Málað yfir myndina

Af einhverjum ástæðum er núna fráfarandi borgarstjóri kominn ofarlega á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar. Þetta hlýtur að vera formanni flokksins þvert um geð, enda kom hún fersk inn úr atvinnulífinu og hefur talað með skýrum hætti miðað við jafnaðarmann: Ætlar að hækka skatta til að leysa öll önnur vandamál. 

Núna situr hún uppi með borgarstjórann sem skildi eftir sig sviðna jörð og allt í klessu.

Hvað er þá til ráða? Úr því hún neyddist til að taka inn þennan ónýta frambjóðanda, hvað á að gera við hann?

Jú, lofa því að hann muni ekki fá að ráða neinu ef hann kemst á þing. Verður ekki ráðherra. Kemur bara inn með reynslu, hvað sem það nú þýðir. Reynslu í hverju? Skiptir ekki máli? Verðmæta reynslu? Væntanlega ekki.

Svo formaðurinn hefur varla fengið að kynna listann sinn þegar hún byrjar að mála yfir myndina af manninum í 2. sæti listans. Eða a.m.k. að fá fólk til að líta annað.

Auðvitað geta stjórnmál verið flókin og full af málamiðlunum. Innan flokka eru líka stjórnmál í gangi - þessi armur og hinn. Gamla draugasveitin í Samfylkingunni hefur sennilega þrýst á að fá sinn mann ofarlega á lista og hægri-kratarnir neyðst til að samþykkja það í skiptum fyrir eitthvað annað.

En hvað sem því líður þá er atkvæði til Samfylkingarinnar í Reykjavík atkvæði til borgarstjórans sem borgarbúar hafa svo lengi reynt að losna við en birtist alltaf aftur, alltaf brosandi, aldrei tilbúinn að svara símtölum þegar skólpið lekur í sjóinn og skólarnir mygla, en alltaf mættur á staðinn til að klippa borðana.

Hvers eiga Reykvíkingar að gjalda?


mbl.is Kristrún: „Hann er þarna í stuðningshlutverki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fyrrum þingmaður Samfylkingarinnar sem sat á Alþingi lengi og var ráðherra telur að Jón Gunnarsson sé nú Matvælaráðherra.
Svo afhverju ætti Dagur ekki að verða ráðherra þó enginn veiti honum það brautargengi. Það dugar að mati Össurar að Kristrún sendi Dag niður í ráðuneyti til að endurraða einhverjum skjölum


Segir Bjarna hafa gert „skítadíl“ við Jón

Grímur Kjartansson, 26.10.2024 kl. 19:45

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekki beysið, fólkið í fasistaflokki Íslands, enda kennaski ekki við öðru að búast.

Dagur B sem kann ekkert nema sóa pening í vitleysu, Sóttvarnar-nazistarnir, sem ætlupu hér allt að setja á hvolf með bönnum og eiturgjöfum, og afdankaðir popparar.

24% segja kannanir... jæja...

Ásgrímur Hartmannsson, 27.10.2024 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband