Sunnudagur, 8. desember 2024
Bíllaus lífsstíll og rúntað með ruslið
Ég bý í Kaupmannahöfn. Hérna er fólki sagt að flokka sorpið sitt í óteljandi flokka: Pappír, pappi, plast, rafmagnstæki, málmar, gler, rafhlöður, matarafgangar, hættuleg rusl (eins og þrýstibrúsar), afgangsrusl og ég er sennilega að gleyma einhverju. Stundum þarf að losna við stærri hluti eins og húsgögn.
En ég fer aldrei í bíl og keyri með rusl. Það er lítill skúr í nágrenninu þar sem íbúar nokkura bygginga fara með hinar ýmsu tegundir sorps, þar á meðal húsgögnin. Fagmenn koma svo að sækja.
Í þessum skúr er líka hægt að sækja poka fyrir matarafgangana.
Umbúðir með skilagjaldi losa ég mig við í næstu matvöruverslun.
Þegar ég átti einbýlishús í nágrenni Kaupmannahafnar voru sérstakir dagar þar sem allskonar framandi sorp var sótt - húsgögn, ísskápar, málningarfötur og þess háttar, og garðúrgangur að auki.
Óháð því hvað mér finnst um alla þessa flokkunaráráttu þá ætla ég að gefa sveitarfélaginu það að óþægindin vegna hennar eru lágmörkuð. Aldrei þarf ég að fylla bíl af sorpi og keyra bæinn á enda til að losna við það. Aldrei þarf ég að fara lengra en í næstu matvöruverslun (2 mínútna göngutúr) til að endurheimta skilagjaldið.
Berum þetta saman við sorphirðu í Reykjavík.
Fólk er sent í langa og tímafreka bíltúra með illa lyktandi poka, enda grenndargámarnir fullir.
Það er varla hægt að tala um sorphirðu í Reykjavík. Hún er a.m.k. að verða sífellt takmarkaðri, en auðvitað að hækka í verði.
Maður veltir því fyrir sér hvort þessi óþægindi fyrir venjulegt fólk séu skipulögð. Hvort það sé vegna hönnunar frekar en mistaka að sorphirða er að verða sífellt meiri baggi á fólki - tímafrekur og sífellt dýrari.
Eða er þetta bara vanhæfni?
Mikil uppbygging í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fúsk er keppnisíþrótt á Stórastamúgsefjunarlandi.
Guðjón E. Hreinberg, 8.12.2024 kl. 18:27
Undarlegt hvað málmar og gler lykta illa þarna í Kaupmannahöfn. Hér fara matarafgangar í tunnur við hús (ásamt plasti og pappír), 5 sek. labb frá útidyrum.
Sorphirða í Reykjavík ber þess sjálfsagt einhver merki þess að fjárhagurinn er nærri því eins slæmur og í þeim nágrannasveitafélögum þar sem hægrimenn fara með stjórn, bestur á höfuðborgarsvæðinu og skuldahlutfallið minna en helmingur þess sem var þegar sjálfstæðisflokkurinn fór þar með völd....en það verður seint sagt frá því í Morgunblaðinu.
Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2024 kl. 21:00
Vagn,
Leiðir til að kjafta sig frá því að vera nothæf rödd í samræðum og umræðum fjölgar í sífellu hjá þér.
Vitna í eina athugasemd sem ég fékk utan við þetta svæði, Breiðholtsbúi:
Klárlega skipulagsleysi og vanhæfni Reykjavíkurborgar í sorphirðu, hér eru tunnur fyrir pappa og plast, þær eru alltaf fullar, ég keyri ALLTAF með þetta rusl í Sorpu ekki grenndargáma þeir eru einmitt líka alltaf fullir og sjúklega mikið vesen að troða smá í einu í þá enda opið oggulítið, eg borga samt fullt verð fyrir þessar tunnur heima hjá mér
Ég held að ég láti rödd alvörufólks vega meira en þeirra sem sitja inni í kerfinu (Vagn, þú vinnur hjá Reykjavík ekki satt?).
Geir Ágústsson, 8.12.2024 kl. 21:27
Nei, ég vinn hvorki hjá né í Reykjavík. Og þekki engan sem kvartar eins og þessi eini sem þú vitnar í. Vinnur hann e.t.v. hjá mogganum?
Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2024 kl. 22:40
Það er gott fyrir sálina að endurnýta eigið sorp. Skila því í réttar tunnur og samviskan er hrein.
Það er líka hægt að að grafa aðein dýpra og googla Bangladesh recyle og sjá myndir af bláfátækum börnum á ruslahaugunum að flokka þitt sorp. Ekki láta það framhjá þér fara að Nike og Adidas þessi börn eru að sauma þína merkjavöru og hafa ekki laun sem nægja til að kaupa einn Nike Air á ári..
Bjarni (IP-tala skráð) 8.12.2024 kl. 23:19
Jón Gnarr lagði til fyrir nokkrum árum í útvarpsþætti að sorpþjónustu yrði hætt.
"Hversu bjánalegt er það að það sé fólk sem kemur og sækir ruslið þitt."
Líklega vildi hann bara fá skattana þína.
Karl (IP-tala skráð) 9.12.2024 kl. 09:20
"Leiðir til að kjafta sig frá því að vera nothæf rödd í samræðum og umræðum fjölgar í sífellu hjá þér."
Skellti upp úr þegar ég las þetta hjá þér Geir. :) Það er eitthvað farið að halla undan fæti hjá Vagni ef þolinmæðin þín gagnvart honum sé farin að minnka. hehe
Hef tekiði eftir því að Vagn hefur minnkað kommentin hjá þér Geir sem er bestasta mál enda hef ég notið betur að lesa greinar þínar.
Þessi fjórkantaði VG persóna hann Vagn býr allavega í RVK og í einbýlishúsi miðað við 5 sec regluna hans að fara út með ruslið.
Fyrir allan peninginn þá er hann kerfiskall vinnur annaðhvort hjá ríkinu eða bænum.
En talandi um ruslið! :) Þar sem ég bý þá fyllast þessar blessuðu pappír og plast tunnur fljótt og bara tæmdar einu sinni á mánuði. Fasteignagjöld hækka en þjónusta minnkar sem er týpiskt fyrir vinstrið. Um daginn tókst þeim að gleyma að tæma plast tunnuna og það tók mig nánast 3 vikur að fá hana tæmda eftir ótal símtöl og tölvupósta. Góða þjónustan. Á sunnudögum er ruslaradagar hjá mér þegar ég tek hitt og annað rusl sem og auka rusl fylli skottið á bílnum af illa þennkjandi drasli og keyri það á Sorpu. Eitthvað sem maður gerði aldrei áður.
Trausti (IP-tala skráð) 9.12.2024 kl. 09:28
Brennið ruslið bata úti í garði. Vandamál leyst, og gefur góðan ilm fyrir nágrennið.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.12.2024 kl. 17:06
Þegar menn með enga ályktunarhæfni álykta verður útkoman eftirfarandi:
Ruslatunnur stutta vegalengd frá útidyrum......býr í eimbýlishúsi.
Kannast ekki við vandræði við að losna við rusl.....býr í Reykjavík.
Lætur ekki blekkjast af augljósum rangfærslum og ýkjum moggans......fjórköntuð VG persóna.
Ekki sammála þeim sem í blindni trúa öllu, sama hversu afspyrnu heimskulegt, sem Kaupmannahafnarbúinn Geir segir um Reykjavík.....kerfiskarl, starfsmaður ríkis eða bæjar.
Vagn (IP-tala skráð) 9.12.2024 kl. 18:39
Stærstu mistökin á Íslandi var að hafa sorptunnur við hvert hús. Það tekur alltof langan tíma að tæma þetta. Virkar betur í Hollandi þar sem niðurgrafnir gámar eru við enda gatna og flokkað almennt og gler (held fari rétt með). Eins og þú hefur áður bent á Geir þá er alveg hægt að láta verksmiðju um að klára flokkunina.
Rúnar Már Bragason, 9.12.2024 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.