Allar réttu vottanirnar

Leikskólinn Brákarborg opnaði á nýjum stað sumarið 2022 í endurgerðu húsnæði. Framkvæmdin er Breeam vottuð og hlaut Grænu skófluna fyrir umhverfisvæna hönnun. Breeam-vottun þýðir að framkvæmdin skorar hátt á hinum svokölluðu ESG mælikvörðum sem samtök milljarðamæringa og stjórnmálamanna halda mjög á lofti og verðlauna sýndarmennsku umfram allt

arkMeð alla þessa áherslu á dyggðir og umhverfisvernd kemur nánast ekki á óvart að hönnun burðarvirkis hafi leikið aukaatriði enda er það eina sem stendur á heimasíðu burðarþolshönnuðarins orðið „emptyness“ sem er furðulega góð lýsing á allri Brákarborgar-vegferðinni.

Þetta er mögulega alveg rosalega góður lærdómur. Í stað þess að keppast við allskyns vottanir sem engu skila nema kostnaði þá þurfi menn að leggja meiri áherslu á að vinna vinnuna sína: Byggja hús sem stendur, og auðvitað sleppa því að hlaða torfi ofan á þakið á því. 

Lærdómurinn nær jafnvel langt út fyrir byggingaframkvæmdir. Við ættum að vinna að því að leggja niður jafnlaunavottanir og hætta að hugsa um hringrásarhagkerfi sem kallar á sorpflokkun niður í öreindir, hætta að skerða orkuinnihald eldsneytis og skattpína hagkvæmar bifreiðir á meðan lúxusbifreiðir efnafólks eru niðurgreiddar. Hætta að reyna bjarga öllum fátækum heimsins með velferðarkerfi lands sem hefur færri en hálfa milljón íbúa. Yfirgefa Mannréttindadómstól Evrópu og Parísarsamkomulagið. 

Með öðrum orðum að taka reynsluna af Brákarborg alla leið: Hætta dyggðaflöggun og snúa aftur til raunveruleikans þar sem hús standa, fólk fær að henda ruslinu í ruslatunnuna og bíllinn sýgur ekki í sig allt rekstrarfé heimila.

Er von í komandi kosningum? Varla.

En með tíð og tíma verða kannski nógu margir nógu þreyttir á vottunarvitleysunni og heimsfaraldursþvælunni til að eitthvað dragi úr hvoru tveggja.


mbl.is Þungi af steypu og torfi meiri en þakið þolir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Flottur pistill Geir og svo sannur.

En vittu til. Þetta endemis rugl á bara eftir

að aukast. Sleikjuhátturinn við bullið er svo

mikill að erfitt er að sjá að það muni breytast.

Því miður.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.10.2024 kl. 14:57

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Byggingarreglugerðir virðast almennt vera illa hannaðar og virðast aldrei vera endurskoðaðar en í þessu tilfelli voru mistökin hugsanlega að þetta var flokkað sem "endurbygging"  þegar um var að ræða glænýja hönnun sem hefði þá þurft að minnsta kosti burðarþolsreikning

Píratar vilja banna allar auglýsingar tengdar olíu og skrúfa alveg fyrir innflutning alvöru bifreiða sem fyrst - án þess að nein lausn sé fyrir öðru

Svo ef þannig flokkar fá brautargengi í kosningunum þá er engin von

Grímur Kjartansson, 19.10.2024 kl. 15:06

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk þreytist aldrei á eigin heimsku.  Breytingar verða þegar það deyr úr elli.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.10.2024 kl. 15:07

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Eitthvað var gert sem kallast "hönnunar burðarmannvirkis" samkvæmt heimasíðu Grænu skóflunnar, og það skrifa á fyrirtækið Arkamon ehf. sem var einu sinni með sæmilega vefsíðu en ekki lengur. 

Ef ég væri íbúi á eftirfarandi heimilisföngum þá myndi ég mögulega hafa smávegis áhyggjur:
Fyrri verk – ARKAMON

Geir Ágústsson, 19.10.2024 kl. 15:43

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður, Ásgrímur,

Bjartsýni ekki ykkar viðhorf! En það skil ég fullkomlega. En fyrsta skrefið er hjá okkur sjálfum, næsta skref er að tala upphátt og það þriðja að reyna sannfæra aðra, ef menn nenna. 

Geir Ágústsson, 19.10.2024 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband