Hin hliðin

Það er oft áhugavert að lesa skoðanir þeirra á „hinni hliðinni“ í málum, svo sem að lesa og hlusta á málflutning nasistans - þess raunverulega sem trúir á yfirburði hvíta kynþáttarins - eða róttæka múslímans sem vill pakka konum inn að eilífu og banna þeim að keyra bíla. 

Það þýðir ekki að ég sé á „hinni hliðinni“ en að kynna sér hana getur mögulega veitt smávegis samhengi.

Vandamálið er að oft þarf að grafa djúpt eftir slíkum sjónarmiðum. Ekki fá þau sanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum og jafnvel talið óþarfi enda bara „vondar“ skoðanir sem þarf ekki að ávarpa. En það eru til leiðir.

Í dag las ég svolitla greiningu á rússneska vefmiðlinum RT.com sem hitti örlítið naglann á höfuðið. Hér fylgir tilvitnun í lengra lagi því miður, og bara á ensku, en ég vona að fólk láti sér hana ekki duga og lesi alla greininguna:

The strict demand for loyalty to the narrative hides the fact that US foreign policy is about restoring global primacy and not an altruistic commitment to liberal democratic values. The US considers Ukraine to be an important instrument to weaken Russia as a strategic rival.

The RAND Corporation, a think tank funded by the US government and renowned for its close ties with the intelligence community, published a report in 2019 on how the US could bleed Russia by pulling it further into Ukraine. RAND proposed that the US could send more military equipment to Kiev and threaten NATO expansion to provoke Moscow to increase its involvement in Ukraine:

“Providing more US military equipment and advice could lead Russia to increase its direct involvement in the conflict and the price it pays for it… While NATO’s requirement for unanimity makes it unlikely that Ukraine could gain membership in the foreseeable future, Washington pushing this possibility could boost Ukrainian resolve while leading Russia to redouble its efforts to forestall such a development.”

However, the same RAND report recognized that the strategy of bleeding Russia had to be carefully “calibrated,” as a full-scale war could result in Russia acquiring strategic territories, which is not in the interest of the US. After Russia launched its military operation in February 2022, the strategy was similarly to keep the war going as long as there were not significant territorial changes.

In March 2022, Leon Panetta (former White House chief of staff, secretary of defense, and CIA director) acknowledged: “We are engaged in a conflict here, it’s a proxy war with Russia, whether we say so or not… The way you get leverage is by, frankly, going in and killing Russians.” Even Zelensky recognized in March 2022 that some Western states wanted to use Ukraine as a proxy: “There are those in the West who don’t mind a long war because it would mean exhausting Russia, even if this means the demise of Ukraine and comes at the cost of Ukrainian lives.”

US Secretary of Defense Lloyd Austin outlined the objectives in the Ukraine proxy war to as weakening its strategic adversary:

“We want to see Russia weakened to the degree that it can’t do the kinds of things that it has done in invading Ukraine… So it [Russia] has already lost a lot of military capability. And a lot of its troops, quite frankly. And we want to see them not have the capability to very quickly reproduce that capability.”

There have also been indications of regime change as a wider goal of the war. Sources in the US and UK governments confirmed in March 2022 that the objective was for “the conflict to be extended and thereby bleed Putin,” as “the only end game now is the end of Putin regime.” US President Joe Biden suggested that regime change was necessary in Russia: “For God’s sake, this man cannot remain in power.” However, the White House later walked back these dangerous remarks.

A spokesperson for then UK Prime Minister Boris Johnson also made an explicit reference to regime change by arguing, “the measures we’re introducing, that large parts of the world are introducing, are to bring down the Putin regime.” James Heappey, the UK minister for the armed forces, similarly wrote in the Daily Telegraph: 

“His failure must be complete; Ukrainian sovereignty must be restored, and the Russian people empowered to see how little he cares for them. In showing them that, Putin’s days as President will surely be numbered and so too will those of the kleptocratic elite that surround him. He’ll lose power and he won’t get to choose his successor.”

Ég tek að miklu leyti undir þessa greiningu sem er jú lítið annað en samantekt á orðum okkar ástkæru leiðtoga og talsmanna. Mér finnst að auki ekki að utanríkisstefna Bandaríkjanna eigi að vera forgangsmál fyrir Ísland eða Evrópu. Mér finnst ekki að það eigi að vera forgangsmál að moka ungum mönnum í hakkavél til að láta Rússlandi „blæða út“ og að það vera skynsamlega ráðstöfun til að stuðla að friði. Greiningin á rússneska miðliðnum er alveg ljómandi og að minnsta kosti áhugaverð. 

Sá sem skrifaði hana er eflaust heilaþvegin strengjabrúða Rússlandsforseta en þá er þeim mun mikilvægara að vita hvernig hann sér heiminn og hvernig hann upplifir okkar fjölmiðlalandslag. Ég held því um leið fram að vestrænir blaðamann séu líka strengjabrúður.

Ég er ekki að segja að við eigum að taka meira mark á rússneskum fjölmiðlum en okkar. Það sem ég er að segja er að til að skilja nokkurn skapaðan hlut þurfi að fá öll sjónarhorn á borðið, og að vestrænir fjölmiðlar séu hérna að bregðast meira og minna. Þeir sem vilja vita meira þurfa því að hoppa af sporinu. Þeir sem vilja það ekki geta verið á því.

Því hvernig er hægt að halda uppi samræðum þegar báðir aðilar þagga niður í hvor öðrum? Fái aldrei hina hliðina?

Það er ekki hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er afbragðs góð greining hjá RT enda byggð á orðum þeirra sem segjast verndarar lýðræðis. Kynni maður sér ekki "hina" hliðina er tómt mál að tala um gagnrýna hugsun. Internetið gerir öllum kleift að afla sér víðtækrar vitneskju og við það eru valdasjúkir hræddir. Við sjáum það best í öllum boðunum og bönnunum sem á okkur eru lögð. Ekki bara í fjölmiðlaþögguninni um raunverulega orsök Úkraínustríðsins heldur líka afleiðingunum, þ.e. öllum hinum stjórnarbyltingunum sem átt hafa sér stað undanfarna daga og ár. Af sama meiði eru skrifin að handan sem Navalni "ekkjan" grátbólgin er látin kynna.t

Til að tryggja sér heimsyfirráð hafa BNA ekki bara ýtt úr vör litabyltingu í Úkraínu, Pakistan og Banglades. Tilraunir til svokallaðra lýðræðisbyltinga(litabyltingar) hafa verið gerðar í Belarus og Georgíu sem misheppnuðust og nú síðast Moldovu sem heppnaðist. Moldóva gæti því orðið næsta Úkraína og ef ekki þá má athuga hvort ekki sé hægt að etja Finnum út í foraðið. Allar þessar tilraunir miða að því að steypa Putin og veikja Rússland svo BNA geti staðið stolt sem "verndari lýðræðisins."

Ragnhildur Kolka, 5.11.2024 kl. 14:06

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er kannski minna spáð í það hver tæki við af Pútín. Annaðhvort einhver enn harðari eða einhver veikari sem dettur fljótlega út um gluggann og valdabarátta fer á fullt.

Nema það sé markmiðið - að gjörsamlega lama Rússland með valdabaráttu í Kreml. Gæti verið. Þannig fór fyrir Líbíu sem er ennþá að jafna sig. Kostar að vísu slatta af mannslífum almennra borgara sem koma hvergi nálægt valdataumunum, en olíudollaranum borgið. 

Geir Ágústsson, 5.11.2024 kl. 15:59

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er nóg til af grjóthörðum Medvedevum í Kreml. Hvort Vesturveldin yrðu eitthvað hamingjusamari með þá dreg ég stórlega í efa.

Ragnhildur Kolka, 5.11.2024 kl. 16:41

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Heh...

Rússland tapar kannski mannskap, en Úkranía tapar honum hraðar.

Og allt NATO batteríið blæðir peningum margfalt hraðar, vegna þess að NATO vopn eru dýrari en andskotinn og endast ekki mjög lengi.

Og Petródollarinn er farinn veg allrar veraldar út af þessu.

Algert tap.  Vegna algerrar misreiknunar, vegna þess að forsendurnar voru óskhyggja eða eitthvað sem menn sáu á DMT trippi.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.11.2024 kl. 19:21

5 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ásgrímur, stóra fréttin er að öll vesturveldin + nato eru ekki að ráða við Rússa. Það eru ekki skemmtilegir tímar framundan hjá okkur.

Kristinn Bjarnason, 5.11.2024 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband