Kunna Íslendingar ekki að reka innviði lengur?

Ég veit, ég veit. Ég er erlendis. Ég er ekki á svæðinu. Ég þekki ekki öll smáatriðin.

Engu að síður leyfi ég mér að spyrja: Kunna Íslendingar ekki að reka innviði lengur?

Orkan, vatnið (heitt og kalt), rafmagnið, vegirnir - þetta virkaði einhvern tímann. Núna eru heilu svæði heitavatnslaus, rafmagnslaus og allt að því orkulaus í lengri tíma, oftar og oftar. Orkuskiptin á Íslandi eru á leið í öfuga átt: Úr endurnýjanlegri vatnsorku í innflutta olíu. 

Bensínstöðvarnar virka reyndar alltaf, svo því sé haldið til haga. Ætli það sé vegna þess að þær eru einkareknar?

Það er ekkert grín að halda uppi sæmilegum lífsgæðum á eldfjallaeyju í Norður-Atlantshafi. Það krefst þess að orka sé sótt og henni komið áleiðis. En hvað hefur gerst eftir mörg ár af hrópum eftir nýjum háspennulínum? Ekkert. Orkuverum? Ekkert? Brúarsmíðum? Ekkert. Það gerist ekkert. Það er eins og einhver hafi ákveðið að íslenskir innviðir árið 2010 séu einfaldlega nógu góðir um alla framtíð.

Ég vona að upplifun mín af fréttunum sé röng. Ég kemst að því fljótlega í stuttri heimsókn til Íslands. Fyrstu leggirnir í því ferðalagi eru áhyggjulausir: Flug með einkafyrirtæki og eftir það rútuferð með einkafyrirtæki. Hvað tekur svo við er stærri óvissa. Sjáum hvað setur. 


mbl.is Öllum sundlaugum Reykjavíkur lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir eru víst mikið í að gera allskyns sáttmála þarna uppi á norðureyju.  Minna í að stunda viðhald.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.10.2024 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband