Þriðjudagur, 29. október 2024
Gaman að láta klappa fyrir sér
Fyrir utan ráðhús Reykjavíkur, höfuðstaðs Íslands, mun fáni Úkraínu blakta um alla framtíð eða þar til Úkraína hefur sigrað eins og borgarstjóri orðar það.
Ekki fánar annarra ríkja sem eru í átökum og að eiga við innrás. Ekki fáni Armeníu, Kúrda, Palestínu, Líbanon eða Tævan.
Ekki fánar sem tákna samstöðu með fjölskyldum sem hafa séð á eftir heilu rútunum fullum af börnum í hendur mannræningja í Afríku, kvenna sem eru neyddar til að hylja á sér hár og líkama í Miðausturlöndum eða samkynhneigðra sem róttækir múslímar varpa fram af húsþökum.
Nei, fáni Úkraínu, eins spilltasta ríkis Evrópu og þótt víðar væri leitað, þar sem er nýbúið að afnema lýðræðið í raun, takmarka notkun á tungumáli stærsta minnihlutahópsins í ríkinu, ofsækja trúarsamfélög og ræna ungum mönnum úti á götu og senda á víglínur. Þar sem málfrelsið er takmarkað, fjölmiðlar eru strengjabrúður og ríkinu stjórnað með tilskipunum.
Vissulega ríki sem rússneskir hermenn eru að hakka í sig, eitt þorp í einu, en ekki ríki engla og dýrlinga.
Vissulega ríki þar sem almennir borgarar þurfa hjálp og aðstoð, en ekki ríki með hreinan skjöld.
Af hverju fær Úkraína alla þessa athygli eða Tjetjenía fékk að sigla sinn sjó á sínum tíma?
Var ekki nóg af peningaþvottavélum vestrænna milljarðamæringa og stjórnmálamanna í Tjetjeníu? Ekki nóg af ólöglegum rannsóknarstofum? Ekki nóg af tilraunastofum í leynilegu braski?
En heyrðu nú mig! Ef Rússar fá yfirráð yfir Austur-Úkraínu munu þá rússneskir hermenn ekki halda áfram og labba inn í Vestur-Úkraínu og loks Pólland? Eflist Pútín ekki í mikilmennskubrjálæði sínu? Er ekki hjarta Evrópu í hættu? Það vantar ekki samsæriskenningarnar en þær réttlæta ekkert og flækja jafnvel bara myndina.
Fáni Úkraínu mun sennilega verða tekinn niður þegar mönnum dettur í hug að setjast niður og ræða ástand Austur-Úkraníu fyrir alvöru. Kannski er Austur-Evrópa sem sjálfstætt ríki friðsælasta lausnin sem dregur úr kúgun íbúanna, eða aukið sjálfræði eins og Minsk-samningarnir á sínum tíma gengu út á en enginn hafði fyrir að virða. Kannski að deila kökunni eftir niðurstöðum íbúakosninga sem alþjóðasamfélagið fær að fylgjast með og getur þar með treyst á. Það hlýtur að vera valkostur við stríð sem menn fara að fá áhuga á.
En að moka endalausum skrokkum, vopnum og peningum í hakkavélina er engin lausn, og að flagga fyrir slíkum áætlunum engin manngæska.
Segir fánann munu blakta við hún þar til Úkraína sigrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru íslenskir stjórnmálamenn mestu einfeldningar landsins? Þeir virðast ekki hafa hugmynd um hvernig staðan í Úkraínu er og er ég farinn að halda að þeir hlusti bara á RUV. Það er öllum ljóst að sem eitthvað fylgjast með að Úkraína er aldrei að fara að vinna þetta stríð bara spurning hvort það verði einhverjir af þeim á lífi þegar þeir gefast upp. Það er ömurlega sorglegt til þess að vita að íslenskur almenningur er neyddur til að taka þátt í þessum drápum sem er ekki með nokkrum hætti hægt að réttlæta. Það virðast ekki vera nokkur takmörk fyrir hvað ráðamenn bjóða almenningi upp á. Ég get ekki betur séð en að ráðamenn vinni helst við það að gera almenningi erfitt fyrir með ýmsum hætti eins og verðbólgu sem ríkið býr til og segir okkur að eina leiðin til að ná henni niður sé að millifæra eigur almennings til fjármálastofnana, hækka allskonar gjöld og skatta og ná fullkominni stjórn á almenningi með auknu regluverki sem bliknar þó í samanburði við eitursprauturnar sem var bókstaflega troðið ofan í fólk.
Kristinn Bjarnason, 29.10.2024 kl. 18:17
Fáni Úkraníu verður strax tekinn niður þegar úkranía hættir að virka sem peningaþvottavél.
Þann sama dag.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.10.2024 kl. 19:55
Alveg einstaklega óheppilegt orðaval hjá Einari eins og það hann ætlaði að breyta Reykjavík. Svo auðvitað hitt að gerðir verða friðarsamningar. Hver sigrar þá?
Kjáni.
Rúnar Már Bragason, 29.10.2024 kl. 20:44
Innrás í Finnland, innrás í Pólland, innrás í Ungverjaland, innrás í Tékkoslóvakíu, innrás í Téteníu, innrás í Georgíu og nú innrás í Úkraínu, kúgun A-Evrópu í áratugi.
Þetta er það sem Sovíetið/Rússlan hefur haft fyrir stafni síðustu 85 ár.
Ef undan er skilin átökin á Balkanskaga þá hefur Rússland átt upptökin að öllum ófriði í Evrópu frá lokum WW2.
Úkraína er ekki spilltari en Rússland eða Belarus. Þar falla ekki stjórnarandstæðingar útum glugga í tugatali.
En veltu einu fyrir þér í þessu Putin-blæti þínu, er það vinsælasti dúddin í bekknum sem á ekki aðra vini en N-Kóreu og Íran? Og í beinu framhaldi af því gætir þú velt því fyrir þér hvers vegna rauði herinn þarf að kaupa sér málaliða frá N-Kóreu og Tétjeníu og stóla á vopn frá Íran og N-Kóreu. Gæti það verið af því að ŕússaher er drasl sem stendur á brauðfótum. Kjarnorkuflaugarnar ónothæfar og þær sem kæmust á loft yrðu skotnar niður yfir móðir rússíá og Pútín veit af því.
Bjarni (IP-tala skráð) 30.10.2024 kl. 00:26
Bjarni,
Hvað heldur þú að gerist ef áherslan verður áfram á vopnuð átök en ekki á að stöðva vopnuð átök?
Geir Ágústsson, 30.10.2024 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.