Ţriđjudagur, 8. október 2024
Nei, ekki klára málin (og ekki bođa til kosninga)
Eitthvađ er nú rćtt um tímasetningu á nćstu kosningum til Alţingis og sitt sýnist hverjum. Flokkar sem mćlast háir í skođanakönnunum núna vilja auđvitađ fá kosningar á međan uppsveiflan endist. Flokkar sem eru ađ hverfa vilja auđvitađ ekki kosningar og vonast til ađ fylgiđ lagist eitthvađ međ tímanum. Svona er ţetta alltaf.
Nú vill svo til ađ flokkar sem mćlast lágir eđa eru viđ ţađ ađ hverfa eru í ríkisstjórn en flokkar sem mćlast háir eru utan hennar. Ţađ gefur ţví augaleiđ ađ ríkisstjórnarflokkarnir hafa af ţví mikla hagsmuni ađ sitja sem lengst í ríkisstjórn og vona ađ fylgiđ lagist. Nú er jú verđbólgan eitthvađ ađ gefa eftir og vextir ađ mjakast örlítiđ niđur. En í stađ ţess ađ segja hiđ augljósa - ađ ríkisstjórnarflokkarnir vilji sitja í ríkisstjórn til ađ forđa sér frá útrýmingarhćttu - ţá ćttu ţeir ađ segja nokkuđ annađ og lofa ţví ađ klára ekki málin.
Sem sagt, klára ekki málin og bođa ekki til kosninga.
Vćri ţađ ekki eitthvađ?
Ţví mađur fćr ţađ á tilfinninguna ađ í hvert skipti sem yfirvöld ćtla sér stóra hluti - klára málin - ţá breytist flest til hins verra. Skattar hćkka. Ríkisútgjöld hćkka. Hallarekstur er framlengdur. Starfshópar um flugvelli á gossprungum eru stofnađir. Hallarbyggingum lofađ.
Verđbólgan fór ađ lćkka um leiđ og stjórnmálamenn tóku sér langt og verđskuldađ sumarfrí. Skattar hćkkuđu ekki á međan. Er ţađ ekki ákveđin vísbending um ágćti ţess ađ ríkisstjórnin sitji á höndunum á sér út kjörtímabiliđ?
Hvers vegna ađ kjósa í vor? | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Björt framtíđ enn og aftur. Sleit stjórnarsamstarfi í skjóli myrkurs í ţeirri trú ađ ţađ vćri til vinsćldar falliđ. Síđan hefur ekkert til ţeirra spurst.
Vinstri grasasnar eru ágćtis dćmi um vinstri drasl sem er ekki á vetur setjandi. Ef ţađ er einhver dugur í ţessu drasli, slítiđ ţá samstarfinu strax, ekki segjast ćtla ađ gefast upp nćsta vor.
Bjarni (IP-tala skráđ) 8.10.2024 kl. 19:41
Blessađur Geir.
Mér finnst örla á ákveđinni bölsýni í ţessari fćrslu ţinni, ţekki gott ráđ, einn, tveir, kannski jafnvel ţrír pćntarar af Guinness öli, og glađvćrđ ţín kemur til baka.
Jú, jú, í Danaveldi drekka menn ekki guđaveigar, hvorki góđan hálandamjöđ eđa gleđihjartarstyrkingar lyfiđ frá frćndum okkar Írum.
Samt er nú bara heimabruggađur Tuborg góđur, ólíkt gerblönduđu eftirlíkingunni hér á Fróni.
Smá Festival og vandinn er leystur.
Vegna ţess Geir minn ađ kaldhćđni hefur aldrei virkađ ţar sem alvaran er undir.
Hógvćrar bćnir ţínar um heilbrigđa skynsemi eru hins vegar vogarafl gegn heimsku, og forheimsku, stilla saman strengi sem íhaldsfólk ţarf ađ stilla.
Ţar liggur ţinn styrkur Geir.
Kveđja ađ austan.
Ómar Geirsson, 8.10.2024 kl. 21:07
Slettireka í fílu heyr aflvana baráttu Geir,en gott ađ sjá skrifin hér.
Helga Kristjánsdóttir, 9.10.2024 kl. 00:16
Bjarni,
Ţađ er erfitt ađ gefa frá sér ráđherrastóla og sporslur af ýmsu tagi. Menn ţurfa tíma til ađ finna sér alvöruvinnu.
Ómar,
Bölsýni mín er hvorki meiri né minni eftir eins og einn Guiness. Ţađ sem gleđur mig einna mest er ţađ óţol sem margir hafa fyrir Miđflokknum og hvađ ţá fyrir mćlingum á fylgi hans, óháđ minni afstöđu til flokksins.
Helga,
Takk fyrir innlitiđ.
Geir Ágústsson, 9.10.2024 kl. 09:18
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.