Þriðjudagur, 5. nóvember 2024
Leiðrétting: Harris vildi EKKI koma í hlaðvarpið
Blaðamenn afhjúpa stundum skoðanir sínar á viðfangsefninu og gera það með ýmsum hætti. Það getur verið óvart en líka viljandi.
Þeir geta sagt frá næstum því öllu sem skiptir máli til að veita samhengi en sleppt ákveðnum atriðum til að beina huga lesenda eða hlustenda í rétta átt.
Þeir geta blandað saman staðreyndum og uppspuna.
Þeir geta valið að skilgreina eitthvað á ákveðinn hátt svo hughrifin verði ákveðin, svo sem að kalla hóp raðnauðgara frá Pakistan Asíubúa.
Svo geta þeir sagt frá því þegar Kamala Harris vildi koma í hlaðvarp Joe Rogan, vinsælasta hlaðvarpsstjórnanda heims, en fékk það ekki, eða með orðum blaðamanns:
Í október kom út þriggja klukkustunda langur viðtalsþáttur við Trump sjálfan.
Teymi Harris er sagt hafa átt í viðræðum við Rogan á síðustu vikum um að koma í hlaðvarpið en ekkert varð af því.
Joe Rogan þó! Að stunda ritskoðun til að ná fram pólitískum markmiðum! Að hampa einum frambjóðanda en meina öðrum aðgangi!
Eru það ekki hughrifin sem er reynt að kalla fram hérna?
Staðreyndin er allt önnur. Donald Trump settist niður í hljóðveri Rogan og ræddi þar ýmis mál í þrjár klukkustundir. Þrjár klukkustundir! Þannig eru þættir Rogan. Þeir eru það sem kallast long form viðtöl. Þetta er leyniuppskrift Rogan - það sem kom honum á kortið. Fólk er orðið þreytt á kappræðum, örstuttum og klæðskerasniðnum viðtölum og hraðaspurningum.
Svona viðtöl tekur Rogan í eigin hljóðveri þar sem er allt til alls, tæknimaður, skjár til að varpa á og öskubakki til að setja vindlaöskuna í, eða jónuöskuna ef því er að skipta.
Og hvað vildi Kamala Harris? Hún vildi að Rogan kæmi til hennar og að viðtalið við hana tæki að hámarki eina klukkustund. Þetta eru opinberar upplýsingar. Af hverju að sleppa því að nefna þetta? Jú, til að fá þig til að hugsa með þér að Rogan hafi haft pólitískan ásetning - að hampa viðmælandum sem kom í þrjá tíma í hljóðver en loka á annan sem vildi fá stjórnanda í stofuna sína og drepa í raun þá viðtalstegund sem stjórnandi er þekktur fyrir og hlýtur vinsældir út á.
Ég skil alveg að við Evrópumenn teljum Harris vera betra forsetaefni en Trump. Hún talar eins og við viljum að sé talað og lofar skattahækkunum og öðru sem við kjósum svo ítrekað með. En leyfum nú Bandaríkjamönnum bara að eiga sínar kosningar og í versta falli að sumra mati - ef Trump vinnur - þá hættum við að þurfa styðja fleiri stríð en við gerum nú þegar, og ríki Bandaríkjanna fá sjálf að ákveða hvaða lög gilda innan landamæra þeirra, meðal annars um fóstureyðingar, rétt eins og ríki Evrópu.
Ekki svo slæmt, þrátt fyrir allt.
![]() |
Rogan lýsti formlega yfir stuðningi við Trump |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:50 | Facebook
Athugasemdir
Sá sem leggur það á sig að hlusta á appelsínugula vitleysinginn í heila þrjá klukkutíma á skilið að fá annað hvort æðstu orðu ríkisins eða ókeypis gistingu á Ronald Reagan asylum for the criminally insane.
Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2024 kl. 23:48
Sá sem hlustar á Kamilalalala í 5 mínótur áttar sig fljótlega á því að konan er heimskari en epli. Fact.
Trausti (IP-tala skráð) 6.11.2024 kl. 01:02
Organ býður upp á samtal, ekki fyrirfram samþykktar spurningar. Málum er velt upp og farið um víðan völl, stundum grunnt og stundum djúpt. Hann býður til sín áhugaverðu fólki sem á að standast prófið. Ef það gerir það ekki opinberast tómleiki þess. Samtal hans við Musk var sérstaklega áhugavert, einlægt og fróðlegt. Við slíkar aðstæður kemur innri maður í ljós.
Harris hefði aldrei staðist slíkt próf.
Ragnhildur Kolka, 6.11.2024 kl. 09:06
Autoscript breytti Rogan í Organ,sem hann auðvitað er. En líka Rogan.
Ragnhildur Kolka, 6.11.2024 kl. 09:09
Fyrir þá sem vantar afþreyingu í dag þá eru fyrirsagnirnar í New York Times alveg óborganlegar:
His Win Opens a New Era of Uncertainty for the Nation
Pariah, Felon, President-Elect: How Trump Fought His Way Back to Power
America Hires a Strongman
America Makes a Perilous Choice
It’s This Man’s, Man’s, Man’s World
Þar á bæ geta menn alveg byrjað að undirbúa sig undir eyðimerkurgöngu á blaðamannafundum Hvíta hússins.
Geir Ágústsson, 6.11.2024 kl. 11:09
Þó svo Trump sé ekki rétta svarið þá verða þessi úrslit vonandi til þess að víðáttuvitlausu vinstri vitleysingarnir hristi af sér woke þvæluna, ANTIFA, BLM, open border, feminisma og átti sig á því að það sé ekkert sérlega gáfulegt að móta sína stefnu eftir "virkir í athugasemdum"
Bjarni (IP-tala skráð) 6.11.2024 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.