Framsóknarmaður gengur til liðs við Framsóknarflokkinn

Sumir eru einfaldlega fæddir stjórnmálamenn. Kunna að svara engu með notkun margra orða. Kunna að lýsa yfir ásetningi en ekki aðgerðum (fyrir utan þá sem kunna að lýsa yfir skattahækkunum). Kunna að segjast vera bæði með og á móti á sama tíma svo enginn verði ósáttur.

Slíkur stjórnmálamaður verður Halla Hrund Logadóttir, konan sem reynir núna í annað skipti á fjórum mánuðum að komast úr einni ríkisjötu í aðra sem gefur betur af sér. 

Þannig stjórnmálamenn eru flestir stjórnmálamenn.

Og hvernig stendur á því? Jú, því kjósendur verðlauna slíka frambjóðendur og stjórnmálamenn með því að kjósa þá. Sé einhver of afdráttarlaus, hafi of miklar hugsjónir og segi hreinlega hvað þurfi að gerast - annað en að hækka skatta - og prófkjörin og uppstillingarnefndirnar sjá um að hreinsa þá út og þeir sem lifa af slíkar hreinsanir fá svo vöndinn frá kjósendum.

Vonandi er eitthvað að breytast núna. Flokkarnir tveir sem mælast stærstir í dag eru undir stjórn einstaklinga sem tala nokkuð skýrt, eða svo sýnist mér. Kjósendur virðast kannski ætla að verðlauna slíkt og væri það þá hressandi nýbreytni. Það er kannski hægt að kjósa breytingar og fá breytingar frekar en að kjósa breytingar og fá óbreytt ástand eins og eftir seinustu kosningar til Alþingis og ítrekað í Reykjavík seinustu 10 árin eða svo.

Sjáum hvað setur.


mbl.is „Langflestir flokkar höfðu samband við mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband