Veirutímum sópað undir teppið

Það er eitthvað skuggalegt ráðabrugg í gangi, eða röð tilviljana sem hefur sömu afleiðingar.

Eins og hér er bent á þá mun þingmennska Ölmu Möller gera það torveldara en ella að fá Alþingi til að hefja rannsókn á veirutímum svipaða þeirri og Danir hafa núna sett í gang, meðal annarra ríkja (og verður vonandi ekki bara hvítþvottur á aðgerðum yfirvalda). Sem ráðherra í ríkisstjórn gæti Alma enn frekar staðið í vegi fyrir slíkri rannsókn og sem heilbrigðisráðherra sennilega auðveldlega stöðvað slíka rannsókn í fæðingu. 

Er eitthvað baktjaldaleikrit í gangi eða eru menn bara óvart að stilla upp fólki þannig að veirutímum verði sópað undir teppið?

Ég veit ekki svarið en það skiptir ekki máli í raun hvort það er. Menn geta hoppað úr flugvél án fallhlífar eða með fallhlíf sem er búið að eiga við. Niðurstaðan er sú sama þótt ásetningurinn sé ólíkur.

Kannski var heldur ekki klókt að gefa upp þessa áætlun. Flest fólk sem ég heyri tala um veirutíma gerir það með óbragð í munni og myndbönd sem minna okkur á vitleysuna eru talin vera grín. Fáránlegt grín. Fólk með plastpoka á höfðinu, grímu í sundlaug og sótthreinsi til að maka á alla fleti. Hlægilegt vissulega þótt það óefnislega hafi samt verið verst: Einangrun, einmanaleiki, þunglyndi og annað sem verður ekki svo auðveldlega gert að fyndnu myndbandi.

En sjáum hvað setur. Alma er vissulega þekkt andlit og það virðist oft vera nóg til að krækja í atkvæði. Innihaldið skiptir þá minna máli. Jafnvel þótt á umbúðunum standi að það sé eitrað.


mbl.is Alma heilbrigðisráðherraefni Samfylkingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband