Frambjóðendur og sviðin jörð

Er vænlegt fyrir frambjóðendur til kosninga að hafa skilið eftir sig sviðna jörð, gjaldþrot og heilsufarshörmungar?

Ekki get ég svarað því en hitt er ljóst að enginn skortur er á nákvæmlega svona frambjóðendum til Alþingiskosninga í nóvember.

Landlæknirinn, Alma, vill gerast oddviti hjá Samfylkingunni og sennilega heilbrigðismálaráðherra ef hún nær inn á þing. Þar getur hún staðið í vegi fyrir öllum tilraunum til að gera upp veirutímana og þær afleiðingar sem landsmenn kljást ennþá við vegna aðgerða stjórnvalda: Gríðarlega há umframdauðsföll, fækkun fæddra barna og fjáraustur úr hvers kyns sjúkrasjóðum. 

Yfirlöggan, Víðir, sem er þekktastur fyrir það undanfarið að skerða aðgengi að heilum bæ að nauðsynjalausu, vill líka komast á þing. Þetta er maðurinn sem bannaði ungu fólki að hittast en hélt svo sjálfur partý í eldhúsinu og náði sér þar í veirusmit og margir aðrir.

Borgarstjórinn fráfarandi, Dagur, lætur nú kanna áhuga á sjálfum sér til þings. Hann skildi eftir sig borg á hvínandi kúpunni (auk annarra vandræða) og þar reyna nú aðrir að halda uppi þjónustu fyrir lánsfé og vonast eftir kraftaverki. Á meðan þarf að skerða opnunartíma, rýma heilu húsin og fægja grænu skófluna sem var veitt fyrir ónýtan (en regnbogavottaðan) leikskóla. 

Það virðist því efla metnað fólks að hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Uppstillinganefndir falla væntanlega einhverjar fyrir því - þetta eru jú þjóðþekkt nöfn sem þarf lítið að auglýsa - en hvað ætli kjósendur segi?


mbl.is Spurningar keyptar til að kanna áhuga á Degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Nei takk fyrir öllum þessum frambjóðendum.

Hver og einn búin að vinna þjóðinni stórtjón

sem ekki sér fyrir endann ennþá.

Sigurður Kristján Hjaltested, 20.10.2024 kl. 10:25

2 identicon

Nei tskk fyrir. Ég segi ekki annað, en Guð forði þjóðinni frá því að Kristrún og Dagur fari að ráða landinu, og setja það á hausinn fjárhagslega eins og borgina. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn eru einu ábyrgu flokkarnir að mínu mati til þess að stjórna landinu í dag. Öðrum er varla treystandi til þess og alls ekki þessum tveimur. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2024 kl. 10:56

3 identicon

Sæll Geir; og þið önnur gesta, hans !

Sigurður Kristján.

Tek heilshugar undir; með þjer, í hvívetna.

Guðbjörg Snót.

Það er eins; og hryðjuverk Sjálfgræðismanna og Sigurðar Inga gengisins á undanförnum árum / sem áratugum:: hafi gjörsamlega farið fram hjá þjer.

Að þú skulir dirfazt, að hæla þessum himpigimpum - áramóta VERÐHÆKKANIR linnulausar - vaxtaokur yfdirgengilegt, sem spjátrungsleg fylgispektin við Evrópusambandið auk þjónkunnarinnar við stuðning Bandaríkjamanna við Júða- og Zíonista ríkið Ísrael er nú Íslendingum ekki til neinnar fremdar heldur.

Gleymdu svo ekki Guðbjörg Snót; að það voru þessir flokkar, sem fóru fremstir í að rústa fjelagslega húsnæðiskerfinu, sem og að þrengja að bændum með þjóðlendu fáránleikanum, svo fátt eitt sje talið.

Miðflokkinn; myndi jeg heilshugar styðja, tæki hann að sjer að fletta ofan af glæpaverkum Samherja Mafíunnar / hjerlendis:: sem og í Namibíu og víðar, ytra.

Það er aftur á móti rjett reiknað; Kviku- Kristrúnu og Samfylkingu hennar, ásamt Viðreisn og Pírötum er ekki heldur treystandi; fyrir næsta húshorn - hvað þá; hið þarnæsta, eins og þorra hugsandi landsmanna ætti að vera nokkuð ljóst.

Með beztu kveðjum; sem endranær, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.10.2024 kl. 11:59

4 identicon

Sammála, Kristrún og Dagur B. saman,  eru ekki valkostur sem neinn Íslendingur vill sjá.

Hann sér að hann verður að flýja Borgina áður en kjörtímabili lýkur, til að fá ekki rasskell með Einari gervi-Borgarstjóra í næstu kosningum.

Vona að Kristrún sjá í gegnum lokkana og gervi fasið á honum.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 20.10.2024 kl. 16:46

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í hvaða hliðar-veruleika dvelur allt þetta fólk?

Ásgrímur Hartmannsson, 20.10.2024 kl. 18:17

6 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég á persónulega mjög erfitt með að treysta örstjórnendum 
sem hringja í embættismenn til að "afla frétta" af málum sem koma þeim bara ekkert við en sverja svo að hafa ekki skipt sér af neinu


Mjög ótrúverðugt og ekki þeir stjórnmálamenn sem ég get treyst

Grímur Kjartansson, 20.10.2024 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband