Sunnudagur, 10. nóvember 2024
Hætta nýskráningu bensín- og dísilbíla á næsta ári, í alvöru?
Viðreisn vill hætta nýskráningu bensín- og dísilbíla á næsta ári segir flokkur sem hingað til hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum. Vonandi lóðfellur hann í sæti við hlið Vinstri-grænna í kjölfar slíkrar yfirlýsingar. Samfylkingin á skilið sömu örlög.
Bensín- og dísilbílar eru ekki að fara neitt í mörg ár svo það sé á hreinu. Fólk sleppir því frekar að borða en fylla á slíka bíla. Þeir eru hestar nútímans. Rafmagnsbílar hafa marga kosti en líka galla, og þann galla stærstan að vera óaðgengilegir venjulegu launafólki sem þarf að komast á milli staða. Ef það breytist þá endurskoða ég auðvitað þá afstöðu, en í daglegu lífi eru spádómar oft lítils virði.
Svona yfirlýsingar koma samt ekki á óvart. Það er á mörgum vígstöðvum unnið að því að taka bílinn af venjulegu launafólki. Þetta er gert með boðum og bönnum, sköttum og öðru. Ferðafrelsi venjulegs fólks fer hreinlega í taugarnar á mörgum með nefið upp í loftið.
Þetta kemur loftslagsbreytingum ekkert við. Launafólk í bílum fyllir göturnar, býr til umferð og hávaða og kallar á viðhald og uppbyggingu vega. Veirutímar voru mun þægilegri fyrir þá sem líta niður á aðra - engin umferð, ekkert vesen.
En það er örlítil von og hún heitir kosningar. Kjósendur geta valið hvort þeir vilji fá að halda sínu eða sjá á eftir lífsgæðum sínum. Því miður virðast margir velja að láta svipta sig frelsi og eigum en nánast aldrei er of seint að skipta um skoðun.
Ég vissi ekki að öll vitleysan frá meginlandi Evrópu hefði náð á strendur Íslands en er hér með leiðréttur. Enn og aftur ætla Íslendingar að verða kaþólskari en páfinn - innleiða þvæluna hraðar og ákafar en aðrir.
En sem sagt, það eru kosningar framundan. Sjáum hvað setur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
..."Viðreisn vill að nýskráningu á bensín- og díselbílum verði hætt á næsta ári, þó með undanþágum "..tilvitnun endar. ....... þó með undanþágum. Undanþága varð að vera í endanum á setningunni.
Hörður Halldórsson, 10.11.2024 kl. 21:46
Fjölmennastir miðað við höfðatölu á COP29
sem hefst á morgun og stendur í 10 daga
eru að sjálfsögðu íslendingar
sem eru þar flestir í boði okkar skattgreiðendana
þó sumir ætli sér að nota tækifærið og kaupa olíu af heimamönnum í Azerbaijan
Grímur Kjartansson, 10.11.2024 kl. 22:50
Blessaður Geir minn.
Þú ert bara með hálfa söguna.
Líklegast búinn að vera of lengi í landi hinna ligeglade sem takast á við allar raunir að vera hyggelige, eða hvernig sem það danska viðhorf er stafsett, nenni ekki að segja mig inní það, en virði samt Danann í byggðinni minni fyrir þetta dásamlega viðhorf.
Við búum í landi ísa og jökla Geir, rafmagnsbíllinn, eins ágætur hann getur verið í borgarsamfélagi, virkar ekki í landi okkar.
Forheimska Viðreisnar er bein árás á tilveru hinna dreifðu byggða, og hún afhjúpar fámenna frjálshyggju-klíku sem er í engu tengd við raunveruleika venjulegs fólks, eða að Ísland er ekki bara þetta 1% af flatarmáli sem höfuðborgarsvæðið er.
Það er hins vegar spurning Geir, hvernig heimskt fólk, fólk sem þjónar aðeins auð hinna Örfáu, skuli fá þetta fylgi í skoðanakönnunum??
Hvaða sjálfseyðingarhvöt þjóðarinnar býr að baki??
Á því á ég ekkert svar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.11.2024 kl. 02:21
Þetta á erindi við alla þar sem áróðurinn um skaðsemi lofttegunda á borð við CO2 er ofmetin til að viðhalda fjárplógsstarfsemi og afvegaleiða almenning í landinu!
Guðmundur Karl Þorleifsson, 11.11.2024 kl. 09:19
Þetta er bara enn einn liðurinn í þeirra fasíska plani að draga úr hreyfanleik alþýðunnar.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.11.2024 kl. 13:05
Allt saman satt og rétt hjá þér Geir, en gleymdu því ekki að loftslagskeisarinn Gulli og Valhallarhirðin er Viðreisnarliðum lík.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.11.2024 kl. 16:40
Sjálfsagt er að draga úr mengun eins og hægt er og nýta Íslenka orku.
Víða um heiminn blasa við erfiðleikar hjá bílaframleiðendum að ná tökum
á nýrri tækni þannig að hún verði bæði hagkvæm og aðgengileg fyrir hinn
almenna borgara.Þetta risastökk í breyttri tækni verður ekki tekið með
offorsi án þess að stórt bakslag verði.
magnús marísson (IP-tala skráð) 11.11.2024 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning