Mánudagur, 18. nóvember 2024
Niðurskurðarvinsældir
Í Argentínu hefur nú setið í stól forseta í um ár maður sem lofaði að saxa á opinber útgjöld með vélsög og hefur staðið við það. Javier Milei tók við blússandi hallarekstri og verðlausum gjaldmiðli á líknahjálp og snéri ríkisfjármálunum við á tveimur mánuðum og haldið hallarekstrinum frá síðan. Já, á tveimur mánuðum gat hann stöðvað skuldasöfnun og hafið uppbyggingu á ríkisfjármálunum. Verðbólgan er sú lægsta í áraraðir.
Og það besta af öllu: Vinsældir hans halda áfram að vera miklar og stöðugar og með því mesta sem mælst hefur miðað við tíma í forsetastól.
Sjá nánar í frétt Reuters (sem ótrúlegt en satt forðast að reyna afbaka nokkuð).
Er einhvern lærdóm hægt að draga hérna?
Að það sé hreinlega hægt að lofa því að tímar muni versna áður en þeir byrja að batna og útskýra nákvæmlega hvernig og af hverju, og kjósendur skilja það?
Já, þann lærdóm má alveg draga.
Kjósendur eru stundum áhrifagjarnir og falla fyrir fagurgala stjórnmálamanna en stundum má líka reyna að höfða til skynsemi þeirra - að benda á að nammiskálin er tóm og kominn tími á aðhald sem er erfitt í upphafi en nauðsynlegt til lengdar.
Á Íslandi líkist ástandið að mörgu leyti því í Argentínu áður en nýi forsetinn tók við. Hallarekstur hins opinbera er stjórnlaus og heldur vaxtastigi uppi. Ríkisfjármálin eru á svipuðum stað og þau í Reykjavík og er þá mikið sagt - skuldasöfnun ofan á skuldasöfnun, meðal annars til að geta borgað vextina af lánunum.
En það þarf ekki meira en nokkra mánuði til að snúa af þessari braut og útskýra fyrir fólki að aðstæður þurfi að versna áður en þær batna - að áfengið er búið og timburmenn framundan því annað gengur ekki til lengdar.
Köllum vinsældir sem fylgja í kjölfar slíkrar hreinskilni niðurskurðarvinsældir - andstæða þess að kaupa sér vinsældir fyrir lánað fé.
Og vonum að einhverjir frambjóðenda hafi vit á að skera sig aðeins frá fjöldanum með því að lofa heilbrigðu heimilisbókhaldi sem valkost við fulla unglinginn með kreditkort foreldra sinna. Og segja hreint út að hlutir muni versna áður en þeir batna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Facebook
Athugasemdir
Mér skilst í þeim fjárlögum sem verða samþykkt í næstu viku á Alþingi þá verði meðal annars 10 M niðurskurður til byggingar nýs Landsspítala en 7 M framlag í vasa Selenskí sem einu sinni fyrir löngu var kjörin forseti Úkraínu en situr nú áfram í umboð sjálfs síns og $ frá Biden
Grímur Kjartansson, 18.11.2024 kl. 18:30
Grímur,
Þetta hljómar eins og mjög ljómandi gott og lýsandi dæmi um forgangsröðun yfirvalda sem halda úti skattkerfi sem fer í eitthvað allt annað en þjónustu fyrir skattgreiðendur.
Og skoðanakannanir og tungutak flestra frambjóðenda bendir til að ekkert muni breytast.
Nákvæmlega. Ekkert.
Geir Ágústsson, 18.11.2024 kl. 18:47
Michael Yon er staddur þessa dagana í Argentínu (en gullforði landsins hvarf í fyrr) og bíð spenntur eftir skýrslu Yon, sem eins og allir sannir grúskarar vita, fer aldrei með fleipur.
Guðjón E. Hreinberg, 19.11.2024 kl. 04:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.