Eyðibyggðastofnun og önnur opinber þjónusta

Rétt eins og í tilviki stjórnmálaflokkanna er hægt að færa rök fyrir því að nöfn opinberra stofnana tákni andstæðu yfirlýstra markmiða þeirra. 

Nýlegt og áberandi dæmi er hernaður Byggðastofnunar gegn íbúum Grímseyjar sem gerir það líklega að verki að byggð leggst þar af. Sannkölluðu Eyðibyggjastofnun. Hvað ætli liggi margar eyðibyggðir eftir stofnunina? Eða byggðir sem eru algjörlega upp á styrki komnar? 

Annað dæmi eru barnaverndarstofur landsins sem sjá um að styðja við hernað herskárra mæðra gegn feðrum þar sem börnin eru fallbyssufóðrið. Sannkallaðar barnaskemmdastofur.

Byggingafulltrúar sveitarfélaganna eru frægir fyrir duttlunga sína og afskiptasemi. Þeir virðast geta ákveðið upp á sitt einsdæmi hvað fær ýmis leyfi og hvað ekki og byggt slíkar ákvarðanir á eigin smekk og áhuga. Sannkallaðir byggingastöðvarar. 

Sýslumenn eiga að afgreiða ýmsa mikilvægara pappíra og skera úr í ýmsum málum. Þetta gera þeir með stuttum opnunartíma og langri bið, samhliða því að þeir gera börn föðurlaus og feðurna að öreigum, um leið og þeir leyfa auðmönnum að eignast fasteignir ódýrt og henda íbúunum á götuna. Kannski sýslumenn eigi frekar að kalla sig sviptimenn - þeir sem svipta fólki ýmsu. 

Svo má ekki gleyma dómurum sem telja það vera hlutverk sitt að búa til ný lög með úrskurðum sínum frekar en að dæma eftir lögum sem löggjafarvaldið setti. Þannig er tekið hart á ýmsu smávægilegu en vægt á ýmsu mikilsverðu. Þetta eru vissulega dómarar - menn sem dæma - en líka dyggðariddara - menn sem elta tískuna. 

Kannski er þessi upptalning ósanngjörn og byggð á örfáum fréttum innan kerfis þar sem flest gengur hreinlega ágætlega, en ég held ekki. Fyrir nokkrum árum sagði maður sem oftast er kallaður Helgi í Góu eftirfarandi orð í viðtali:

„Þetta er nýr tími, hér áður gátu menn opnað og svo var farið yfir þetta en nú má ekk­ert gera fyrr en öll leyfi eru komin.“

Þetta eru róttækari skipti en marga grunar og í raun algjör viðsnúningur á frumkvæðinu í samfélaginu. Valdið er tekið af löghlýðnum borgurum sem vita vel að eftirlitið gæti komið og taka allt út og fært í hendur ókjörinna embættismanna sem þurfa núna að gefa út öll sín leyfi áður en menn geta svo mikið sem tekið fyrstu skóflustunguna. 

Gott fyrir báknið, slæmt fyrir fólkið.

Ekki opinber þjónusta við almenning heldur þjónusta við opinbera starfsmenn, á kostnað almennings. Opinbert sjálfsdekur. 


mbl.is Kvaðir Byggðastofnunar þröngsýnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband