Fordæmið í Reykjavík

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir í viðtali í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark að rekstur borgarinnar hafi verið verri en hann reiknaði með þegar hann tók við embætti formanns borgarráðs sumarið 2022.

Svona fer þegar menn eru barnalegir.

Hon­um seg­ist hafa fallið [sic] dá­lítið hend­ur en í upp­gjör­inu hafi spilað inn í fjár­magnsliðir og há verðbólga.

Svona fer þegar menn hafa skuldsett sig á yfirdráttarlánum upp í rjáfur. Minnsta hnik í vöxtum þýðir að allir sjóðir hverfa í vaxtagreiðslur.

Reykjavík hefur lengi verið slæmt fordæmi eins og ég benti á í grein árið 2007. Þar endaði ég á eftirfarandi orðum:

Vinstrihneigð borgarstjórn er í fáum meginatriðum frábrugðin vinstrihneigðri landsstjórn. Eigi dæmið úr Reykjavík R-listans ekki að endurtaka sig á Alþingi Íslendinga er brýnt að atkvæði til vinstri leikvangs íslenskra stjórnmála verði sem fæst. Íslenskt samfélag á mikið undir því.

Auðvitað urðu þessu varnarorð að engu. Ekki löngu síðar höfðu Íslendingar kosið yfir sig Jóhönnu og Steingrím J. og um leið afmáði hægrið sig með því að leita á miðjuna - þróun sem snýst mögulega ekki við fyrr en við næstu kosningar til Alþingis, ef þá það. 

Ástandið í Reykjavík árið 2007 átti að vera víti til varnaðar en varð að uppskrift. Það er því ekki bara borgin sem þarf núna að tæma sjóði sína í vaxtagreiðslur heldur líka ríkissjóður. Það kostaði sitt að halda stórt partý í mörg ár og núna koma timburmennirnir - og reikningarnir. 

Að Reykvíkingar sitji enn einu sinni uppi með borgarstjóra sem sér ekkert fyrir, misreiknar sig, afneitar raunveruleikanum og segir A en gerir B - það er kannski ekki alveg þeim að kenna (þeir kusu breytingar en fengu óbreytt ástand, og minnihlutinn í borginni er ekki endilega beittur eins og flökunarhnífur) - en munu þeir læra af reynslunni? Ég held ekki. En hvað með almenna kjósendur á Íslandi? Varla heldur. 

Nema auðvitað að einhver krakkinn stilli sér við upp meðfram skrúðgöngunni og hrópi að allt fína fólkið sé nakið, og að almenningur þori loksins að öskra af hlátri. Þá er von.


mbl.is „Ég bjóst ekki við þessum mikla halla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband