Sunnudagur, 6. október 2024
Að tala undir rós er gagnslaust
Yfirvöld hafa ákveðið að troða 400 innflytjendum inn í þéttbýlt svæði í Reykjavík. Nágrannarnir fá ekkert að vita fyrr en fjölmiðlar fjalla um málið. Þeir bregðast vitaskuld við. En hvernig?
Jú, með því að tala um eldvarnir!
Og hvort húsnæðið sé nógu gott fyrir innflytjendurna!
Auðvitað hefur enginn í raun áhyggjur af slíku. Íbúarnir í nágrenninu vilja bara ekki að dætur þeirra séu eltar heim úr skólanum, að gasgrillunum sé stolið úr görðunum og að hnífastungunum fjölgi á svæðinu.
Skiljanlega, en af hverju ekki að segja það hreint út á mannamáli?
Jú, því þá ertu orðinn rasisti, og hver vill vera rasisti?
Þetta tal undir rós skilar samt engum árangri. Slökkviliðið er fengið til að samþykkja allt og borgin sendir út menn sem segja að húsnæðið sé hið prýðilegasta til búsetu, og þar með hafa nágrannarnir látið slá öll vopn úr hendi sér. Þeir geta því kvatt gasgrillin og dæturnar fá ekki lengur að fara einar heim úr skólanum.
Höfum svo í huga að mannúðin í að senda fólk inn í framandi umhverfi þar sem allt er nýtt og ókunnugt er kannski vafasöm. Svona svolítið eins og að taka þorsk og skella í ferskvatn - hálfgerður dauðadómur fyrir framtíð viðkomandi. En það virðist vera innflytjendastefna Evrópu, og fleiri og fleiri byrjaðir að spyrna við fótum.
Það er að segja, þar sem það er ekki nú þegar orðið of seint, sem er víða. Spurðu bara foreldra barna í Austurbæjarskóla.
Vilja grenndarkynningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú þegar íbúarnir í nágrenninu hafa í áratugi horft upp á að innfæddir perrar elti dætur þeirra heim úr skólanum, flassarar með víkingablóð í æðum sjokkeri aldraðar ömmur, að innfæddir dópistar og og hið hræðilega fyrirbæri unglingar hafi í nær hálfa öld reglulega stolið gaskútum og að hnífastungum fækkar ekkert á svæðinu þó brýn ástæða þætti til að banna hnífa stærri en litliputti stuttu eftir síðustu aldamót hafa þeir fengið nóg og vilja alla verkfræðinga úr bænum, sveitarfélaginu og landinu. En þeir náttúrulega segja það ekki upphátt af hræðslu við að vera kallaðir heimskir og fordómafullir.
Það hefur ýmislegt breyst frá því að allir glæpir og hneykslismál voru vegna utanbæjarmanna.....eða hvað?
Vagn (IP-tala skráð) 6.10.2024 kl. 23:59
Sæll Geir !
Vel skrifað af þinni hálfu; og fullkomlega rjett ályktun, hvað varðar vaxandi doða og úrkynjun:: þorrra Íslendinga gagnvart allrahandanna misyndislýð, víðs vegar af hnettinum.
Rasista kjaptæði; all nokkurra samlanda á sjer heldur ekki neina stoð - raunverulegir rasistar eru lærðir mannfræðingar, hefði jeg haldið.
Nema; alþjóða væðingar bullurnar tækju upp á því að nota rass- vasaista hugtakið, slepjulegri framgöngu sinni til skýringa, eða hvað ?
Með beztu kveðjum; sem ávallt, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.10.2024 kl. 00:00
Tek undir með Óskari Helga, en frá Vagni kemur hans venjulega hatur á sjálfum sér og sinni þjóð.
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að "hægriöfgaflokkar" (sem eru kannski venjulegir miðjuflokkar miðað við það sem var fyrir 20-30 árum) eru að verða stærri en flokkar sem láta Soros og WEF elítuna draga sig á asnaeyrunum.
Úr því að pólitíkin hjálpar ekki fólkinu, þá verður fólkið að grípa málin í sínar hendur og kjósa þau sem gera það.
Reyndar er rétt hjá Vagni að nóg er um misyndismenn hjá öllum innfæddum, en nóg er að athuga Svíþjóð. Hún er SÖNNUN. Ekki skánar það með taumlausum innflutningi. Sama má segja um Frakkland og Þýzkaland og fleiri lönd.
Ingólfur Sigurðsson, 7.10.2024 kl. 01:20
Vagn,
Þarna þekki ég þig. Er vandamálið ekki nýtt? Þá getur það ekki orðið stærra.
Óskar,
Við erum öll heimsborgarar, en í sumum heimshlutum hegða þeir sér illa og taka þá hegðun með sér. Það ber að hafa í huga þegar götin á landamærunum eru lagfærð.
Ingólfur,
Auðvitað er það rétt athugað hjá þér að miðjan fyrir 20 árum kallast núna hægri-öfgar. Annars skaltu ekki láta Vagn fara í taugarnar á þér. Hann er hrifnari af frönsku forsetahöllinni en Bessastöðum, og hann um það.
Geir Ágústsson, 7.10.2024 kl. 06:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.