Hvað gerir Trump núna?

Það er alveg magnað að heyra fólk tala um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 

Hvað gerir hann núna?

Núna stoppar hann ekkert með þingmeirihluta í farteskinu!

Hann mun núna banna fóstureyðingar!

Núna verður Project 25 hrint í framkvæmd!

Ég tek eftir því að enginn talar um að Trump muni gera eitthvað hræðilegt „aftur“ eða „eins og seinast“. Það man hreinlega enginn eftir neinu sem hann gerði annað en að á hans forsetatíð valdi Hæstiréttur Bandaríkjanna að endurskoða eigin úrskurð um heimildir alríkisins til að setja lög um fóstureyðingar innan ríkja Bandaríkjanna. Sem sagt: Ekki einu sinni verk Trump.

Hefur fólk gleymt því að hann var forseti í 4 ár og því algjörlega fyrirsjáanlegur? Auðvitað hjálpa þingmeirihlutar en þeir eru jú samt bara það - þingmenn sem kjósa um mál, hver og einn, og stundum úr takt við þarfir og óskir forsetans. 

Auðvitað er þetta viðbúið tal og eins hótanir fólks um að flytja frá Bandaríkjunum og hvaðeina og að ætla núna að stofna til mótmæla og rústa eigum venjulegs fólks. Eftir nokkrar vikur af ósköp venjulegri forsetatíð sem hefst á því að undirrita margar tilskipanir mun fólk ekki taka mikið eftir því hver er forseti Bandaríkjanna, a.m.k. ekki í Evrópu. Trump mun birtast á sjónvarpsskjá þar sem hann fer í opinberar ráðstefnur og þess háttar og yppa öxlum. 

Eins og seinast.



« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hvað gerði hann síðast: sleikti upp Kína og Rússland, Fjarlægði sig vestrænum vinaþjóðum, kom á verndartollum sem gerðu meira ógagn en gagn, sannfærði heiminn um að USA væri stjórnað af hálfvitum, reyndi að koma á einræði í USA.  Villtu meira? Af nógu er að taka.

Hvað gerir hann næst: Setur frekari hömlur á mulliríkjaviðskipt, verður málsvari einræðisherra i heiminum og verður einn af þein, Ísrael fær frítt spil til að útrýma palentísku þjóðinni, rússar munu eiga auðveldara með að leggja undir sig Úkraínu og ógna allri Evrópu. Villtu meira? Af nógu er að taka.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.11.2024 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband