Fimmtudagur, 7. nóvember 2024
Hvað gerir Trump núna?
Það er alveg magnað að heyra fólk tala um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Hvað gerir hann núna?
Núna stoppar hann ekkert með þingmeirihluta í farteskinu!
Hann mun núna banna fóstureyðingar!
Núna verður Project 25 hrint í framkvæmd!
Ég tek eftir því að enginn talar um að Trump muni gera eitthvað hræðilegt aftur eða eins og seinast. Það man hreinlega enginn eftir neinu sem hann gerði annað en að á hans forsetatíð valdi Hæstiréttur Bandaríkjanna að endurskoða eigin úrskurð um heimildir alríkisins til að setja lög um fóstureyðingar innan ríkja Bandaríkjanna. Sem sagt: Ekki einu sinni verk Trump.
Hefur fólk gleymt því að hann var forseti í 4 ár og því algjörlega fyrirsjáanlegur? Auðvitað hjálpa þingmeirihlutar en þeir eru jú samt bara það - þingmenn sem kjósa um mál, hver og einn, og stundum úr takt við þarfir og óskir forsetans.
Auðvitað er þetta viðbúið tal og eins hótanir fólks um að flytja frá Bandaríkjunum og hvaðeina og að ætla núna að stofna til mótmæla og rústa eigum venjulegs fólks. Eftir nokkrar vikur af ósköp venjulegri forsetatíð sem hefst á því að undirrita margar tilskipanir mun fólk ekki taka mikið eftir því hver er forseti Bandaríkjanna, a.m.k. ekki í Evrópu. Trump mun birtast á sjónvarpsskjá þar sem hann fer í opinberar ráðstefnur og þess háttar og yppa öxlum.
Eins og seinast.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað gerði hann síðast: sleikti upp Kína og Rússland, Fjarlægði sig vestrænum vinaþjóðum, kom á verndartollum sem gerðu meira ógagn en gagn, sannfærði heiminn um að USA væri stjórnað af hálfvitum, reyndi að koma á einræði í USA. Villtu meira? Af nógu er að taka.
Hvað gerir hann næst: Setur frekari hömlur á mulliríkjaviðskipt, verður málsvari einræðisherra i heiminum og verður einn af þein, Ísrael fær frítt spil til að útrýma palentísku þjóðinni, rússar munu eiga auðveldara með að leggja undir sig Úkraínu og ógna allri Evrópu. Villtu meira? Af nógu er að taka.
Bjarni (IP-tala skráð) 7.11.2024 kl. 16:20
Bjarni,
Hérna stendur varla steinn yfir steini satt að segja, en það er dæmigert þegar gáfaða fólkið í Evrópu endurtekur fyrirsagnir CNN.
Geir Ágústsson, 7.11.2024 kl. 19:03
"sannfærði heiminn um að USA væri stjórnað af hálfvitum"
Maður hefur nú margoft heyrt fólk á Íslandi tala um stjórnun þessa 63 hálfvita á Alþingi
Grímur Kjartansson, 7.11.2024 kl. 19:40
Við skulum ekki gleyma loforðinu hans við íþróttakonurnar sem studdu hann. Hann beitir sér fyrir banni á þátttöku karla, sem skilgreina sig sem konur, í kvennaíþróttum. Hann sagðist ætla að taka á hneyksli nútímans, limlestingu á börnum sem líður illa í eigin líkama og lyfjagjöfum til þeirra. Sagðist ætla að banna áróður í skólum. Verður fróðlegt að fylgjast með þessum þáttum þó þeir séu ekki mikilvægir í augum margra.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2024 kl. 22:37
Geir, ertu ekki ennþá farinn að sjá það sem blasir við? Hefði ég haft kosningarétt þá hefði ég setið heima, hvorki kosið Harris með sitt woke kjaftæði eða Trump með sína einangrunarstefnu. Við erum að sjá þetta líka í Evrópu, skautun á milli öfga-hægri og öfga-vinstri. Við hófsömu,til hægri eða vinstri. eigum engan samastað
Bjarni (IP-tala skráð) 7.11.2024 kl. 23:17
Trump gerir ekki allt í einu,en ætla má að hann byrji á að efna loforð sín við íþróttakonurnar sem Helga minnist á ofl.aðkallandi;-- stærstu ríki heims þurfa innan tíðar að sameinast um að stoppa gildruna sem merkismenn heimsins skálda um hlínun jarðar og ætla sér greiððslur fra þjóðríkjunum. Ég er sem eg sjái uppáhald mitt berjast í því stríði sem hann er bestur í.
Helga Kristjánsdóttir, 8.11.2024 kl. 05:00
eru fólk heiladauð og getur ekki leitað sér af heimildum áður en það talar??
pétur (IP-tala skráð) 8.11.2024 kl. 10:55
Ágæt grein eftir Þorstein Þorgeirsson í Mogganum í dag um efnahagsmál og hvað það Er sem Trump vill lagfæra.
Silja Bára er ekki sammála þér Geir að hæstiréttur BNA hafi mátt endurskoða Roe & Wade og sér nú skrattann í horni samkynhneigðra. En hún lítur svo á að í þeim dómi felist fostureyðingabann, sem það auðvitað er ekki. Spurningin ætti hinsvegar að vera - hverjar voru aðstæðurnar þega dómurinn féll og hvernig var hæstiréttur samsettur á þeim tima? Mætti segja mér að demókratar hafi þá skipað meirihlutann.
En vinstrimenn e.o.Silja Bára líta svo á að allt sem fellur þeim í vil er greipt í stein. Allt annað má og á að rífa niður.
Ragnhildur Kolka, 8.11.2024 kl. 11:54
Kíkjum bara á þetta beint frá manninum sjálfum:
https://www.donaldjtrump.com/
Q: "Seal the border and stop the migrant invasion
Carry out the largest deportation operation in american history
End inflation, and make america affordable again
Make america the dominant energy producer in the world, by far!
STOP OUTSOURCING, AND TURN THE UNITED STATES INTO A MANUFACTURING SUPERPOWER
large tax cuts for workers, and no tax on tips!
Defend our constitution, our bill of rights, and our fundamental freedoms, including freedom of speech, freedom of religion, and the right to keep and bear arms
Prevent world war three, restore peace in europe and in the middle east, and build a great iron dome missile defense shield over our entire country -- all made in america
End the weaponization of government against the american people
Stop the migrant crime epidemic, demolish the foreign drug cartels, crush gang violence, and lock up violent offenders
Rebuild our cities, including washington dc, making them safe, clean, and beautiful again.
Strengthen and modernize our military, making it, without question, the strongest and most powerful in the world
Keep the U.S. dollar as the world's reserve currency
Fight for and protect social security and medicare with no cuts, including no changes to the retirement age
Cancel the electric vehicle mandate and cut costly and burdensome regulations
Cut federal funding for any school pushing critical race theory, radical gender ideology, and other inappropriate racial, sexual, or political content on our children
Keep men out of women's sports
Deport pro-hamas radicals and make our college campuses safe and patriotic again
Secure our elections, including same day voting, voter identification, paper ballots, and proof of citizenship
Unite our country by bringing it to new and record levels of success"
Hann gerir eitthvað af þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2024 kl. 14:22
Rosalega er gott Harmala Karrish komst ekki að. Hún hefði sett þjóðina ´svipað plan og sódómu á einu ári.
Þá hefðu óvinaþjóðirnar geta sparað sér vopnin.
Loncexter, 8.11.2024 kl. 20:00
Er það bakslag eða endurkast
þegar fólk almennt upplifir að réttindi örhópa samfélagsins séu orðin æðri allra annarra og almúginn þurfi að gjöra svo vel að bugta sig og beygja með klósettferðir og fleira í samræmi við upplifun þessara örhópa á sínum líkama og kynlífsþörf þann daginn.
Grímur Kjartansson, 9.11.2024 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.