Fyrirkomulag kjarasamninga

Ég hef unnið vinnu sem var launuð samkvæmt kjarasamningum. Þegar ég bað um launahækkun í slíkum aðstæðum var mér sagt að ég væri nú þegar „á hæsta taxtanum“ sem gilti um mitt starf. Ég þekki duglega konu sem fékk sama skilaboð. Já, auðvitað áttu skilið launahækkun miðað við ábyrgð og álag en því miður: Kjarasamningurinn segir nei.

Þar með er ekki sagt að launahækkun sé bönnuð eins og ég skil það. Atvinnuveitendur geta líka farið aðrar leiðir: Boðið upp á aksturspeninga og fasta yfirvinnu og annað slíkt. En það má engu að síður færa rök fyrir því að kjarasamningar séu verkfæri atvinnurekenda til að halda launum niðri, líka hjá starfsfólki sem skarar fram úr. Hvers vegna ekki? Það er ekki eins og betri kjör bjóðist á öðrum vinnustöðum sem fylgja sömu kjarasamningum. Læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og fleiri sem reiða sig nánast algjörlega á hið opinbera um atvinnu eru bundnir við kjarasamningana, frekar en að atvinnurekendur séu bundnir af þeim.

Það er því frekar sorglegt að hugsa til þess að framúrskarandi kennarar, sem standast álagið og kröfurnar og hlaupa jafnvel oft í forföll ofan á eigin verkefni, geti ekki fengið umbun við hæfi. Þess í stað þurfa þeir að sætta sig við meðallaunin - laun þeirra sem veikjast kerfisbundið einu sinni í mánuði eða skilja eftir sig sviðna jörð í kennslustofunum. Margir kennarar vinna af mikilli ástríðu og skila af sér ánægðum nemendum sem í raun læra eitthvað. Þeim vantar bara skólahúsnæði sem gerir ekki kennara og nemendur veika.

Vandi kennara er ekki skortur á fjármagni - grunnskólar á Íslandi kosta meira á nemanda en í flestum þróuðum ríkjum. Peningurinn fer hins vegar á ranga staði, kerfisbundið. Hvert nákvæmlega veit ég ekki.

Er ekki kominn tími til að skera skólakerfið úr snöru hins opinbera? Slík aðgerð er vel þekkt og hefur dugað ágætlega á öðrum sviðum þar sem kostnaðurinn var alltaf á uppleið en ánægja skjólstæðinga á niðurleið.


mbl.is Kröfur kennara „mikil vonbrigði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband