Allir flokkar, nema Samfylking, fengu aukastig

Mikið kapphlaup er núna í gangi hjá öllum flokkum að manna lista fyrir komandi kosningar til Alþingis. Oft er áherslan á að sækja í þjóðþekkta einstaklinga sem þarf lítið að kynna og sem um leið þurfa lítið að segja. Reynslan sýnir að kjósendur kjósa þá sem þeir kunna nöfnin á frekar en þá sem hafa eitthvað til borðs að bera. Og gott og vel, flokkar aðlaga hegðun sína að því.

En er ekki hægt að ganga of langt þarna?

Núna hefur verið tilkynnt að fráfarandi borgarstjóri Reykjavíkur, sem hefur tekið kjósendur í Reykjavík þrjú kjörtímabil að losna við, verði í 2. sæti á lista Samfylkingar í Reykjavík. Af því hann er þekkt nafn, væntanlega. 

Hjálpi mér.

Og svo er það þríeykið sem mokaði Íslandi í glötun. Líka á lista í efstu sætum hjá sama flokki.

Flokki sem vel á minnst mælist efstur í könnunum í dag.

Það væri athyglisvert að flokkur sem sér fram á að sigra kosningar verði að hæli fyrir alla þá sem skilja eftir sig sviðna jörð. Það virkar mögulega til að sigra kosningar en væri um leið sambærilegt við að gera glæpamenn að dómurum í eigin málum. 

Sjáum hvað setur, en kjósendur fá nóg að hugleiða, vægast sagt.

Og kannski geta núna allir flokkar, nema Samfylking sinubrennara, hlakkað til aukastigs í skoðanakönnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fynda er að þessir sömu flokkar ná ekki upp í nefið á sér af hneyskli yfir hvernig kosningabaráttunni í USA er hagað

Grímur Kjartansson, 25.10.2024 kl. 21:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það getur verið tvíeggjað að tefla fram þekktum einstaklingum.

Sumir eru nefnilega þekktir fyrir eitthvað sem fólk vill ekki.

Að minnsta kosti ekki í stjórnmálum.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.10.2024 kl. 23:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það virðist hreinlega vera aðgangskrafa hjá Samfylkingunni að hafa skilið eftir sig sviðna jörð.

Tveir listar sem sýnidæmi, sinubrennarar í feitletri (þeir sem hafa sett sveitarfélög og fyrirtæki í þrot, eitrað fyrir fólki og komið sér í klandur fyrir dómstólum):

1. Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar

2. Dagur Bergþóruson Eggertsson, læknir og fyrrv. borgarstjóri

3. Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður

4. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður

5. Sigmundur Ernir Rúnarsson, rithöfundur og sjónvarpsmaður

1. Alma Möller, landlæknir

2. Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi

3. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður

4. Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og kennari

5. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögmaður

Geir Ágústsson, 26.10.2024 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband