Dönsk naflaskoðun á veirutímum

Dönsk yfirvöld ætla að fara í rannsókn á því hvernig þeim tókst til á veirutímum. 

Þetta sá ég ekki fyrir. Danir hafa meira og minna gleymt veirutímum og gera jafnvel stólpagrín að hræðslunni sem greip um sig. Ekki hafði ég hugmynd um að það væri búið að undirbúa rannsókn á viðbrögðum yfirvalda og núna búið að finna peningana til að hefjast handa. 

Ekki veit ég hvort þetta verði raunveruleg rannsókn eða hvítþvottur. Það kemur væntanlega ljós. En fyrsta skrefið er einhver rannsókn. Hana má svo gagnrýna eða taka undir.

Hvað með Íslendinga? Á ekki að rannsaka neitt? Eða bara að láta eins og ekkert sé? Jafnvel þótt afleiðingar veirutími herji ennþá mjög á íslenskt samfélag? Verðbólgan, umframdauðsföllin, lág fæðingatíðnin, margt fleira.

Ætli það ekki og nú þegar megnið af þríeyki dauðans er komið efst á lista þess flokks sem mælist stærstur í könnunum er næsta víst að andspyrnan við að hefja rannsókn verði mikil á þinginu að loknum kosningum.

Auðvitað er engin skylda að læra af mistökum sínum eða annarra. Sumir þurfa að gera mistök oftar en aðrir til að læra. Í bekknum sitja tossarnir aftast og gera sömu mistökin aftur og aftur, eða afrita mistök annarra. Er það lýsing á Íslendingum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég sá nú að danskur loftlagssérfræðingur lagði til að slökkva ljósin og loka líkt og í Covid svo þetta fólk sem fer til Baku höfuðborg Aserbajdsjans að skoða línuritin mun dásama veirutímann og telja það besta sem hefur gerst

Grímur Kjartansson, 25.10.2024 kl. 16:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir voru margir hatarar á mannkyni sem fögnuðu veirutímum frá þægilega sófanum sínum með ferðatölvuna og öruggu tekjurnar í fanginu. Afgangur mannkyns er ósammála og lætur vonandi heyra í sér.

Best væri mögulega að þeir sem fara til Baku til að boða tortímingu mannkyns snúi einfaldlega ekki heim. Aserbajdsjan fellur vel að öllum markmiðum góða fólksins: Fara bara í réttu stríðin og brjóta bara mannréttindi sem öllum er skítsama um. Og svo fátækir að þeir gera loftslaginu ekkert.

Geir Ágústsson, 25.10.2024 kl. 18:20

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja... þú þarft að athuga að hér á landi bera yfirvöld beint (ekki ´pbeint á neinn hátt) ábyrgð á dauða meira en 2000 manns vegna mRNA bóluefna sem fólk var platað/þvingað til þess að fá sér.

Ekki miklar líkur á að yfirvöld vilji skoða það neitt aftur.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.10.2024 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband