Eilífðarflokkar

Í mjög skemmtilegum pistli á Viðskiptablaðinu skrifar höfundur:

Það er gott að baráttan er snörp, allt verður miklu dýnamískara. Flokkarnir eru margir hverjir alls ekki tilbúnir og því síður frambjóðendurnir, sem gerir þetta að svo góðri skemmtun. Mikilvægast er að okkur beri gæfa til að sem flestir vinstri flokkar þurrkist út og að Sjálfstæðisflokkurinn verði í ríkisstjórn, því okkur farnast best þegar Sjálfstæðisstefnan er höfð að leiðarljósi.

Ég hjó þarna eftir orðunum „að sem flestir vinstri flokkar þurrkist út“. Sem sagt, að svo fáir kjósendur kjósi ákveðna flokka að þeir verði að engu. Leggist jafnvel af. Bráðni inn í aðra flokka.

En geta kjósendur þurrkað út flokka? 

Það er varla!

Flokkar fá ríkisstyrki, líka þeir sem ná ekki mönnum á þing, gefið að þeir fái ákveðið lágmark sem er lægra en lágmarkið til að ná inn þingmanni. Sósíalistaflokkurinn er slíkur flokkur. Hann fékk eitthvað smávegis af atkvæðum í seinustu þingkosningum og fyrir vikið milljónir í ríkisstyrki sem hann hefur svo nýtt til að halda sér á lífi og jafnvel borga laun og annað. Kjósendum tókst ekki að þurrka út. Þeir reyndu en fengu í staðinn fjölmiðil á eigin kostnað. 

Það væri óskandi að kjósendur gætu þurrkað út flokka en er orðið því sem næst ómögulegt. Þeir eru orðnir að vörunni sem tekur mikið hillupláss en enginn kaupir nema það myndist einhver mjög takmörkuð stemning í augnablik. 

Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það voru 12 einstaklingar í forsetaframboði

nú eru 10 listar í framboði til Alþingis (sumir á þeim listum voru reyndar líka í forsetaframboði)

Nei það er erfitt að drepa draum sumra um að þeir séu öðrum fremri í að ákveða hvernig hinir eigi að hegað sér dags daglega

Grímur Kjartansson, 31.10.2024 kl. 19:32

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Við fáum a.m.k. frí frá goðsögnininni "fjórflokkurinn", sem er kannski verr og miður.

Geir Ágústsson, 1.11.2024 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband