Zelensky share the same stylist? Maybe he figures that if he resembles the Western establishment’s girlfriend, they’ll fall in love with him. And maybe it worked, because they’re choosing him over Assad despite the fact that this same HTS leader, Abu Mohammed al-Jolani, is still listed as wanted by Washington to the tune of a $10 million bounty and is under a United Nations arms embargo since 2013 for palling around with ISIS. But he did brand his stampede through Aleppo, “Together We Return,” according to Britain’s Telegraph – which is apparently the new way of branding a coup d’état as social justice. He also has the Western media saying that his regime will be more lenient than the Taliban in Afghanistan. Woah, let’s not go too crazy now in aiming high!
Why the West cheers for Al-Qaeda successors taking over Syria — RT World News
Geir Ágústsson, 11.12.2024 kl. 11:14
-Valdarán- læt það vera, Einn skíthæll út fyrir annan. Arabíska vorið sem byrjaði í Túnis og örmagnaðist í Egyptalandi og Sýrlandi á aldrei eftir að verða. Andvana fætt því þessar þjóðir eru ekki búnar undir vestrænt lýðræði.
Bjarni (IP-tala skráð) 11.12.2024 kl. 12:56
Israel er nu þegar að gera sig gildandi. Ekki bara í Golanhæðum, því þeir stefna nú skriðdrekum sínum á Damaskus. Olían er hjá Kúrdum undir "verndarvæng" BNA og Erdogan ætlar að leggja Sýrland undir Tyrki. Það horfir ekki friðvænlega fyrir landið og því síður fyrir fólkið sem þó fékk frið undir Assad, enda eru HTS villimenn sem aftur eru farnir að selja konur á torgum.
Nei, það er ekki tímabært að fagna "frelsun" Sýrlands.
Ragnhildur Kolka, 11.12.2024 kl. 14:41
Bjarni,
Það var nú kallað valdaránstilraun þegar öryggisverðir Hvíta hússins buðu hópi fólks inn og leyfðu því að ganga um og setjast í stóla þingsins. Innreið vopnaðra hersveita í forsetahöll hlýtur því að teljast.
En sammála því að þarna var sennilega bara verið að skipta á kúk og skít, fyrir utan yfirvofandi hreinsanir á trúarhópum öðrum en múslímum. Við þekkjum þetta vel úr sögunni. Vonandi sleppa sem flestir við sveðjuna.
Geir Ágústsson, 11.12.2024 kl. 17:51
Ragnhildur,
Ég óttast að framundan sé ein stór blóðsúthelling, þá aðallega á óbreyttum borgurum. Sýrlenskir flóttamenn í Evrópu munu negla sig fasta við götuna til að forðast að vera sendir aftur. Assad var auðvitað harðhentur einræðisherra en hann var kristinn og lét sér pólitíska andstæðinga duga, eins og gengur og gerist (jafnvel á Vesturlöndum í auknum mæli).
Geir Ágústsson, 11.12.2024 kl. 17:54
Myndböndin eru farin að fylla internetið og þau eru ekki fyrir viðkvæma get ekki sagt ykkur. Sýrland mun brenna um ókomin ár og fólkið með og líklega mun þessi aðgerð að hálfu US/NATO stuðla af frekari stríðum eða styrjöldum á svæðinu. Spurningin er hver er á fiðlunni.
Trausti (IP-tala skráð) 11.12.2024 kl. 18:19
Trausti,
Ég sé það. Þetta er skelfilegt.
https://www.zerohedge.com/geopolitical/extremist-groups-carry-out-revenge-sectarian-killings-hts-controlled-syria
Geir Ágústsson, 11.12.2024 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning