Sunnudagur, 10. nóvember 2024
Stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs?
Umfjöllun evrópskra fjölmiðla um stjórnmálalandslagið í Bandaríkjunum er oft sérstök, svo ekki sé meira sagt, og fellur ágætlega að lýsingunum í þessum pistli, þar sem meðal annars er skrifað:
Íslenskir fjölmiðlar skilgreina hugtakið sérfræðingur af frjálslyndi og jákvæðni. Hafi menn fengið sér Big Mac í Disney World, spilað golf í Orlando og villst í Central Park eru þeir orðnir sérfræðingar í bandarískum stjórnmálum.
Gott dæmi er nýleg umfjöllun um konur sem fjarlægja sig núna af stefnumótamarkaðinum vegna ósættis við karlkynið eins og það leggur sig (nokkuð sem kemur væntanlega karlmönnum til góða og minnkar líkurnar á að lenda í baneitruðu sambandi). Þar segir meðal annars:
Er mörgum konum ofboðið að karlmenn hafi kosið frambjóðanda sem hefur ekki aðeins verið sakaður um kynferðisofbeldi af tugum kvenna heldur stóð einnig á bak við tilnefningar þriggja hæstaréttardómara sem greiddu atkvæði með því að hnekkja stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs.
Þarna er öllu blandað saman. Það er gefið til kynna hér að dómari sem hefur hlotið útnefndingu úrskurði í málum að skapi þess sem tilnefndi, og verður það að teljast meðal langsóttari samsæriskenninga. Því er haldið fram að í stjórnarskrá Bandaríkjanna standi eitthvað sem heimili alríkinu að setja lög í öllum ríkjum Bandaríkjanna um fóstureyðingar og er hér með lýst eftir því hvaða ákvæði það nákvæmlega er.
Nú er auðvitað ekkert nýtt við að hið opinbera seilist mun lengra í valdabrölti sínu en stjórnarskrár heimila, og fær maður jafnvel á tilfinninguna að það sé engin stjórnarskrá í gildi sem verji almenning gegn ásókn hins opinbera í frelsi og eigur. En það má með veikri von vona að dómstólar stöðvi slíka sjálftöku á völdum, og það er það sem Hæstiréttur Bandaríkjanna gerði í tilviki fóstureyðinga. Löggjöf um þær á heima í ríkjunum, ekki í Washington DC, rétt eins og íslensk löggjöf um fóstureyðingar er ákveðin af Alþingi en ekki Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum eða þýska þinginu.
Menn geta svo verið sammála eða ósammála - fundist að löggjöfin í Texas eða Þýskalandi eða hvar sem er ætti að vera öðruvísi - en það er bara allt önnur umræða.
Hvað sem því líður þá er við hæfi að vitna aftur í pistilinn sem vísað var í hér að ofan:
Menn horfðu á Bandaríkin með skandinavísk frjálslyndisgleraugu á nefinu og höfðu litlar forsendur til að skilja hvað var að gerast. Þegar upp var staðið féllu þessir sérfræðingar allir á prófinu. Þeir unnu útfrá þröngum forsendum og óskhyggju sem giltu ekki þegar talið var upp úr kjörkössunum.
Það er nefnilega það, og fjölgar þar með ástæðunum til að taka lítið mark á evrópskum fréttaskýringum um bandarísk stjórnmál og jafnvel stjórnmálin eins og þau leggja sig, með veigamiklum undantekningum.
Konur sniðganga karlmenn út af Trump | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta fóstureyðinga-kjaftæði, út frá sjónarhóli dómstóla, snerist ekkert um fóstureyðinga per se, heldur rétt ríkjanna til þess að ákveða fyrir sig hvaða reglur þeir vilduhafa um svona smotterí, ef einhverjar.
States rights, eins og það er kallað, vs Roe v Wade.
Með Roe v Wade var ríkið í raun að leyfa sér vissa miðstýringu, sem það vildi svo smá auka við með tímanum.
Nú er búið að fella það niður, og ríkin fá meiri völd til sín, frá miðstjórninni.
Bara jákvætt.
Ásgrímur Hartmannsson, 10.11.2024 kl. 16:20
Hún er skrítin pólitíkin í BNA. Þar eru tvö deilumál sem virðast hafa mikil áhrif á afstöðu fólks, byssulöggjöfin og fóstureyðingar.
Fóstureyðingar hafa lítið sem ekkert vægi í Evrópu. Þar er alment fullkomið áhugaleysi á þessu málefni.
Þá er almenn sátt í Evrópu um strangt aðgengi að skotvopnum. Í BNA er hægt að kaupa skotvopn sem eru hvorki hönnuð til sjálfsvarnar eða veiða, heldur fyrir hernað. Tilhugsunin um aðgengi almennings að slíkum vopnum þykir fjarstæðukennd í Evrópu.
Varðandi þurrkuntulegar feministakellingar sem vilja sniðganga karlmenn þá er spuningin hvort einhver karlmaður hafi einhvern tímann haft nokkurn áhuga á að vera nálægt þeim. Virðist sem það hafi ekki verið á þeirra valdi að taka slíka ákvörðun. Og í framhaldinu má spyrja hvort þær hyggist líka sniðganga þær 50% +/- kvenna sem kusu Trump.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.11.2024 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning