Föstudagur, 15. nóvember 2024
Um blaðamenn og að læra sína lexíu
Trump var um daginn endurkjörinn forseti Bandaríkjanna og er núna að manna ýmsar stöður í stjórnkerfi þar sem tilnefningar forseta eru margar, óháð því hvort sá forseti er að skapi evrópskra viskubrunna eða ekki.
Nýlega tilkynnti Trump að heilbrigðismálaráðherra hans yrði Robert F. Kennedy, Jr., og margir supu hveljur.
Samsæriskenningasmiður!
Andstæðingur lýðheilsu!
Gagnrýnir sífjölgandi bólusetningar gegn öllu og engu!
Telur þær jafnvel hafa afleiðingar!
Blaðamenn nenna ennþá að taka upp hanskann fyrir lyfjaiðnaðinn og má nefna þessa frétt TV2 í Danmörku sem dæmi.
Þar á bæ tókst að draga upp úr hattinum einhvern mann með fínan titil og fína gráðu sem kallar dag tilnefningarinnar óhugnanlegan fyrir lýðheilsuna og að þetta sé mögulega bara vinagreiði. Núna muni vísindin eiga undir högg að sækja!
Vangaveltur um vensl sífjölgandi bólusetninga auk aukinnar lyfjanotkunar almennt og sprengingar í fjölda allskyns heilsufarsvandamála, sem læknar á launaskrá lyfjafyrirtækja hafa kallað samsæriskenningu, komast á dagskrá.
Skelfing!
Okkur gæti mögulega boðist færri sprautur frekar en fleiri í framtíðinni! Lýðheilsan að hruni komin!
En gott og vel. Blaðamenn lifðu einhvern veginn af veirutíma þrátt fyrir að hafa brugðist öllum sem treystu á þá fyrir upplýsta og hlutlausa fréttaöflun. Þeim er velkomið að halda áfram að grafa eigin gröf.
Það er ekki þar með sagt að verðandi heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna hafi rétt fyrir sér í öllu. En að reyna gamla bragðið - afskrifa einhvern sem samsæriskenningasmið af því hann stígur á rangar tær - mun ekki virka í þetta skipti. Og ætti aldrei að virka aftur.
Og ég held, svei mér þá, að fleiri og fleiri séu að átta sig á því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er alltaf gott að vera bjartsýnn en aldrei þessu vant er ég það ekki núna.
Kristinn Bjarnason, 16.11.2024 kl. 07:54
Væri ekki hressandi að hafa heilbrigðisráðherra eða landlækni sem fylgist með breytingum í lýðheilsu yfir lengri tíma og kæmi með ábendingar?
(20) Benny Johnson on X: "America, your new HHS Secretary RFK Jr. has a message for you about our food This is the single most important video on the internet right now We must stop poisoning ourselves & our children. Soon this will be illegal. Can’t happen fast enough Thank God https://t.co/Y7lroE5T2y" / X
Geir Ágústsson, 16.11.2024 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.