Miðvikudagur, 30. október 2024
Oddvitarnir sögðu hvað um veirutíma?
Ég veit að það er kosningabarátta þar sem má segja hvað sem er á meðan það er talið líklegt til að skila atkvæðum. Jafnvel að ljúga aðeins.
En þegar oddvitar svokallaðra hægri- og miðflokka segja núna að þeim finnist að yfirvöld hafi gengið of langt á veirutímum að skerða, taka af fólki og jafnvel hóta mismunun eftir lyfjatöku þá er lygin orðin of stór.
Hérna tek ég út úr sviga Arnar Þór Jónsson, formann Lýðræðisflokksins. Hann stóð svo sannarlega vaktina, bæði á þingi og utan, og fékk bágt fyrir.
Hinir eru bara að ljúga.
Staðreyndin er sú að þessir oddvitar allir sem einn brugðust algjörlega. Þeir þögðu eða tóku undir og opnuðu veski skattgreiðenda til að fjármagna þvæluna. Þeir hefðu auðveldlega getað séð nánast frá upphafi að ekki var allt með felldu.
Þeir brugðust og eiga ekki að fá að skjóta sér undan því.
En þeir reyna það nú samt og þá spyr maður sig: Hvað gera þeir næst?
Og hvað eru þeir að bauka og boða í dag, þvert á heilbrigða skynsemi og alla rökhugsun? Sem verður svo afhjúpað eftir fjögur ár, eða fjörtíu, sem sturlun sem gekk of langt?
Þegar oddvitar ljúga svona greinilega um frekar nýlega viðburði, og þar sem aðgerðir stjórnvalda eru ennþá að hrella fólk og hafa jafnvel komið mörgum í líkkistu, þá er það alvarlegra mál en einföld lygi sem kallast kosningaloforð.
Jafnvel meðvirkni með siðrofi, og merki um hálfgerða siðblindu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:58 | Facebook
Athugasemdir
Þeir segjast nú ekki skv. fréttinni (Bjarni og Sigmundur) hafa verið þessarar skoðunnar á sínum tíma, heldur að þeir séu komnir á þessa skoðun nú. Bjarni Ben telur þurfa að rannsaka covidmál og það er trúlega bara alveg rétt. (En hvort sú skoðun endist fram yfir kosningar er svo annað mál eins og svo margt fleira hjá Bjarna.)
Ómaklegt er af Arnari að kalla þríeykið valdasjúka einstaklinga, þeirra vald var aldrei nema í skjóli ríkisstjórnarinnar. Þau lögðu til hvað þyrfti að gera til að slá á faraldurinn, það var annarra að meta hvort þær tillögur stæðust eðlilega stjórnarhætti.
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 30.10.2024 kl. 23:42
Bjarni,
Ég er kannski ósanngjarn en þegar ég sé minnstu viðleitni yfirvalda og útsendara þeirra til að afsaka sig frá ábyrgð á skelfingunni sem var kölluð yfir venjulegt fólk til að forða því frá hinu óumflýjanlega - smiti sem átti einfaldlega að undirbúa sig fyrir frekar en forðast - þá verð ég öskureiður.
Það er allt rétt sem Arnar Þór segir um veirutíma: Þingið var tekið úr sambandi, valdið falið örfáum embættismönnum sem kjörnir fulltrúar skýldu sér á bak við, og hagkerfið lamað með peningaprentun og skuldasöfnun sem sést í dag í verðbólgutölum og vaxtagreiðslum úr opinberum sjóðum.
Geir Ágústsson, 31.10.2024 kl. 11:11
Hvað finnst þér Geir um þetta þar sem við erum að tala um covid tímann?
Félag íslenskra heimilislækna hefur sent á félagsmenn sína og stjórnvöld ályktun og tilmæli um að heimilislæknar muni ekki gefa út svokölluð fit to fly vottorð fyrir hælisleitendur sem á að vísa úr landi. Þau telji þau það stríða gegn siðareglum lækna og mannréttindasáttmálum. Þau vilja að reglugerð um vottorðin sé breytt.
Ætli þessar siðareglur séu vel faldnar í skuffunni og einungis teknar upp við sérstök tilefni? Ekki hafði félag íslenskra heimilislækna eitthvað útá það að setja þegar byrjað var að sprauta Íslendinga með tilrauna mRNA gena lyfum. Einkar athyglisvert að sjá hvar hjartað liggur hjá þessu félagi.
Trausti (IP-tala skráð) 31.10.2024 kl. 15:20
Trausti,
Þarf ekki bara að breyta reglugerð þannig að í stað þess að læknar þurfi að geta út "fit for fly" vottorð að þá þurfi þeir að réttlæta sérstök "not fit to fly" vottorð? Þá þurfa þeir að sanna að einhver geti ekki flogið. Það ætti að létta á landamærunum.
Annars fer maður að skilja af hverju sumir læknar telja sig hafa of mikið að gera. Læknar gegn loftslagsbreytingum er víst til og þá geta menn brosað eins og þeir vilja.
Geir Ágústsson, 31.10.2024 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning