Föstudagur, 15. nóvember 2024
Könnun: Kjósendur vilja engu breyta
Á meðan Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Hollendingar, Argentínumenn, íbúar El Salvador og fleiri þjóðir eru komnar vel á veg að gera upp við vókið, vitleysuna, verðbólguna og fleira gott þá kjósa Íslendingar þau þægindi sem felast í óbreyttu ástandi, eða það benda skoðanakannanir til. Það er að sumu leyti skiljanlegt. Betra finnst börðum hundi að fá húsaskjól og mat þótt lélegt sé en að vera óbarinn úti, mögulega í kulda og vosbúð.
Það er nefnilega ekkert víst að breytingar séu alltaf til batnaðar.
Er þá ekki bara best að kjósa þá sem tala vel um báknið, stofnanirnar, kerfið, skatta til að breyta veðrinu og lækna fátækt, flækjustigin, ríkisútgjöldin, regluverkið og innflytjendurna úr fjarlægu heimshornunum?
Og um leið um nauðsyn hallareksturs í umhverfi svimandi skatta til að halda allri útgerðinni í gangi, sem gætu svo sem hækkað aðeins, en bara á ríkt fólk.
Þeir flokkar eru að vísu til sem tala um að eyða hallarekstrinum og lækka skatta án þess að draga úr ríkisumsvifum að neinu ráði, en látum slíkt tal eiga sig.
Auðvitað er hægt að lækka bæði skatta og skuldir á sama tíma og útrýma verðbólgu í leiðinni - með því að leggja niður, einkavæða, selja og hreinlega lýsa yfir að hérna ætli ríkisvaldið að draga sig til baka og ef einhver sér þörf á viðkomandi þjónustu þá geti viðkomandi bara stofnað til hennar.
En þannig tal hef ég tæpast rekist á.
Spennandi kosningar? Kannski - það er enn tími til stefnu til að draga skítugar brækur einhvers úr skúffunni eða framkalla minnisleysi hjá frambjóðendum - en sjáum hvað setur.
Viðreisn í mikilli sókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Facebook
Athugasemdir
Skoðanakannanir hafa verið niðurdrepandi.
Ekkert nema pödduætur yfirvofandi.
Ásgrímur Hartmannsson, 15.11.2024 kl. 21:22
Það eru flestir óánægðir með yfirvaldið en vilja samt meira yfirvald. Þessari þjóð er algjörlega óviðbjargandi.
Kristinn Bjarnason, 16.11.2024 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.