Veirutímum sópað undir teppið

Það er eitthvað skuggalegt ráðabrugg í gangi, eða röð tilviljana sem hefur sömu afleiðingar.

Eins og hér er bent á þá mun þingmennska Ölmu Möller gera það torveldara en ella að fá Alþingi til að hefja rannsókn á veirutímum svipaða þeirri og Danir hafa núna sett í gang, meðal annarra ríkja (og verður vonandi ekki bara hvítþvottur á aðgerðum yfirvalda). Sem ráðherra í ríkisstjórn gæti Alma enn frekar staðið í vegi fyrir slíkri rannsókn og sem heilbrigðisráðherra sennilega auðveldlega stöðvað slíka rannsókn í fæðingu. 

Er eitthvað baktjaldaleikrit í gangi eða eru menn bara óvart að stilla upp fólki þannig að veirutímum verði sópað undir teppið?

Ég veit ekki svarið en það skiptir ekki máli í raun hvort það er. Menn geta hoppað úr flugvél án fallhlífar eða með fallhlíf sem er búið að eiga við. Niðurstaðan er sú sama þótt ásetningurinn sé ólíkur.

Kannski var heldur ekki klókt að gefa upp þessa áætlun. Flest fólk sem ég heyri tala um veirutíma gerir það með óbragð í munni og myndbönd sem minna okkur á vitleysuna eru talin vera grín. Fáránlegt grín. Fólk með plastpoka á höfðinu, grímu í sundlaug og sótthreinsi til að maka á alla fleti. Hlægilegt vissulega þótt það óefnislega hafi samt verið verst: Einangrun, einmanaleiki, þunglyndi og annað sem verður ekki svo auðveldlega gert að fyndnu myndbandi.

En sjáum hvað setur. Alma er vissulega þekkt andlit og það virðist oft vera nóg til að krækja í atkvæði. Innihaldið skiptir þá minna máli. Jafnvel þótt á umbúðunum standi að það sé eitrað.


mbl.is Alma heilbrigðisráðherraefni Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er verið að setja okkur linurnar áður en kosningarnar eru búnar? Er verið að láta alþjóð kyngja niðurstöðum áður en þær eru birtar?

Hrunamannadrottningin í Viðreisn? Eigum við að virkilega trúa því að hún sé að vinna sigra í (könnunum) einkafyrirtækja sem hafa hugsanlega fyrirfram hagsmuni viðskiptamanna að leiðarljósi? Hver er að fara að kjósa XS með þetta fólk innanborðs? 

Er almenn skynsemi Íslendinga gjörsamlega fallin í hyldýpi geðveikinnar?

Megum við ekki skilja svo að EU hefur mikla hagsmuni að sækja í auðlindir Íslendinga að hafa áhrif á þessar kosningar.

Ísland er gjöfullt land og á margar auðlindir að halda að erlend öfl reyni ekki að hafa áhrif á næstu ríkissjórn Íslendinga er vægast sagt barnalegt.

Er það ekki einmmitt eitt af verkefnum EU að Íslendingar eru ekki að veiða hvali enda eitt af forsendum fyrir því að vera gjaldgeng í EU!

Trausti (IP-tala skráð) 16.11.2024 kl. 23:45

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Trausti,

Það er a.m.k. athyglisvert að sjá tvennt þessa dagana:

1) Skoðanakannanir í forsetakosningum Bandaríkjanna voru svo fjarri markinu að þeir sem spáðu betur liggja nú undir grun fyrir glæpsamlegt athæfi, svo sem þeir að baki einni veðmálssíðu sem spáði Trump léttum sigri og þarf núna að hefna sín á:

Exclusive | FBI seizes Polymarket CEO's phone, electronics after betting platform predicts Trump win: source

2) Í Þýskalandi er í alvöru rætt um að banna stjórnmálaflokk á uppleið (AfD) því hann talar fyrir róttækum breytingum á áformum glóbalistanna. Það er nú allt lýðræðið! 

Geir Ágústsson, 17.11.2024 kl. 09:52

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það er ekki hægt að annað en að segja að vinstri menn séu flinkir. Þeim hefur tekist að heilaþvo fólk til vinstri og láta hægri menn borga.

Kristinn Bjarnason, 17.11.2024 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband