Þriðjudagur, 19. nóvember 2024
Skattar og nýsköpun
Íslenska ríkið veitir skattaafslætti til fyrirtækja sem það kallar nýsköpunarfyrirtæki. Er það gert til að örva nýsköpun.
Íslenska ríkið veitir ekki öllum fyrirtækjum slíka afslætti jafnvel þótt öll fyrirtæki stundi á einn eða annan hátt nýsköpun (nema kannski tóbaksverslunin Björk, en velgengni hennar gengur út á að breyta sér ekki).
Það hlýtur þá að vera gert til að draga úr nýsköpun. Ef afslátturinn eykur nýsköpun þá mun skatturinn án afsláttar draga úr nýsköpun.
Og hvers vegna vill ríkið draga úr ákveðinni nýsköpun en örva aðra? Ekki þekki ég svarið við því. Kannski er talið mikilvægara að þróa tölvuleiki en að þróa nýjar tegundir af jógúrti eða annarri matvöru. Kannski eru svefnrannsóknir mikilvægari en rannsóknir á veiðarfærum eða bættri nýtingu og afköstum á fiskveiðiflota.
En við blasir óháð því að hið opinbera viðurkennir að skattheimta dregur úr nýsköpun og að sumir eigi að fá afslætti frá slíku en ekki aðrir.
Í stað þess gera hið augljósa til að auka nýsköpun: Lækka skatta á öll fyrirtæki, og fá þau öll til að auka við nýsköpun.
En þá fær enginn embættismaður vinnu við að fara yfir umsóknir, og er það ekki mikilvægast þegar á hólminn er komið?
65 fyrirtæki með 11,1 milljarð í skattafrádrátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:23 | Facebook
Athugasemdir
Það eru engin djúp vísindi á bakvið þetta. Ríkið vill bara sýnast vera að gera eitthvað. Og skattaafsláttur á nýsköpun er "eitthvað."
Hugsunin er ekki djúp.
Ríkið hefur ekki vit til þess að átta sig á að það er að viðurkenna neitt.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2024 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.