Að þora að stinga á kýlin

Það er ekki oft að maður sér stjórnmálamenn taka upp á því að berja á einhverju dellumálinu með hamar og kylfu, í ræðu og riti, við hvert tækifæri. Dellumálið er mögulega vinsælt, jafnvel óumdeilt, en engu síðri della fyrir vikið. Að hamast á dellumáli er pólitísk áhætta, orkufrek vegferð sem skilar mögulega engu, en sýnir að þarna er á ferðinni stjórnmálamaður sem þorir og ætlar, sama hvað það kostar.

Tvö nýleg dæmi um slíka baráttu gegn dellumálum koma mér ofarlega til hugar:

  • Gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á þeim gríðarlega fjölda innflytjenda sem hafa fengið að renna inn í íslenskt velferðarkerfi til alltof langs tíma. Þeir hlaupa á þúsundum á örfáum misserum og hann vill meina að þeir ættu að hlaupa á tugum eins og verið hefur í mörg ár. Þarna er himinn og haf á milli. Íslenskt samfélag getur einfaldlega ekki bæði sinnt Íslendingum og miklum fjölda útlendinga á sama tíma svo vel sé. Eitthvað þarf að víkja, og í dag eru það Íslendingarnir sem víkja. 
  • Barátta Diljár Mistar Einarsdóttur gegn lögbundinni svokallaðri jafnlaunavottun sem leggst eins og þungur steinn á öll fyrirtæki sem voga sér að stækka umfram 50 starfsmenn. Hún hefur minnst á orð gárunganna sem kalla þessa vottun láglaunavottun, svo dæmi sé nefnt, og er sjaldgæft dæmi um raunverulegt tal manna á milli sem ratar í munn stjórnmálamanns á hinu háa Alþingi. 

Í tilviki Sigmundar hefur baráttan gegn dellumáli greinilega skilað sér í fylgi. Í tilviki Diljár er flóknara að sjá það - hún er auðvitað í stjórnmálaflokki sem hreinlega kaus með málinu á sínum tíma og því erfitt að taka alvarlega að einhver innan hans sé núna að berjast gegn því, en prik í kladdann fyrir viðleitnina.

Það þarf samt meira til. Það þarf stjórnmálamenn sem segja berum orðum að baráttan gegn loftslagsbreytingum með notkun skatta og gjalda (skattlagning til að breyta veðrinu) er ekkert nema aðför að almenningi. Það vantar að einhver segi berum orðum að betri er ódýr raforka fyrir almenning en vernd á ónýtu og ónýttu landi frá því að hverfa undir uppistöðulón. Það þarf að standa í kokinu á Evrópusambandinu og banna herskáum samtökum að rugla börn í ríminu um kynferði þeirra. Fleira mætti nefna en þetta kemur fljótt til hugar.

Hvaða stjórnmálamenn og frambjóðendur ætli sjái tækifæri í því að tala eins og venjulegt fólk gerir í laumi og mun kjósa með þegar á hólminn er komið, í nafnlausum kosningum utan við skítkast samfélagsmiðlanna? 

Það mun koma í ljós mjög fljótlega.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Pólitíkusar munu seint snúast gegn kolefnistrú, vegna þess að hún gefur svo vel í aðra hönd.
Framleiðendur allskyns grænorku-rugls eru til í að múta mönnum big-time til að lögsetja allskyns rugl.
Á meðan múturnar flæða inn eins og amazon fljótið, verður græni dauðinn með okkur.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.10.2024 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband