Þetta með að útrýma fátækt

Í bók sinni A Conflict of Visions talar höfundur, Thomas Sowell, um tvær meginsýnir á samfélagið sem togast vissulega á en á grófan hátt er nothæft verkfæri til að skilja hvers vegna það eru oft sömu einstaklingar sem raðast sitthvoru megin við mismunandi og jafnvel gjörsamlega óskyld málefni. 

Aðra sýnina kallar hann "the constrained vision", þar sem valið er aðallega á milli mismunandi "trade-offs" innan ákveðinna ramma hefða, réttinda, löggjafar og menningar, og hina sýnina kallar hann "unconstrained version", þar sem leitað er að "the solution" og ekkert getur staðið í vegi fyrir þeim, jafnvel ekki dómsfordæmi og stjórnarskrár. Til að leysa vandamálin þarf bara viljann til þess.

Þannig sjái þeir sem aðhyllast "unconstrained vision" ekkert því til fyrirstöðu að yfirvöld setji einfaldlega lög og reglur sem leysa vandamálið. Þessu fylgir gjarnan stuðningur við ýmis ríkisafskipti, svo sem lögbundin lágmarkslaun og ákveðna tekjudreifingu með valdi. Þeir í "constrained vision" sjá galla á þessu því með slíkum úrræðum verði einfaldlega til önnur vandamál, svo sem flótti frá verðmætasköpun og háum sköttum eða ýmis konar ófyrirséð eymd.

Mér verður oft hugsað til þessa einfaldaða verkfæris þegar ég sé stórar fyrirsagnir um stjórnmálamenn sem vilja eyða fátækt, efla menntakerfið og styrkja heilbrigðiskerfið. Það vantar bara að bæta við fjármagni og þessi vandamál eru leyst. Að þau hafi ekki verið leyst áður megi skrifa upp á nískupúka sem þora ekki að skattleggja auðmenn og lífeyrissjóði. 

En auðvitað er svona tal alveg úr takt við raunveruleikann. Til að eyða fátækt þarf að auðvelda hagkerfinu að framleiða verðmæti sem ríkisvaldið sleppir því svo að ryksuga í hirslur sínar. Til að efla heilbrigðiskerfið þarf hvata og jafnvel markaðshagkerfi. Til að efla menntakerfið þarf að valdefla nemendur og foreldra, fleygja þykkum námsskrám í ruslatunnuna og taka út gæluverkefnin.

Með öðrum orðum: Það þarf að búa til réttu rammana og fólk finnur svo lausnirnar.

Að ætla sér að leysa öll heimsins vandamál með miðstýringu og sköttum er vond leið. Mikið af bótum býr til marga bótaþega sem verða síður launþegar. Háir skattar í nafni umhverfisverndar auka fátækt og draga úr svigrúmi í fjármálum fólks og fyrirtækja. Það verður ekkert leyst frá Alþingi eða ráðhúsunum - miklu frekar eiga slíkar stofnanir að koma sér úr veginum.

Viltu útrýma fátækt? Frábært! Það vil ég líka! En án þess að búa bara til önnur og jafnvel verri vandamál í leiðinni.


mbl.is Vill útrýma fátækt fari Flokkur fólksins í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thomas Sowell er mikill snillingur, við sjáum því miður alltof lítið minnst á hann eða haft eftir honum.

Gunnar (IP-tala skráð) 4.12.2024 kl. 16:19

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Gunnar,

Sammála því.

Hérna er nokkuð lengri umfjöllun mínum áðurnefnda bók Sowells:

Hinar tvær fylkingar þjóðmálaumræðunnar – Þjóðmál

Geir Ágústsson, 4.12.2024 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband