Mánudagur, 28. október 2024
Orðið erfiðara að greina á milli gríns og raunveruleika
Margir kannast við háðsádeilusíður eins og The Onion og The Babylon Bee og muna eftir íslensku síðunni Baggalútur. Á slíkum síðum eru búnar til fréttir sem gera grín að atburðum líðandi stundar og oft tekst svo vel til að kaffið frussast yfir lyklaborðið.
En að halda úti svona síðum er orðið erfiðara. Í viðtali við einn af höfundum The Babylon Bee sagði hann að fólk geti ekki lengur greint á milli uppskáldaðs gríns og raunveruleikans. Fréttir hafi meira að segja verið teknar fyrir í staðreyndakönnun (fact check) og þar mjög hátíðlega lýst yfir að þær séu ósannar eða bara kaldhæðin ádeila.
Ég minnist þessa þegar ég sé sum af ummælum frambjóðenda til Alþingis þessa dagana. Ef Baggalútur væri enn að störfum þá væri oft erfitt að greina í milli fyrirsagna hans og fyrirsagna alvörugefinna fjölmiðla.
Er þetta ástand kjósendum að kenna sem verðlauna umbúðir en ekki innihald? Eða flokksforystum? Allt kapp virðist lagt á að finna fræg andlit - er það ekki ávísun á einhver ósköp? Verður þingsalurinn fullur af galtómum athyglissjúklingum að loknum kosningum? Af fólki sem er bara að leita að þægilegri innivinnu - einhverju sviði til að sýna sig á?
Maður leyfir sér að óttast aðeins.
En í millitíðinni er þá bara að njóta afþreyingarinnar, hvort sem hún birtist á RÚV eða hjá The Babylon Bee. Munurinn er hvort eð er hverfandi.
Píratar vilja ekki fleiri baðlón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er kallað "Lögmál Poes." https://en.wikipedia.org/wiki/Poe's_law
Hópar með heimskulegar hugmyndir verða bara fáráðlegri, þar til kemur að því að það er ekki lengur hægt að gera grín að þeim, þeir eru grínið.
Eða "Poe's law is an adage of Internet culture which says that, without a clear indicator of the author's intent, any parodic or sarcastic expression of extreme views can be mistaken by some readers for a sincere expression of those views."
Eins og wiki hefur það.
Upprunalega var talað um sköpunarsinna í þessu samhengi, en þetta gildir um alla vitleysingahópa.
Það er langt síðan kolefnistrúarmenn náðu þessu takmarki.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.10.2024 kl. 21:04
Ásgrímur,
Poes Law kemst vissulega nærri en þó ekki alveg er það? Þegar kaldhæðin ádeila, á síðu sem beinlínis segir að hún birti ekki annað, sé tekið fyrir í "fact check" af fullri alvöru - það er einfaldlega veruleikafirring sem stafar af því að veruleikinn er oft algjör firring.
En lögmálið gildir víða svo sannarlega. Ég hef meira að segja þurft að eiga við afleiðingar þess þegar ég er í kaldhæðnu stuði.
Geir Ágústsson, 29.10.2024 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning