Ódýrt selst hratt, dýrt selst hægar

Einu sinni var sveitarfélag sem reiknaði með óendanlegu góðæri, lágum vöxtum til eilífðar og stanslausum vinsældum fyrir að þrengja vegi og stífla umferð. 

Síðan breyttist góðærið í hallæri, vextir hækkuðu og umferðin fór að angra fólk verulega. Fólk kaus mann sem boðaði breytingar en ekkert breyttist. 

Niðurstaðan varð sveitarfélag með svimandi skuldir og vaxtagreiðslur sem komu meira að segja borgarstjóra - fyrrverandi blaðamanni - á óvart. Ekki var lengur til vatn til að keyra áfram vatnsrennibrautirnar fyrir krakkana, hvað þá meira. 

Það er í þessu umhverfi að vel menntaðir hagfræðingar geta núna lesið tölur um að ódýrt húsnæði selst hraðar en dýrt sem er óheppilegt því sveitarfélagið hafði veðjað á byggingu dýrra íbúða en ekki ódýrra. 

Niðurstaðan er fyrirsögnin:

Ódýrar íbúðir seljast hratt en dýrar hægt

Þetta er fyndið að því leyti að það er ekki sorglegt. Venjulegt fólk þarf einfaldlega húsnæði og aðgengi að því. Ekki dýrt húsnæði nálægt skemmtistöðum, ekki ódýrt húsnæði án samgangna. 

Þetta var svo sem lengi vel vitað, en er nú gleymt.

Á meðan má gleðjast yfir því að þótt háskólagráður margra séu margar, og titlarnir stórir, þá veit venjulegt fólk meira en allir spekingarnir. Venjulegt fólk veit það af því það lifir í raunveruleikanum. Aðrir - mögulega ekki.


mbl.is Ódýrar íbúðir seljast hratt en dýrar hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er auðvitað rannsóknarefni hvers vegna rígfullorðið fólk er að borga hundruði milljóna fyrir blokkaríbúð í göngufæri við nýju höfuðstöðvar Landsbankann með engu útsýni. Þarf það að vera í göngufæri við Kaffibarinn og Bæjarins Bestu? Á sama tíma og kjarnafjölskyldan skreppur svo saman er verið að byggja nýtt hverfi á Völlunum í Hafnarfirði þar sem varla er að finna blokkaríbúð sem er undir 100 fermetrum.

Svo er við Hekluhúsið við Laugaveg verið að byggja blokkir án bílastæða.  Kannski freistar nærveran við Nettó, sem var áður Ķrónan og þar áður fyrsta Nóatúnsverslunin svona mikið. Bílastæðaleysið verður leyst með borgarlínu eftir einhverja áratugi.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.10.2024 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband