Laugardagur, 2. nóvember 2024
Þegar maður gerist fjölmiðill
Pistlar Páls Vilhjálmssonar, fyrrverandi kennara og fyrrverandi blaðamanns, eru lesnir um það bil 15 þúsund sinnum á viku. Það er á pari við lestur á heimildin.is og mannlif.is skv. mælingum Gallup. Það, og sé tekið mið af efnistökum Páls (oft vönduð rannsóknarblaðamennska þar sem þræðir eru bundnir saman), og það mætti alveg eins segja að hann sé einsmannsfjölmiðill og um það bil fjórði vinsælati fjölmiðill Íslands.
Og þegar fjölmiðill kemst of nálægt einhverjum óþægilegum sannleika, eða neitar að leyfa slíkum sannleika að hverfa í gleymsku sögunnar, þá er hann að mála á sig skotskífu sem herská hagsmunasamtök reyna að skjóta á.
Takmark slíkra samtaka er auðvitað þöggun eins og Páll hefur rakið í pistlum sínum. Ef dómskerfið fellst á slíkt verður í raun búið að innleiða ritskoðun á Íslandi. Það verður nútímaleg útgáfa af fyrri tíma takmörkunum á tjáningu um trúarbrögð. Hin nútímalegu trúarbrögð kalla sig ekki trúarbrögð en eru það og löggjafinn dansar í takt.
Auðvitað munu árásir hagsmunasamtaka á mann úti í bæ ekki bera neinn árangur. Pistlarnir verða áfram skrifaðir og hýstir og birtir og hljóta mikla útbreiðslu. Höfundur mun verja sig fyrir dómstólum og hafa sigur. Það liggur við að segja að hagsmunasamtökin séu að gera sig að athlægi og vekja enn meiri athygli á leyndarmálum sínum fyrir vikið. Mögulega búin að ýta á sjálfseyðingarhnappinn.
Það má a.m.k. vona.
Og svo sannarlega segja að lítil þúfa hafi vellt þungu hlassi.
Samtökin '78 kæra Pál Vilhjálmsson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning