Kennarar að biðja um það að fá að vera minna með börn­um

Borgarstjóri segir að kenn­ar­arn­ir séu að biðja um það að fá að vera minna með börn­um og einhverjir bregðast illa við, en er það rangt? Þeim fækkar sem kenna börnum og fjölgar sem sitja í stólum millistjórnenda í grunnskólakerfinu. Er það ekki vegna þrýstings frá sumum kennurum um að losna við að kenna en njóta samt starfsöryggis og öruggra launa? Það er allt í lagi að velta því fyrir sér og skoða það.

Varla eru yfirvöld sveitarfélaga að kalla á eftir fækkun kennara og fjölgun millistjórnenda og aukinni fjárþörf grunnskóla gegn því að fá minni kennslu. 

Það er í eðli allra stórra stofnana og fyrirtækja (líka einkafyrirtækja) að þegar peningarnir streyma inn að þá hleðst fita utan á starfsemina. Þessi fitusöfnun hættir aldrei í tilviki opinbers reksturs því það er alltaf hægt að hækka skatta eða auka opinberar skuldir. Í tilviki einkareksturs er regluleg fitulosun og megrun algjörlega nauðsynleg ef menn vilja ekki missa vinnuna. 

Er minni kennsla í grunnskólum í skiptum fyrir aukin útgjöld mögulega bara kransæðastífla sem þarf að losa? Kannski yfirvofandi verkfall kennara sé tækifæri - tækifæri til að stokka upp á nýtt. Að loknu verkfalli mæti millistjórnendur í skóla þar sem þeir eru orðnir kennarar á ný.

Það væri eitthvað.


mbl.is Á ekki orð yfir ummælum borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar farið er fram á færri kennslustundir á hvern kennara og meiri undirbúning hlýtur það að þýða að kennari sé minna með nemendum sínum. Ekki flókið reikningsdæmi. Skil ekki af hverju stéttin móðgaðist svona við Einar. Skilst að KÍ hafi ekki spilað allt sem hann sagði, völdu bút. Kannski er hann svona óheppin við að koma því til skila sem hann ætlar að segja.

Það er rétt hjá honum, langtímaveikindi kennara hafa aldrei verið meiri. Spurning um orðalag, að koma hlutunum frá sér. Sjúkrasjóður KÍ varð að breyta úthlutunarreglum svo íþyngjandi voru langtímaveikindin. 

Fyrir fáum árum seldur kennarar kennsluafsláttinn. Var þannig að kennari sem er 60 ára og hefur kennt í 10 ár kenndi í 19 kennslustundir í stað 26. Hinar stundirnar notaði hann í önnur verkefni og var m.a. mælst til að þessir kennarar væru nýliðum innan handar í skóla. Selt fyrir nokkur prósent. Kennarar gáfu tóninn. 

Finnskir kennarar hafa fæstu kennslustundirnar. Íslenskir koma á eftir. Hin skandinavísku löndin hafa fleiri kennslustundir á kennara. Danskir félagar mínir, ég er kennari, þekkja ekki starfsdag en við höfum 5 hér á landi.

Vissulega þarf að stokka upp í skólakerfinu. Eitt sem sjaldan er talað um og það eru allar stefnurnar sem faglegir leiðtogar taka inn í skólann, án þess að skipta nokkru út. Taka tíma frá hinum raunverulegu fögum sem ætti að kenna. Fundarhöld mætti minnka, skilafundum alls konar og skráningum. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 13.10.2024 kl. 21:53

2 identicon

Þetta endalausa væl í kennurum er frekar þreytt. Dýrasta menntakerfi í Evrópu á hvern nemanda en samt lélegasti árangur. Þetta kerfi þarf ekki meira fjármagn, ekki betri nemendur, heldur kennara með metnað, ekki það rusl sem við höfum í dag.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.10.2024 kl. 23:51

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Í ljósi niðurstaðna Pisa þá er þessi krafa kennara að tryggja sér sæti í Áramótaskaupinu.

Ragnhildur Kolka, 14.10.2024 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband